its a live

jæja nú er komið að því að skrifa smá. Nýi bíllin hans Gunna er frábær og er Gunni komin með algera bíladellu. Nokkra klukkutíma akstur er ekkert í hans augum, hann er tæpan klukkutíma í vinnuna og finnst það ekkert langt. Ég myndi ekki nenna því. Ég fékk fyrir mestu náð að prufa hann einu sinni þegar ég skutlaði Guðrúnu heim en þá var hann í miðju spjalli við tíu persónur og mikið hlegið og talað upphátt eins og hans er von og vísa. Já hann situr ekki hljóður þegar hann er í tölvunni nei og nei. Fingurnir eru svo hraðvirkir á lyklaborðinu að hann hægri oft á sér með að segja það sem hann skrifar svo úr því verði eitthvað leshæft. Hann er mjög fljótur að tikka á þetta lyklaborð það sem hann er að hugsa en svo á hann erfiðara með að tikka það sem hann les af blaði. Sennilega bara óvani.

Rakel og Róbert eru nú byrjuð á fullu eftir fríið í Grunnskóla og leikskóla. Róbert er á deildinni minni og alger engill. Ég var fyrst hrædd um að hann myndi hanga mikið í mér en hann er svo upptekin við að leika sér og taka þátt í því sem er um að vera að hann hefur ekkert tíma fyrir svoleiðis.

Þau voru hérna um síðustu helgi, léku sér mikið úti enda þekkja þau hvert einasta barn í nágrenninu og er mikið fjör.

Ég er að hugsa um að setja lykilorð á bloggið mitt svo að þeir sem ekki eiga erindi á síðuna mína hafi aðgang að henni. þá á ég við perra sem taka myndir af börnunum og setja þær á síður sem ég kæri mig ekkert um. ég kem til að senda ykkur bloggvinir mínir aðgangsorð.

Ég kem til að halda áfram að skrifa á blogginu þó svo það verði langt á milli. Ég hef nú ekki mikið úthald ennþá eftir vinnu svo ég mun nota aðra eða þriðju hverja helgi til þess.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Ég var ekki að fatta neitt þegar ég fékk e-mail frá þér. Svo tékkaði ég á þessu og jú jú daman komin með lykilorð. Flott hjá þér. Nú ætla ég að gera það sama   

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 06:39

2 identicon

hmmm þegar ég klikkaði á síðuna hjá þér þá þurfti ég ekkert að setja lyklorðið þitt inn...

anyway!

frábært með bílinn hans Gunnsa!  hann hefur heldur ekkert breyst hehehe

knús til ykkar!

xx

k

ps: ertu búin að fara ? (u know what I mean hehe!!)

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 08:41

3 Smámynd: Kolla

Sniðugt hjá þér að setja lykilorð á síðuna. Gangi þér vel í vinnunni.

Frábært að Gunnar sé svona ánægður með nýja bílinn

Bestu kveðjur  frá

Stavanger 

Kolla, 25.8.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

er lykilorðið ekki komið ég þurfti ekki að setja neitt lykilorð .knús og kossar

Laugheiður Gunnarsdóttir, 25.8.2007 kl. 20:18

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bestu kveðjur frá mér frænka.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2007 kl. 13:17

6 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Hæ frænka, ég komst inn þegar ég fattaði að það var á í leyniorðinu.  Bara að kvitta xxx

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 21:26

7 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

lykilorð hvað er það ekki þarf ég lykilorð á þessa síðu hihihihihi nú mátt þú fara að skrifa smá ,fyrst ég er byrjuð aftur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.9.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband