Er hægt að taka mynd af táfílu?

Jæja hvað segið þið um það, er það hægt? Ég fékk þessa spurningu þegar ég var að sína fjögurra ára börnum hvernig maður fer með myndavél og við vorum einnig að ræða um hvað við gætum tekið mynd af. Krakkarnir fá oft að vera með myndavélina og taka mynd af því sem þau vilja. Eftir á tölum við svo um hvað þau voru að tak myndir af. Þá kom oft upp skemmtileg augnablik og fyndnar athugasemdir frá þeim.

það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa hér. Ég var að ljúka við ritgerð um hvernig leikskólabörn og starfmenn gætu notað stafrænar frásagnir i leikskólanum. Inn í það fléttast ótrúlega margt, allt frá einfaldri mynd sem er prentuð út og hengd á vegg, og til kvikmyndar og eða animasjon mynd sem hægt er að sýna í samverustund og á foreldrafundum, og eða bara til að hafa gaman af á myndaskermi.

Næsta verk er svo að halda kynningu fyrir stafsmenn leikskólans, i hvernig hægt er að nota myndbandsvél til að skrásetja og til skemmtunar í starfi leikskólans. Ekki síst hvernig á að vinna úr myndunum og nota þær. þetta er einnig lokaverkefnið mitt i skólanum og á ég að skila því í desember. Þetta tekur mikinn tíma sérstaklega þar sem ég læt allar deildir hafa verkefni sem þær eiga að skila af sér fyrir ákveðin tíma og ég þarf að lesa úr þeim og taka viðtal við þá aðila sem framkvæma verkefnin.

Með þessu er svo foreldrafundir með myndasýningu, sumarhátíð, foreldrasamtöl, o.sfr.

jæja en þetta er bara svo gaman og ef maður skipuleggur sig vel og deilir verkefnum til annarra þá gengur þetta fínt. Wink

En svo að sjónvarpsmálum. Ég fór að skoða sjónvörp í gær og sjónvarp sem ég vil kosta 18000 norskar. En sennileg verður niðurstaðan að ég kaupi eitt á 8000 kr. norskar. (kannnnnnnnski)

þetta er nú orðið nokkuð gott i bili.........er það ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hljómar áhugavert með myndirnar og verkefnin þín. Gangi þér vel með sjónvarpskauin. Ég veit ekki hvers vegna ég fæ enga kosti á að senda tilfinningatákn með né að nota púkann.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2009 kl. 14:50

2 identicon

oooh bara ROSA busy!

knús mútta og gangi þér vel!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband