Undur du er rar.

Það er oft gaman að því hvernig börnin bera fram nafnið mitt. Ég var að grínast við eina 3ja ára og hún sagði þetta " Undur du er rar". Oft segja þau Unnir (skrifað under en borið fram unnir). Þegar ég byrjaði í leikskólanum var ein 2  ára sem var vel talandi og spurði mig hvað ég héti. þegar ég sagði Unnur. (hún sat við borð). Horfði hún á mig undrandi og leit undir borðið og sagði unnir???? Hún var eitt spurningar merki í framan. Mörg þeirra segja nafnið mitt eins og það séu fleiri en eitt err í endanum Unnurrrrrrrrrrrrrrrr   og kemur mesta áherslan á errin.  Ég leiðrétti þau yfir leitt ekki það gera þau sem hafa náð því hvernig á að bera það fram. Ég hef einn mikill prófessor sem er þriggja ára og búinn að ná miklu valdi á málinu. Hann hristir stundum höfðið og segir "Unnur maður segir þetta ekki svona" og leiðréttir mig. (mjög gott fyrir mig) Ég læt hann ekki hanka mig á sömu vitleysunna oftar en einu sinni. Það situr í mér þegar 3ja ára pjakkur leiðréttir mann. (Góður kennari) Hann er alveg yndislegur og með mjög ákveðnar skoðanir á lífinu. Annars er ég nú alltaf að bæta við mig í norskunni og varð mjög montin þegar ég fékk 9 út úr annarprófinu í desember. Wink

Nú er maður byrjaður að fara í þjálfun tvisvar í viku. Lyftir lóðum og skönkum í allar áttir. Þetta fæ ég frítt og er starfrækt í leikskólanum undir leiðsögn reynds þjálfara. Ég var fyrst svolítið hrædd við þetta, en maður getur sjálfur stjórnað hraða og öðru sem ég þarf að taka tillit til. Eftir fyrst tíman gat ég varla staðið upp af stól fyrir harðsperrum í lærum, en það hvarf eftir annan tíman. Ég byrjaði mjög létt en sé að ég get gert betur og mun auka þyngd lóða og æfinga í næsta tíma.

 Já og nú er ég kominn með meiri hraða á netið og með þráðlaust þannig að ég get farið á netið  hvenær sem ég vil. Svo nú sitjum við Gunnar bæði á netinu og tölum ekki orð saman enda mikið upptekin í því sem við erum að gera.

En það eina neikvæða við þetta að nú hef ég enga afsökun fyrir því að geta ekki skrifað á bloggið. Pinch En það jákvæða er alltaf kemur alltaf sterkast fram. Núna er síminn aldrei aftengdur, ég þarf ekki að bíða eftir að mister Gösli er ekki að nota netið, og , og , og, jájá þannig er nú það.

Hérna snjóar og snjóar, og allir krakkar í leikskólanum allt niður í 2 ára eru með skíði með sér í leikskólanum. Þau eru furðu fljót að læra á skíði, það er stundum ansi erfitt að standa upp með skíði á fótunum. En þeim er kennt að setja á sig skíðin og taka þau af ásamt öðrum tækni atriðum sem þarf við svona skíða dútl. Það er stórkostlegt að horfa á þennan hóp á skíðum.

jæja nú nenni ég ekki meiru skrifa já .........(fljótlega aftur)

 


31 des 07

Nú er ég búinn að vera í fríi í viku, leikskólinn lokar milli jóla og nýjárs. Ég ætlaði að gera svo mikið, koma almennilegu skipulagi á allt hérna heima. Því þegar maður hefur litla íbúð og ekki pláss fyrir allt sem þú vilt að sé í þessari íbúð, þá þarf maður að skipuleggja sig. En gerði ég eitthvað af þessu. Nei ég hef verið í tölvunni að kynna mér nýja wordin og exelin og annað nýtt sem fylgir offis pakkanum. Ég varð alveg heilluð upp úr skónum hvað hægt er að gera með þessu, og þó hef ég unnið þó nokkuð með þessum forritum. Ég er allavega búinn að koma mér upp fjárhagsáætlun og koma bókhaldinu í skiljanlegt form. Og það er svo undarlegt hvað lífið verðu allt öðruvísi þegar maður hefur yfirsýn yfir fjármálin. W00t  Það hefur lengi verið mottó hjá mér að þetta reddast allt, og af einhverjum undarlegum ástæðum þá hefur það gert það. En nú er meiningin að reyna að hafa einhverja stjórnun á þessum tilviljakenndum upp og niður sveiflum í fjármálunum. Hvort það tekst verður tíminn einn að skera úr um. En ég hef þá tilhneigingu að halda ekki of legi út í svona málum. Kannski nautsþrjóskan komi mér til hjálpar og mér takist þetta núna. Tounge  Hvað um það nú er síðasti dagur ársins og maður fer að fara yfir síðasta ár og hvað það hefur liðið hratt. Mér finnst það allavega núna, en ég man að á svipuðum tíma fyrir ári síðan þá fannst mér tíminn ganga afturábak. Ég ver nýkominn heim af spítalanum og gat varla gengið, legið, setið og þurfti hjálp við að klæða mig. Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og lífið léttara á allan hátt. Nú er það bara (næstum) undir því komið hvað ég nenni að gera, ekki hvað ég get. Já, já hugurinn reikar hérna í allar ómögulegar og mögulegar áttir. Mike, kærasti Kristjönu og Laugheiður amma mín áttu bæði afmæli í gær og óska ég þeim báðum hérna megin og hinumegin til hamingju. Nóg komið af bulli, líði ykkur öllum sem allra best um áramótin.

Jólakveðja til ykkar allra

jolakort

 

Gleðileg jól og farsælt

 

komandi ár.


llllllll

jæja góðir hálsar nú er smá tími til að skrifa. Ég þyrfti kannski að skipuleggja mig betur þá er ég viss um að ég fyndi tíma til að skrifa oftar. En það er eins og sumt sitji alltaf á hakanum og þá er bara ýtt á undan sér verkefnunum þangað til fjallið verur svo hátt að maður kemst ekki yfir það og verður að gera eitthvað í málunum og nú er ég búinn að róta í verkefnabunkanum og fjallið bara orðið að lítilli þúfu, og þessi þúfa er að skrifa þetta blogg.

Ég leggst alltaf í rúmmið í astma á þessum árstíma og lá í viku í rúminu og er nú að stíga upp úr þessu en er enn að hósta og er drullu slöpp en þetta líður allt með réttri meðferð o.s.frv.

Það er svo mikið af námskeiðum sem við í leikskólanum þurfum að fara á að það hálfa væri alveg nóg, en þetta er nú samt gaman. Í gær vorum við á námskeið þar sem við vorum saman með heilsugeiranum að læra að gera einstaklings miðaða áætlun fyrir einstaklinga með sérþarfir. Og um kvöldið vorum við á fundi með stjórn leikskólans og þar báðum við um ferðatölvu fyrir deildarstjórnana og viti menn þeir höfðu ætlað sér að kaupa þessar tölvur svo við fáum til eigin nota ferðatölvur. Og það var einnig rætt um að láta okkur fá kauphækkun þar sem samkeppnin er orðin svo mikil og baráttan um leikskólakennara. Að til að halda í okkur þá fáum við kauphækkun en hvað hún verður há það veit ég ekki enn þá.

Annar er allt gott að frétta bakið verður alltaf betra og betra en að sjálfsögðu á ég mína slæmu daga þar en þeir verða alltaf færri og færri.


letipúki

jæja kannski ég skrifi svolítið í dag. En það er eins og þegar ég byrjaði að vinna að þeg gefi mér ekki tíma til að fara á netið og skrifa. Ég er að læra norsku gegn um Verkmenntaskóla á Akureyri og það er töluverð vinna í kring um það. En sú vinna er nú bara skemmtileg og gaman að grúska í svona málfræði. Það er alveg ótrúlegt hvað mikið er líkt með Ísl. og Nor. en norskan hefur ekkert þróast sem norska og ég yrði ekki hissa ef hún hyrfi alveg eftir einhverja áratugi. þeir hafa norsk (dansk) orð frá því fyrir 17oo en allt nýtt sem kemur eftir það er enska. Þeir skrifa orðin næstum eins og ensku orðin en segja þau á sér norskan hátt. Stundum er það ekki skrifað akkurat á sama hátt en sagt mjög svipað og ensku orðin.  

Það er búið að vera haustfrí í skólum hérna og Rakel og Róbert eru í fríi þau eru nú bara hjá mér og Guðrún líka. Það er búið að vera notarlegt að hafa þau. Guðrún eldar matinn og þvær þvottinn svo maður er í dekri. Guðrún hefur einni verið að hjálpa mér með málfræðina en hún er mjög góð í norku málfræðinni.

Nú um þess helgi datt okkur í hug að prufa heilsumat alla helgina og þíðir það að við borðum bara grænmeti og áveksti. Þetta kalla úthreinsunar helgi og er meiningin að koma öllum eiturefnum líkamans út og efla orkuna í kroppnum. Svo er að sjá hvort þetta tekst. því það er bæði til súkkulaði coke og annað sætmeti í skápunum. Guðrún á mjög erfitt með að ekki fá sér coke og ég er í vandræðum með að láta súkkulaðið vera. En við stiðjum hvor aðra og ætlum að standast þetta. hvað við gerum svo í framhaldi af þessu verðu bara að koma í ljós. Við tökum einn dag í einum. En það er ekki meiningin að skera allt sætt og feitt niður bara að setja meira af hinu inn í matseðilin.

Ég er búinn að vera með helling af drasli sem átti að kast en þeir sem áttu að koma og taka þetta voru svo störfum hlaðnir að þeir gátu ekki komið þegar ég óskaði eftir og frá því ég hringdi first og þangað til þeir komu liuðu tveir mánuðir. Og á meðan hafði ég tvo ískápa í eldhúsinu sem er ekkert of stórt. Gamla þvottvélin var inn í stofu á miðju gólfi o.s.frv. en þetta er sem sagt allt farið núna og nú er danshæft í íbúðinni. Og hafa barna börnin notið sín með svona mikið pláss. (og við hin líka)

Annars er allt gott að frétta af okkur öllum.

 


hitt og þetta

jæja loksins gef ég mér tíma til að skrifa örlítið. það er ýmislegt búið að ganga á frá því síðast þegar ég skrifaði. Ég er vonandi búinn að laga bloggsíðuna mín á þann veg að þið sem eruð fastagestir hérna getið farið inn án þess að nota lykilorð.

hápunkturinn á síðustu dögum var þegar Ármann kom í heimsókn við skoðum húsbílasýningu og keyrðum þvers og kruss um Nittedalen. Já já og eins og venjulega þegar ég er í bíl keyrðum við hverja vitleysuna á fæti annarri villtumst og allt eftir því, en það var allt með ráðum gert til að sjá meira af landinu. (var það ekki Ármann).

Nú og ekki á Gunnar minn alveg að komast óbarinn með þennan bíl sinn, einn daginn hljóp dádýr fyrir bílinn en hvorki fólk, dýr né bíll fékk skaða af. En svo keyrði hann á umferðareyju og hann slapp en bíllin var mikið skemmdur, og er á verkstæði. Hann fékk bílaleigu bíl en hafði ekki haft hann nema tvo daga þegar keyrt var aftan á hann. Nú vonuðum við að allt væri búið en nei þá fékk hann bréf frá suzzuki um að þeir væru að innkalla alla bíla af hans gerð til að skipta um eitthvað í gírkassa sem hefur reynst gallað. En þetta er nú bara bíllin hann hefur sloppið í öll skiptin og það er fyrir mestu.

Ég er á leiðinni á námskeið núna og verð allan daginn á því þetta er námskeið um hvernig maður skrásetur hegðun barna og fullorðina til að geta fegið sem besta ummönnun, afköst o.s.fv. út úr hverjum einstaklingi. (þetta hljómar einhvað asnalega).

Bið að heilsa ykkur öllum og hafið það sem allra best . 


its a live

jæja nú er komið að því að skrifa smá. Nýi bíllin hans Gunna er frábær og er Gunni komin með algera bíladellu. Nokkra klukkutíma akstur er ekkert í hans augum, hann er tæpan klukkutíma í vinnuna og finnst það ekkert langt. Ég myndi ekki nenna því. Ég fékk fyrir mestu náð að prufa hann einu sinni þegar ég skutlaði Guðrúnu heim en þá var hann í miðju spjalli við tíu persónur og mikið hlegið og talað upphátt eins og hans er von og vísa. Já hann situr ekki hljóður þegar hann er í tölvunni nei og nei. Fingurnir eru svo hraðvirkir á lyklaborðinu að hann hægri oft á sér með að segja það sem hann skrifar svo úr því verði eitthvað leshæft. Hann er mjög fljótur að tikka á þetta lyklaborð það sem hann er að hugsa en svo á hann erfiðara með að tikka það sem hann les af blaði. Sennilega bara óvani.

Rakel og Róbert eru nú byrjuð á fullu eftir fríið í Grunnskóla og leikskóla. Róbert er á deildinni minni og alger engill. Ég var fyrst hrædd um að hann myndi hanga mikið í mér en hann er svo upptekin við að leika sér og taka þátt í því sem er um að vera að hann hefur ekkert tíma fyrir svoleiðis.

Þau voru hérna um síðustu helgi, léku sér mikið úti enda þekkja þau hvert einasta barn í nágrenninu og er mikið fjör.

Ég er að hugsa um að setja lykilorð á bloggið mitt svo að þeir sem ekki eiga erindi á síðuna mína hafi aðgang að henni. þá á ég við perra sem taka myndir af börnunum og setja þær á síður sem ég kæri mig ekkert um. ég kem til að senda ykkur bloggvinir mínir aðgangsorð.

Ég kem til að halda áfram að skrifa á blogginu þó svo það verði langt á milli. Ég hef nú ekki mikið úthald ennþá eftir vinnu svo ég mun nota aðra eða þriðju hverja helgi til þess.

 

 


ditten og datten

Nú er Gunnar búin að kaupa sér bíl það gekk nú ekki átakalaust fyrir sér. Við fórum að skoða bíla í Suzuki umboðinu og sáum einn sem okkur leist vel á. hann kostaði 189þ og var bara keyrður tæp 60 þúsund km. árgerð 2004. Okkur var sagt að við þyrftum ekkert að borga út og gætum fengið bílinn eftir viku. Á mánudaginn var svo hringt í okkur og sagt þar sem við erum ekki norskir ríkisborgar vill bankinn sem lánar bílalánið að við borgum 25þ í útborgun sem trygging fyrir því að við stingum ekki af með bílinn og borgum aldrei krónu. Gunnar sótti um lán í bankanum sínum og fékk það. Svo þetta blessaðist allt að lokum og fékk hann bílinn í morgun og hefur ekki stoppað síðan. Við keyrðum að vinnustaðnum hans sem er um 64 km frá heimili okkar. Það var ekkert verið að stoppa þar enda komi meir en hálfa leið til Svíþjóðar svo við héldum áfram og fórum í verslunarleiðangur að landamærunum í svínasundi og versluðum helling af kjötvörum. Og ekki vorum við fyrr komin heim þegar hann er rokin út aftur og farinn í gocart.

annars er allt gott að frétta og ég að verða hressari með hverjum degi. þarf ekki að leggja mig á hverjum degi eftir vinnu.


Ekki dauð bara löt

jæja nú ætla ég að reyna að skrifa einhvað enda komin tími til. Eftir veru mína á Íslandi mælir maður allt sem maður gegnur í skrefum. Hér koma nokkur mæli dæmi:

Frá húsi og niður að skíli 1850 skref

Frá Guðrúnu og út í búð 12oo skref

Frá húsi og út að svokölluðu músentri 7600 skref

Frá stoppistöðinni sem ég fer úr þegar ég fer í vinnuna og niður að vinnu eru svo 1780 skref. svo ég geng nú bara nokkuð þegar ég fer í vinnuna og heim aftur eða samtals 7260. Svo ef áætlað sé að maður gangi um 10000 skref á dag þá fer ég nú langt yfir það með því sem ég geng í vinnunni. þá get ég bara verið í leti eftir vinnu og haft það gott.

Talandi um að hafa ekkert að skrifa um og þá kemur þessi vitleysa upp til að skrifa eitthvað.

Guðrún og co eru á leiðinni og ætla að vera yfir helgina kanski maður fari í froskaleit.

Annar er allt gott að frétta og öllum líður vel.Sideways

 


taka tvö

ég var búinn að skrifa helling hénra en nenni ekki að skrifa það allt aftur. En langar til að óska bræðrum mínum til hamingju með barnabörnin sín en það var verið að skíra hjá þeim í gær Día þeirra Steina og Gústu var að skíra Daníel Magna og Villi þeirra  Ármans  og Röggu voru að skíra Ísak Mána. Ég vona að ég fari rétt með nöfnin. Til hamingju öll sömul.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband