Á skólabekk enn og aftur

 

 Jæja nú er ég sest á skólabekk enn einu sinni og er að taka nokkuð sem heitir IKT í háskólanum í Stavanger. þetta er tekið í gegn um internetið að miklu leiti en ég þarf að fara til Stavanger þrisvar til fjórum sinnum á önn. Þetta tekur þrjár annir þegar maður tekur þetta á þennan máta. Leikskólinn borgar skóagjöld og bækur. IKT er skammstöfun af  informasjons- og kommunikasjonsteknologi (þetta kalla þeir norsku). Það sem ég kem til með að læra þarna er notkun á tölvu og öðrum digital búnaði. Einnig atferlisskráningar af börnum með þessari tækni og að nota þennan búnað saman með börnum. Svo held ég áfram að læra norskuna hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri og tek NOK 203, sem er framhald af þeim áföngum sem ég hef verið að taka. Í þessum áfanga er bara farið dýpra í málfræðina og setnings uppbyggingu. (sem ég ætti kannski að læra á íslensku fyrst.....hum ....).  

 


Ísbjarnar blues

Þessa mynd tókum við í Sea world Róbert syngur inn með í lokin.

Ég er búinn að setja inn fullt af myndum frá Ástralíuferðinni


myndir af giftingunni

Stoltur bróðir að leiða systur sína upp að altarinu

jæja loksins er ég búinn að hlaða inn nokkrum myndum frá Ástralíuferðinni. þetta tekur svo langan tíma svo brúðkaupsmyndirnar koma fyrst. Myndirnar eru í albúmi Ástralía 2008.

Myndirnar tal sinu máli svo ég ætla ekki að skrifa meira núna enda búinn að vera 4 tíma að hlaða niður þessum myndum.


Hungrað barn

Rakel María hafði verið úti alla daginn, og að í strandferð með vinkonu sinni. Hún kom ekki heim fyrr en 18:30 og var orðin mjög svöng.


mai skírsla

jæja þá er komið að því að gefa skírslu fyrir maí mánuð. Nú er eldavélin mín lögst til hinstu hvílu og gerði það með miklum hvelli. Ég var í sakleysi mínu að elda mat, að maður skuli taka upp á annarri eins vitleysu og það. Ég var að hita brauð i ofninum og hitt og þetta á hellunum. þegar ég tóka brauðin út úr ofninum sprakk í bókstaflegri merkingu glerið í ofnhurðinni, og glerið splundraðist út um allt gólf í smá pínu litlum bitum. Ég æpti náttúrulega upp yfir mig og gat varla hreift mig fyrir glerbrotum. þá gall í Gunnari inn úr stofu "hvað gats þú gert núna af þér KERLING". Hann var nú ekkert að athuga hvað þessi kerling væri að baksa, fyrr en hann heyrði mig bölva og ragna á öllum hugsanlegum tungumálum. þá kom þessi elska fram og leit yfir eldhúsið og sagði " hvernig fórstu að þessu snilldar framkvæmdum" &&#$#!!#$&//  já já þannig var nú það. þetta var nú bara þrifið og haldið áfram með eldamennskuna. Næst þegar ég ætlaði að nota eldavélina gekk það mjög vel í byrjun, en svo far ég farin að grun að hún væri alveg að deyja. því þegar ég var næstum búinn að elda matinn hætti suðan i pottunum og hún smá saman sofnaði. Svo hún fer á haugana við fyrsta tækifæri. Guðrún á annað gamalt hró sem hún notar ekki og ég get fengið, svo ég slepp að fjárfesta í nýrri í bili.

Annars en nú allt gott að frétta hérna Norski þjóðhátíðardagurinn nýafstaðin í rigningu, sól og hagli, eins og vera ber. Afmæli Rógerts yfirstaðið með pomp og prakt og miklu fjöri. Og ég farin að geta misþyrmt tónlistinni miklu lengur í einu á píanóinu.

 

 


April skýrslan

Það er komið svo langt fram yfir páska að ég verð nú að skrifa eitthvað þó svo það séu bara nokkrar setningar. Ég er að fara í norskupróf þann 9. maí, og tek ég það í skólanum hennar Rakelar. Ég hef verið í fjarnámi frá VMA, og ætla að halda því áfram þangað til ég næ almennilegum tökkum á norskunni.

Næsta vetur verður nýútskrifaður leikskólakennari með mér á deildinni en hún hefur verið í Gana í Afríku í æfingarkennslu síðastliðna 3 mánuði. Hún hefur unnið á leikskólanum mínum með náminu svo ég þekki hana a vel. Hún sagði að það hefði verið sjokk að koma til Gana. þetta átti að vera ríki hlutinn af Gana og það var ekkert til af neinu hvorki bækur leikföng eða húsgögn. Nema í svo takmörkuðu magni að það tók því varla að nefna það. Þarna voru börn öguð með því á slá þau. Tveggja ára börn áttu að sitja kyrr í samverustundum, annars væru þau slegin með priki. Það var algengt að kennarar komu seint eða bara als ekki og þótti það bara eðlilegt. Tíma leysi fólks var álíka mikið og tíma sprengjan hjá okkur. Við öndum í takt við klukkuna en þau anda í takt við lífið. Ef hún og vinkona hennar sem var þarna með henni ætluðu að gera eitthvað saman með kennurum á ákveðnum tíma þá tóku þær skírt fram að það ætti að vera samkvæmt Norskri tíma mætingu ekki Gana meybe time. Það verður spennandi að vita hvað hún kemur með af Gana ævintýrinum til okkar.

Þetta er nú orðið nokkuð gott í dag   

 


Gleðilega Páska

 

Norsk og dansk: «God påske!»
svensk: «Glad påsk!»
islandsk: «Gleðilega páska!»
engelsk: «Happy Easter!»
tysk: «Fröhliche Ostern!»
fransk: «Joyeuses Pâques!»
spansk: «Feliz Pascua!»
portugisisk: «Boa Páscoa!»


mars 08

Nú er langt síðan ég hef skrifað. Ég hef verið svo mikið að hjálpa Guðrúnu þar sem hún hefur verið inn og út af sjúkrahúsi, en núna er aðeins að róast enda er ég kominn i Páskafrí og Guðrún að hressast smátt og smátt. Hún er með svokallaðan chrohns sjúkdóm sem uppgötvaðist núna en hún hefur verið með þetta frá því að hún var barn en alltaf talið stress. Hún varð mjög veik og send á sjúkrahús með það sama og hefur verið þar meira og minna síðasta mánuð. Þið getið lesið um þennan sjúkdóm á þessari netsíðu.

http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&Itemid=40&id_grein=407

Ég skrifa meira seinna og bið að heilsa ykkur öllum.


Februar

ToungeW00tSleeping......jamm nú er kominn febrúar eins og þið kannski vitið og afmælishrinan á norðurðurlandi og suðurlandi í uppsveiflu. Ég óska ykkur öllum til hamingju med dagan sem er nýafstanir og dagana sem eru á næsta leiti.

Ástralíuferðin nálgast óðum og er allt á fullu við undirbúning ferðarinnar i fjórum löndum. Meira hvað við dreifum okkur um allar jarðir.

Hérna gengur allt sinn vana gang, vinna, éta sofa. Nei annars ég er búin að leiga mér píanó. W00t Maður hættir aldrei þessari vitleysu að þykjast geta spilað á þetta hljóðfæri. Ég er svo riðguð núna að einföldustu barna lög eru erfið. Ég get nú ekki setið lengi í einu við píanóið, og hvað haldið þið að orsaki það. jú jú bakið, ég sem hélt að ég gæti setið á svona bekk með beint bakið í allavega einn tíma. Nei ég má víst vera þolinmóð og æfa mig í að sitja svona. já já klag klag klag og aftur klag, og svo nöldur. Whistling

Ég fer tvisvar í viku og lyfti lóðum ásamt öðrum dúllu æfingum. Þetta er tilboð sem vinnan bíður uppá, á vinnustað og er það ókeypis. Svo það er um að gera að nýta það. Sumar dúlluæfingarnar eru of miklar dúllur fyrir mig svo ég geri minni krefjandi dúlluæfingar í staðin, en bæti við mig eftir því sem mér finnst ég geta.

Annars er ekkert að frétta meira. Allir frískir og fjörugir. Cool

 

 


15 jan

ég var víst allt of fljót að hrósa allri þessari nýung með netið hjá mér. Ég er svo fiktin eins og margir vita um mig og tölvur er eitt af uppáhalds fikt fíkn minni. Ég var búinn að fikta svo mikið að ég vor kominn í hnút og ekkert gekk með að koma netinu í samband aftur. Og að einhverjum orsökum er síminn ekki í lagi í augnablikinu. En ég hélt bara áfram að fikta, eins og mín er von og vísa þangað til ég rambaði á rétta fiktið og fékk þetta allt í lag aftur. Þetta tók tvo daga en það tókst. Meira var það nú ekki í bili en betra litið en ekkert Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband