skyrhræringur

já, mikil umræða var um ,,skyrhræring" við matborði hjá okkur í kvöld. Pabbi sagið að allt sem hrært er með skyri væri skyrhræringur. Mamma var nú ekki á því, hún sagið ,, skyrhræringur er bara skyr og hafragrautur hrærður saman". Jú ég var sammála báðum og rökstuddi það. Gamla orðið skyrhræringur var og er skyr og hafragrautur hrærður saman. En það er í raun ekki hægt að neita því að allt sem hrært er saman við skyr er einnig nokkurskonar skyrhræringur líka. Hvað finnst ykkur? (ég veit ég hafði ekkert að skrifa um svo þetta varð valið. Þó svo það væri ekki mánudagur)


Enn er komin mánudagur

þetta er alveg ótrúlegt enn er kominn mánudagur og margt hefur gerst síðan síðasta mánudag.

Bræður mínir og konur þeirra +Þórunn hafa komið hérna við og heimsótt okkur. Ragga kona Ármanns pantaði miða á sýningu Ladda og bíður mér með en sú sýning er 28 júní.

Það er búið að fara á norðurlandið pína þar systur mína og fjölskyldu. Ásamt að hitta gamla skólafélaga og sumaklúppsgellur. Það er alltaf gaman að hitta gamla félaga og naut ég þess að spjalla við þær. Einnig fórum við á rúntinn um eyjafjarðarsveit skoðuðum þar Smámunarsafnið. Það er réttnefnt smámunasafn, þar getur maður fundið allt frá minnsta saum til stærsta nagla. Tölur hakkavélar, hurðarhúna o.s.frv. ótrúlegt safn af hlutum sem maður taldi ekki safngripi þegar maður umgengst þetta en gaman að sjá aftur og vel haldið til á þessu stórkostlega safni.

Á 17 júní var farið í miðbæ Reykjavíkur og skoðaða mannlífið og síðan rúntað og skoðað í Hafnarfyrði alla byggingarframkvæmdirnar í hrauninu og víða.

Í dag heimsótti ég svo gamla æskuvinkonu mína en hún býr í Garðabæ í mjög fallegri íbúð við sjóinn. Ég hef ekki séð hana í mörg ár og var virkilega gaman að hitta hana aftur og spjalla við hana um heima og geyma hún er alltaf svo hress og höfum við brallað margt saman hér áður fyrr. Einnig hitti ég foreldra hennar sem komu við á meðan ég var þarna.

Jórunni hitti ég áður en hún hélt af stað til útlanda og er einnig töluvert langt síðan ég hef séð hana.

Eftir að ég byrjaði að blogga hef ég verið miklu duglegri að hafa samband við fólk og það að hafa samband við mig. Það er eins og það opnaði augu og eyru mans fyrir því góða fólki sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni og lagar að hafa samband við áfram. Nú er bara að vita hvað ég verð dugleg að halda þessu áfram.

Ég skrifa sennilega aftur á næsta mánudag en þá ætlar Guðrún að koma til landsins.


Mánud. kominn og þriðjudagur líka

Jæja góðir hálsar nú er kominn tími til að upplýsa ykkur um leindarmálið mikla.

Ég er nú flutt á bóndabæ, þar sem eru um 80 mjólkandi kýr, 300 sauðir, 12 grísir, 18 geitur, 200 hænsn, 5 eiginkonur og einn eiginmaður. Ég giftist nefnilega mormóna sem átti fjórar konur fyrir og 16 börn + 6 barnabörn og búum við þarna öll í þremur húsum. Á mánudagsmorgun fórum við í brúðkaupsferð millilentum á Íslandi og erum nú stödd á grænlandi, næst förum við saman til Englands þaðan til Singapore, síðan til Brisbann i Ástralíu.

eitthvað er satt og annað bogið

sýnist mér

eitthvað krítað og öðru logið

hvað finnst þér.

 


veikindarfrávera

Margar hugmyndir hafa komið upp um hvað sé að gerast hjá mér og eru hérna nokkrar þeirra. Gifta mig, koma til Íslands, kaupa bíl, kaupa íbúð, fara í heimsreisu, taka einn nakinn súludans á bar einum. já já komið bara með fleiri hugmyndir og aldrei að vita nema að það verði verlaun í boði.

Annars ætla ég að tala um veikindafrí kerfið hérna í Noregi. Loksins eru norsk stjórnvöld á átta sig á því að kerfið eins og það er gengur ekki upp því fólk fær uppáskrifað hjá lækni að það sé óvinnufært undir næstum hvaða kringumstæðum sem er. Ef norðmenn verða þreyttir á vinnunni fá þeir viku uppáskrifaða hjá lækni um að þeir séu veikir. Heitir þetta "sykmelding" og er alveg að fara með atvinnurekendur vegna ofnotkunar og ef læknar vilja ekki skrifa fleiri "sykmeldinger" þá skiptir fólk bara um lækni. Núna er þetta orðið svo eða frá 1 mars, að ef ekki er hakað við að þetta sé smitandi sjúkdómur, bæklun af þeim toga að fólk ekki er í raun fært um að hreyfa sig og vinna. þá geta atvinnurekendur farið fram á að viðkomandi sé í vinnu þó svo hann sé "sykmeldur" en vinnan hans/hennar verður minnkuð og mestu álagspunktarnir teknir af. Fólk á rétt á 24 veikindadögum og er meiningin að það noti þá ef það treystir sér ekki í vinnu. En ef það er veikt meir en 3 daga þarf það vottorð frá lækni um að það hafi verið veikt. Ég vona að þetta kerfi komi til að virka betur því veikingarfrávera er gífurlega há hérna í Noregi og oft er það erfitt fyrir fólk sem er oft frá vinnu að koma í vinnu aftur það missir alla tengingu við vinnustaðin og vinnufélaga og einangrast.

Ég hef verið "sykmeld" meira og minna í eitt og hálft ár. Og ég var mest hrædd um að það yrði erfitt að koma í vinnu aftur. En ég hef reynt að koma oft á vinnustaðinn heilsa upp á alla og leifa fólki að fylgjast mé hvernig gengur og ég að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim. Svo hefur stýran sent mér e póst um það sem er að gerast. Einnig hef ég verið með á fundum sem fjalla um undirbúning að næsta skóla ári. þannig að sá kvíði sem þjáir marga sem eru lengi frá vinnu hrjáir mig ekki og hlakkar mig reyndar mjög til að byrja að vinna aftur.


uppnám á íslandi

iceland_lgMikið uppnám varð á íslandi vegna tíðinda fyrri bloggs hjá mér um að mikil tíðindi væru í aðsigi hjá mér. Allt verður samt gert í kyrrþey og engin fær að vita neitt fyrr en allt er afstaðið. Og þíðir ekkert að hringja í mig eða mína því meira að segja þeir sem næstir eru vita lítið. Allt er vel undirbúið og búið að vera í nokkurn tíma í undirbúningi. Mikið er nú gaman að pína ykkur svona elskurnar mínar allar. Á mánudaginn verur þetta afstaðið og þá fáið þið að vita hvað er um að vera. Er ekki gaman að eiga von á fréttum? Og vita ekkert um hvað fréttin er nema að því leiti að hún er um mig og ......... já já ég ætla ekkert að tala af mér. Wink Vonandi haldið þið nú ró ykkar og verðið þolinmóð. því þolinmæði þrautir vinnur allar, ekki satt.

 


brrrrrrrrrrrrrrr

Ég held bara að ég sé flutt til íslands aftur, það er skítakuldi hérna rigning og rok. þeir i aftenposten segja að það sé um 20gráður í Osló, ég held að sá mælir hljóti að standa undir kerti eða einhverju álíka. En annar nei ég flyt ekki á næstunni þangað þó svo það sé besta land í heimi. Hérna er lítið að frétta allt gengur sinn vana gang Guðrún og co voru hérna um helgina og að venju var Róbert með munnræpu en amma er svo leiðinleg og þvingar þau til að tala íslensku en það gengur ekki alltaf þar sem frá miklu þarf að segja á sem skemmsta tíma og þá er norskan þjálli í notkun en amma gafst samt ekki upp og lét þau allavega nota eins oft íslenskuna og hægt var og þegar þau strönduðu og vantaði orð þá hjálpaði nú kerlingin til. En þau tala norsku allan daginn í skóla og leikskóla svo við öðru er ekki að búast en ef maður gerir ekkert í þessu núna verður erfiðara fyrir þau seinna meir að tala ísl.

Bráðum ..........ekki strax ...............mun ég ljóstra upp hernaðar leyndarmáli hérna á netinu ......dut uruduum  ha ha ...........já já elskurnar mínar þetta verður í fréttum í næstu viku á blogginu svo það þíðir ekkert að hringja og spyrja. Heiða systir var orðin leið á broskarlinum mínum og hringdi til að skamma mig fyrir að skrifa ekkert á bloggið. Hún skrifar heilu doktorsritgerðirnar á nokkrum sek.  meðan ég skrifa barnaskólastíl einu sinni í viku. Tounge 


smile

Send this free eCard
Send this eCard !

letin alveg að fara með mig

Já það er hægt að segja að letin sé alveg að fara með mig allavega hérna á blogginu ég hefði átt að kvarta meir yfir því að lítið væri skrifað hjá öðrum. Það var bara eins og hleypt væri úr lóni það fossar svoleiðis af ykkur að maður hefur ekki undan að lesa og skrifa athugasemdir. Eftir allan þennan lestu þurfti ég nú bara að leggja mig en er nú kominn aftur og reyni að skrifa eitthvað. Ég fór til sjúkraþjálfans í gær og þar lyfti ég um 1100kg. samanlagt sem er víst ekkert voða mikið segja þeir sem æfa mikið en ég gekk einnig 8 km. og var nokkuð hreykin af sjálfri mér, að vísu gekk ég ekki allt þetta hjá honum en ég gekk heiman að frá og til sjúkró. og síðan 1km. hjá honum og síðan þvers og kruss um byggðina og kom við hjá Guðrúnu en tók síðan strætó heim. þegar heim kom lagðist ég fyrir og lá rotuð í tvo tíma. Jæja læt þetta nú nægja í bili enda enn að jafna mig eftir allan lesturinn á blogginu og æfingarnar. Smile

Það er auðséð

að það er kominn sumarfílingur í ykkur á fróni. Þar sem lítið er skrifað á blogginu þessa dagana. Allir auðvitað úti í sólinni að njóta veðurblíðunnar. Er það ekki annars eða bara ekkert að segja. það gerist nú svo sem að manni finnst að það sé ekkert að segja frá en einhvernvegin þegar maður byrjar þá líður ekki á löngu þangað til maður er kominn vel niður eina síðu. Rakel er nýbyrjuð á að æfa fótbolta og verður gaman að fylgjast með hvað hún endist í þessu því hún hefur aldrei fundist fótbolti skemmtilegur. En það er allt annað að taka þátt en bara að horfa. Svo það er aldrei að vita nema að hún endist í þessu. Bekkjasystir hennar fékk hana með og sækir pabbi hennar Rakel á æfingar og keyrir henni heim á eftir. Rakel er mjög snögg að svara þegar eitthvað gerist og einn dag sem oftar gerðist eitthvað fyndið og hún hló og hló. Alltaf þegar hún dró að sér andann heyrðust mjög sérstök hljóð í henni og mamma hennar sagði við hana ,, þú ert nú bara eins og svín" við þessi orð hló hún enn meira og sagði ,,hvað ert þú þá, þú bjóst mig til". Guðrún og börnin ætla að fara í skrúðgöngu á morgun og verður kaffi í skólanum sem foreldrar halda. En á föstudaginn ætlar Rakel að koma til mín og gista yfir helgina en Róbert ætlar að halda afmælisveislu fyrir strákana á deildinni sinni á laugardaginn. Svo það er mikið fjör framundan.

Afmæli

HeartNú er hún Tóta pík orðinn 18 ár, til hamingju með daginn Þórunn Helga mín og til hamingju með íbúðina þína lík. Hún er nefnilega orðin íbúðareigandi líka. Að vísu er svolítið síðan en betra seint en aldrei að óska fólki til hamingju. Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband