mai skírsla

jæja þá er komið að því að gefa skírslu fyrir maí mánuð. Nú er eldavélin mín lögst til hinstu hvílu og gerði það með miklum hvelli. Ég var í sakleysi mínu að elda mat, að maður skuli taka upp á annarri eins vitleysu og það. Ég var að hita brauð i ofninum og hitt og þetta á hellunum. þegar ég tóka brauðin út úr ofninum sprakk í bókstaflegri merkingu glerið í ofnhurðinni, og glerið splundraðist út um allt gólf í smá pínu litlum bitum. Ég æpti náttúrulega upp yfir mig og gat varla hreift mig fyrir glerbrotum. þá gall í Gunnari inn úr stofu "hvað gats þú gert núna af þér KERLING". Hann var nú ekkert að athuga hvað þessi kerling væri að baksa, fyrr en hann heyrði mig bölva og ragna á öllum hugsanlegum tungumálum. þá kom þessi elska fram og leit yfir eldhúsið og sagði " hvernig fórstu að þessu snilldar framkvæmdum" &&#$#!!#$&//  já já þannig var nú það. þetta var nú bara þrifið og haldið áfram með eldamennskuna. Næst þegar ég ætlaði að nota eldavélina gekk það mjög vel í byrjun, en svo far ég farin að grun að hún væri alveg að deyja. því þegar ég var næstum búinn að elda matinn hætti suðan i pottunum og hún smá saman sofnaði. Svo hún fer á haugana við fyrsta tækifæri. Guðrún á annað gamalt hró sem hún notar ekki og ég get fengið, svo ég slepp að fjárfesta í nýrri í bili.

Annars en nú allt gott að frétta hérna Norski þjóðhátíðardagurinn nýafstaðin í rigningu, sól og hagli, eins og vera ber. Afmæli Rógerts yfirstaðið með pomp og prakt og miklu fjöri. Og ég farin að geta misþyrmt tónlistinni miklu lengur í einu á píanóinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært, farin að misþyrma tónlistinni. Ekki trúi ég að það sé misþyrming. En þessar eldavélar. Hversvegna endast þær ekki lengur.? Mömmu vél var í Langagerði allan tíman. Gaman hefði verið að fá hana sem safngrip. Mín Rafha vél hér dugar enn. Mömmu var líka Rafa með fareneheit mælikvaða.

Þessir strákar. segðu Gunna frá að þeir eigi að gæta betur að mömmunum. Þær eru mikilvægar.

Og Þjóðhátiðardagar. Kunna Norðmenn og Íslendingar að velja þá?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.5.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Ja flest tekst þér systa mín ,en á sá sem þú leigir hjá ekki að útvega þér nýja vél,eða hvað.Ja hérna .

´Nú hefur mafíufjölskildann eignast nýan meðlim ,hann Benni litili er orðinn pabbi og Ármann afi ,hvernig ´fer ég að með þessi systkini mín öll orðin afar og amma .,hihi það er sko langt í land hjá mér  hahhhhahhhhahhhh. gamla liðið....    

















Laugheiður Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 17:56

3 identicon

oh mútta mín þú meiddir þig ekki??    ohh knús!!!   skamm eldavél!!   jæja vonandi virkar hin betur og lengur.

KNÚS og skamm til Gunna líka hehe

ok bæ 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 06:27

4 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Ja hérna kona góð. Þetta minnir mig óneytanlega á Sigló árin. En passaðu þig. Vildi vera hjá þér í tónlistarmisþyrmingunni .

Kristín Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

flott þessi mánaðarblogg hjá þér systa kannski ætti maður að taka þetta upp

Laugheiður Gunnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband