12.5.2007 | 15:01
Róbert 5 ára
Ég fékk ekki tíma til að skrifa um afmælis strákinn minn sem varð fimm ára í gær. Hann er búinn að vera svo spenntur alla vikuna að hann hefur ekki geta sofi. Loksins rann upp afmælisdagurinn og vaknaði hann eldsnemma, rauk inn til mömmu sinnar, vakta hana mjög harkalega og sagði. ,, Mamma, mamma þú gleymdir að syngja afmælissönginn fyrir mig". Guðrún var hálfringluð og illa vöknuð eftir djúpan svefn langt inn í draumalandi, gat hvorki talað hvað þá sungið í þó nokkra stund. En svo fékk hann sinn afmælissöng og gjöfina frá mömmu sinni og pabba og systur sinni. Hann hafði frí í leikskólanum þennan dag og ætluðu foreldrar hans að fara með honum í bíó og að borða. Einnig voru keyptar gjafir fyrir peninginn sem hann fékk frá langömmu og langafa. Þegar hann var búinn að velja hvað keypt yrði sem auðvitað var Turtles þar sem hann er með algert æði fyrir því. þá vildi minn maður ekkert fara í bíó hvað þá að fara út að borða. Hann vildi bara fara heim og leika sér með nýju leikföngin sín. Mamma hans og pabbi fengu hann þó til að stoppa aðeins og borða með þeim. Eftir að ég og Guðrún höfðum verið hjá sjúkraþjálfanum var svo haldi veisla og fékk hann einn turles karl frá Gunna frænda sínum svo hann á nú tvo ásamt sverði og alskorar fylgihlutum sem keypt var fyrir peninginn frá langömmu og afa. Alla daginn brýndi hann fyrir foreldrum sínum að það væri hann sem réði í dag og hann mætti gera eins og hann vildi því hann ætti afmæli. Hvar hann fékk þessa hugmynd um fyrirkomulag á afmælisdegi vitum við ekki. Hann notaði þetta óspart ef einhver sagði eitthvað sem honum líkaði ekki. Húseigandi hann Olaf hefur svo gaman af honum og segist aldri hafa upplifað annan eins áhuga hjá nokkru barni á verkfærum og skiptir engu máli hvernig verkfærum. Svo hann gaf honum lista með allskonar verkfærum og eina töng. Róbert var hæst ánægur með þessa gjöf.
Ég gaf honum nitendo tölvu sem hann sat fastur í mest alla veisluna. En svo rauk hann allt í einu upp og sagði við mig ,,amma þú gleymdir að gefa mér dóta afmælisgjöf" Þá fannst honum hann ætti einnig að fá eitthvert dót í gjöf líka, tölvan var eitthvað annað í hans augum. Ég átti nú bágt með mig að hlægja ekki en gat nú útskýrt fyrir honum að afmælisgjafir geta verið margt, föt, bækur, o.s.fr. þá kom frá honum ,, OOOOO já það er alveg rétt, ég var búinn að gleyma".
Allir í tölvuleik, Rakel vinkona hennar Tiril og Róbert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 04:22
fékk það óþvegið
Ég gleymdi alveg að segja ykkur frá síðustu ferð minni til sjúkraþjálfans. Hann byrjaði á jákvæðu hlutunum og sagði að ég væri komin miklu lengra á veg en hægt væri að vonast til miðað við þá aðgerð sem ég hafði farið í. Og sagði hann mjög alvarleg ,, Ég er ekki bara að segja þetta til að gera þig ánægða, ég meina það." Ég var náttúruleg voða montinn enda hef ég unnið vel í því og reikt(með einföldu ii) mig bæði í bak og fyrir. (rei ki) Svo fór hann að tala um þennan yndislega jellibolta líkama minn. Og sagði ,,þú hefur mjög góða og sterka vöðvabyggingu sem gerir það að verkum að þú getur ekki farið eftir stöðluðum töflum um kjörþyngd. Þú ættir samkvæmd þeim að vera 54 kg. (já ,já ) en sennileg væri nær lægi að kjörþyngd þín sé s.a. 62kg. Svo ert þú ansi bólgin á fótunum ennþá svo þar er aukaþyngd" Nú hélt ég að hann væri hættur þessu þvaðri en nei ekki aldeilis. það kom stórt ,,EEEEEEEEEEENNNNNNNNNNNNNNN þú ert allt of þung og ef þú gerir ekki alvarlegt átak í því þá kemur þú ekki til að geta unnið fulla vinnu án þess að vera alltaf að drepast í bakinu". Og hana nú, þar fékk ég það og komst fljótt á gólfið eftir allt hrósið á undan. En hef ég ekki verið að blaðra um svokallaðan Pollýönnuleik og nú kom hann að góðum notum. Jú sjáið til, fyrir þetta samtal var markmiðið að ná kjörþyngd það var ekki málið en nú er ekki eins langt í hana. Aðeins tæplega 30 kg. í staðinn fyrir rúmlega 30 kg. Svo með sama hraða og hingað til verður það um það bil þegar ég verð áttræð. O jæja það er víst gott að hafa lagtíma markmið segja einhverjir sem þykjast hafa vit á slíku.
<svona í dag svona um áttrætt>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2007 | 09:54
ein lítil og stutt
Það gerðust dularfullir atburði eina dimma desember nótt á því herrans ári 2006 í austurhéraði Noregs. Hús eitt mitt í ömmuskógi varð fyrir óhuggunarlegri lífsreynslu, sem þeim mun seint úr minnum fara. Það var gestkvæmt í húsinu og eftir notanlegan aðfangadag var lagst til hvílu og sváfu gestirnir í stofunni. Það voru ekki mörg jólaljósin hjá þessu fólki en það hafði skreitt jólatréð og á því var auðvitað jólasería og svo hafði það tvö aðventuljós annað var hvítt að litinn og hitt rautt. Ekki hafði fólk legið lengi þegar óróleika var vart allt í kring um sofandi fólkið sem vaknað upp við skruðninga við gluggann og rauða aðventu ljósið blikkaði í sífellu. Það var tekið úr sambandi og þar með hélt fólkið að málið væri leist og lagðist aftur til hvílu. Þá byrjaði hvíta aðventuljósið að blikka. Og var eins og einhver kveikti og slökkti á því til skiptis. Og nú var það einnig tekið úr sambandi. Og enn var lagst til hvílu. Það leið þó nokkur stund og fólk sofnaði vært en þá kviknað aftur á rauðaljósinu og það byrjaði að blikka og blikka. Var nú farið að síga í fólk og tók einn af skarið og tók bæði hvíta og rauð aðventuljósin og setti þau fram í eldhús. Nú varð friður það sem eftir var nætur og fólk svaf vært. Næsta morgun sagði gesturinn húseigandann frá atburði nætur. Hann kippti sér ekkert upp við þetta og sagði að það hefði sennilega bara verið hann Skúli. Hann kemur hérna reglulega og stríðir þeim sem sofa í stofunni. Þar með var ekki talað um þetta meir en Skúli fékk sök á öllu sem miður fór eftir þetta.
Ég ætla ekki að skemma söguna með vísindalegum staðreyndum, En þetta gerðist hérna um jólin þegar mamma og pabbi voru í heimsókn þó svo aðeins sé bætt í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 10:45
lítið og nett
Ég er búinn að vera að lesa hin og þessi blogg og skemmt mér konunglega (drottningarlega) við lesturinn. Einn var að múna, annar að sofna ofan í súpudisk, enn einn próflesarinn o.sv.frv.. Ég gleymi alveg að skrifa sjálf enda ekki mikið að gerast hjá mér þessa stundina. Afmæli framundan litli prinsinn verður 5 ára á föstudaginn. Og ég er hjá sjúkraþjálfanum þrisvar í viku. það er stórmunur á mér síðan ég byrjaði þar, hætt að þurfa að leggja mig á daginn og ekki þurft verkjatöflur í10 daga. já....já ......hum ég veit ekki hvað meir ég á að skrifa svo þetta verður að duga í dag. Kannski ég bara segi ykkur sögu næst af einhverju kynjaverum og draugagagni sem ralsa hérna um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 11:57
púkinn komin á bloggið
Haldið þið að það sé nú munur að geta fengið leiðréttingu á öllum ritvillupúkunum sem alltaf eru að angra mann. Og það beint í æð hérna á mogga blogginu nú vantar bara forrit sem lagar setningar líka því ég er gjörsamleg blind á allt sem heitir setningarfræðileg réttritun. Eða ég á það til að skrifa akkúrat eins og ég tala og það er víst ekki rétt setningarfræði eða málfræði eða hvað allt þetta æði heitir nú aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2007 | 09:42
tryggingarmál
Ég hef verið að les bloggið hans Guðmundar varðandi sjúkratryggingar. Hérna í Noregi er þetta þannig þegar þú hefur lagt út fyrir 1660 kr. norskar færð þú fríkort. Ekki afsláttar kort heldur fríkort. Og þetta kort gildir fyrir lyf, röntgen, og alla læknaþjónustu. Einnig er til fríkort fyrir þá sem þurfa mikið á sjúkraþjálfa að halda og færð þú það þegar þú ert kominn uppí 2500 kr. norskar þetta kort getur þú nota fría þjónustu einnig hjá tannlækni (að vísu takmarkað sjá viðhengi). Börn undir 12 ára aldri fá fría læknaþjónustu í hvaða mynd sem er. Á þessari slóð getið þið lesið um fríkortin hérna og efast ég ekki um að þið getið lesið norskuna því hún er svo lík íslenskunni.
http://unnurgudrun.blog.is/users/38/unnurgudrun/files/frikort_2447.doc
Ég var frá vinnu meira og minn í eitt ár áður en ég var skorinn upp og var á fullum launum allan tíman. Tryggingarnar hérna borguðu þann hluta sem ég var sjúkramæld eða frá vinnu og atvinnurekandi þann tíma sem ég var í vinnu. Eftir árið þarf að sækja um tímabundna örorkubætur og þær eru 66% af launum og við það bætist svo bætur frá stéttarfélaginu þínu og sú upphæð er háð því hversu lengi og hvað mikið þú hefur borgað í þann sjóð. Svo þegar allt er talið þá fæ ég s.a. 75% af laununum mínum þar sem ég hafði ekki borgað svo lengi í stéttarfélagssjóðinn og ekki safna svo miklum punktum þar. Þá fæ ég einnig fría sjúkraþjálfun í hálft ár sem er töluvert.
En noregur er miklu ríkara land en ísland svo sennilega er það ástæðan fyrir því að þetta er svona hér. Við íslendingar erum fá og allir vilja sinn skerf af þessari litlu köku sem við eigum og erfitt að deil hanni svo öllum líki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 14:40
frh.
Örlítið meira af laugardeginum. Rakel svaf hjá þessari nýju vinkonu sinni um nóttina. Ég og Guðrún vorum samt alveg vissar um að hún myndi koma heim þegar nálgaðist svefntíma en hún kom ekki. Ég heyrði aðeins í henni og vinkonunni um sjöleitið en þá voru þær að kanna froskaeggin sem voru úti á tröppum, síðan fóru þær bara heim aftur til vinkonunnar.
Sunnudagur:
Ég var búinn að baka köku og Guðrún búinn að gera túnfisks salat svo við gátum fóðrar spikið í tilefni af deginum. Og sungu Róbert og Guðrún afmælissöng fyrir mig.
Þegar Rakel loksins birtist var það aðeins til að spyrja hvort hún mætti fara með fjölskildu stúlkunnar í skógarferð að einhverju vatni sem er töluvert fyrir ofan okkur. Var það auðfengið. Róbert varð alveg æfur í að fara með, en þeim fannst hann of lítill til að fara svona langt og varð hann mjög sár yfir þessu en það lagaðist þegar ég sagði honum að ég skildi fara með honum í skógstúr aftur. Og það gerðum við án þess að detta í tjörnina eða verða mjög vot. Samt tókst honum að gegnbleyta skóna sína sem ég hafði mikið fyrir að þurrka frá deginum áður. Nú við skemmtum okkur konunglega og gengum langt inn í skóginn og var hann mest hræddur um að við rötuðum ekki til baka. Það tók ekki langa stund að kenna honum að skoða kennimerki í kring um sig og var hann alla leiðina að leita eftir þeim og sína mér. Eitt sniðugt datt honum í hug og hann sagði við mig ,,amma þú getur bara tekið myndir, ef við skyldum gleyma". Þá átti hann við að það sem hann ætlaði að nota sem kennimerki ætti ég að taka myndir af. Nokkuð sniðugur næstum fimm ára strákur. Hann varð svo aðframkominn eftir daginn að hann sofnaði um sjöleitið. Enda hafði hann verið á hlaupum allan daginn, upp um allar hæðir og hóla, milli þess sem hann hoppaði yfir skurði og reyndi að klifra í trjám. Rakel birtist loksins og var þá spurt hvor vinkonan gæti sofið hjá henni núna. Það er alltaf pláss fyrir einn og einn kropp svo þær sváfu hérna. Það varð nú svo mikil kjaftagangur í þeim að þær ætluðu aldrei að sofna. Þær voru samt orðnar yfir þreyttar svo Guðrún las fyrir þær sögu. Hún náði að lesa tvær blaðsíður þá voru þær sofnaðar.
Mánudagur: það var engin skóli í dag og auðvitað frídagur á þriðjudag. Ekkert spennandi gerðist þessa daga. Rakel lék allan mánudaginn með vinkonunni (kann ekki að skrifa nafnið hennar. Það er sagt sjasmin en sennilega skrifað jasmin) J og Róbert lék annað slagið með þeim eða var hérna hjá okkur. Þau fóru svo heim á þriðjudeginum.
Jæja punktur og basta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2007 | 09:49
könnunarl. 2 ásamt fleiru
Jæja nú er orðið langt síðan ég skrifaði síðast svo þið fáið framhaldsögu frá föstudeginum 27 til dagsins í dag. En fyrst vil ég þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur á afmælisdaginn minn.
Föstudagur:
Ég sagði frá fyrrihluta þessa dags í síðustu skrifum svo það kemur bar smá núna. Eftir að við Guðrún höfðum verið í höfuðborginni skildust leiðir þar sem hún ætlaði að sækja krakkana en ég treysti mér ekki í að ganga þann spölinn svo ég fór heim og lagði mig. Um fimmleitið hringdi Guðrún og sagðist vera á leiðinni með næsta strætó og að hún hafi keypt inn fyrir helgina. Svo ég gekk á móti henni niður brekkuna og beið í strætóskilinu. Þar tók ég á mót þremur mjög svo þreyttum Rakel og Róbert voru að rifna úr monti með nýju hjólin sín Róbert hafði einnig fengið hjól en notað frá syni eins finnufélaga okkar. Þegar við vorum komin s.a. ¼ af leiðinni byrjuðu grátstafirnir og lái ég þeim það ekki því brekkan er ansi brött og fyrir lítið fólk sem er búið að vera á fullu gasi frá því kl 6 um morguninn sýnist hún enn verri hvað þá ef það þarf að leiða hjól líka. Nú voru góð ráð dýr ég og Guðrún vorum með fyllar hendur af pokum og töskum. Enn þykir þeim mjög spennandi að fá lykilinn að íbúðinni og fá að opna sjálf svo ég sagði: ,, sá sem verður fyrstur upp má fá lykilinn og opna fyrir okkur" og þau þutu upp. Rakel virðist alltaf eiga auka orku fyrir svona lagað og var kominn langt á undan okkur og Róbert varð öskurvondur yfir því að hvað hún var kominn langt á undan og röflaði yfir þessu og þverneitaði að halda áfram. Svo sá hann að Rakel hægði á sér og stoppaði alveg og settist í kantinn alveg búinn. Þá var eins og rakettu væri stungið í rassinn á honum og hann strunsaði upp brekkuna, framhjá Rakel og alla leið heim. Þá varð náttúrulega Rakel vond og klagaði mikið yfir þessum bróður sínum. Það var kannski illa gert að efna til svona samkeppni milli þeirra en hún jafnaði sig og fékk að velgja hvað væri horft á í sjónvarpinu í staðin. Þegar inn kom lögðust þau bæði í sófann og Róbert sofnaði á innan við fimm mínútum. Rakel sofnaði nú ekki en lagðist í sófann og horfði á sjónvarpið.
Laugardagur:
Það er trampólín á lóðinni sem er nú ekki frásögum færandi nema að það hefur alltaf verið bak við hús þangað til nú í ár þá hefur það verið flutt fram fyrir og krakkarnir vor að hopp á þessu og þannig kynntist Rakel nágranna stelpu og hafa þær verið óaðskiljanlegar frá fyrsta stundu. Hún kom með okkur þar að segja mér, Róberti og Rakel í könnunarleiðangur nr. 2. í myndaralbúmi getið þið séð myndir frá þessari ferð.
Núna er allur snjór farinn og var lagt af stað með háfa og fötur til að veiða halakörtur í tjörninni frægu sem við fundum í síðasta leiðangri. (þau kalla þetta rumpetroll). Þegar við komum að tjörninni voru engar halakörtur ennþá, en heil ósköp af eggjum sem lágu á yfirborði tjarnarinnar og var þetta eins og þykkt hlaup. Þau reyndu mikið að fá eitthvað af þessu upp í háfana sína en gekk illa, þau gáfust samt ekkert upp og fengu þó nokkur egg upp í föturnar. Róbert þurfti nú að kanna heiminn í kring og gargað reglulega á ömmu að koma og sjá. Þar þurfti ég að taka mynd fyrir hann af hinu ýmsu fyrirbrigðum sem hann sá þar á meðal elgskúkur sem þið sjáið í mynda albúminu. Einnig tíndi blóm handa mér en fór svo að ,,veiða" fleiri egg. Það var trjágrein sem lá yfir tjörninni sem hann þurfti endilega að standa á til að ná í eggin. Og auðvitað datt hann út í tjörnina og hljóðin sem komu frá barninu eru ólísanleg. Hann grét ekki, en vatnið var svo kalt að hann saup hveljur og ég nýbúinn að setja myndavélin niður í tösku svo ég náði þessu ekki á mynd en tók eina þegar hann kom upp úr öskur illur og vildi sko ekki horfa á mig þegar ég tók myndina. Svo þá var þessum ævintýra ferð lokið og við röltum af stað heim. Þegar við vorum kominn hálfa leið kvartaði hann mjög undan að buxurnar stingi svo ég tók hann úr buxunum og sokkunum og hann hljóp eins og elding heim og amma þurfti að halda á öllu útstýri ferðarinnar ásamt blautum fötum. Ég hafði nú helt meirihluta eggjana út í tjörnina svo lítið bar á áður en við lögðum af stað heim.
Jæja þetta er nú orði svolítið langt svo ég segi ykkur framhaldið á morgunn..........kannski .............ef ég nenni..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2007 | 05:50
Sjúkraþjálfun
Jæja þá er ég búinn að fara í minn fyrsta tíma hjá sjúkraþjálfanum. Ég var hjá honum fyrir aðgerð þá var hann í kjallaraholu þar sem bæði lag og blés inn. Nú var hann fluttur í splunkunýtt húsnæði og var allt nýtt frá golfi til lofts í ( nema hann). Hann tók á móti mér með brosandi faðmlagi og kossi, ekki amalegt það. Jæja hann var ósköp mjúkhentur, sauð mig bara og gaf mer raflost engar nálar í þetta skiptið. Svo lét hann mig gera fullt af æfingum. Ég hélt ég myndi verða alveg frá af harðsperrum í dag en ég teygði vel svo ég rétt finn að vöðvarnir hafa verið að vinna.
Ég er að fara með Guðrúnu til höfðuborgarinnar að skoða hjól fyrir Rakel. Sennilega eins gott að hleypa kerlingunni ekki einni til borgarinnar eftir síðustu reynslu. Svo sveinar borgarinnar geta verið óhultir. Annar loðir allt af vel vopnuðum lögreglumönnum í miðborginni. Ég held að það sé dulið yfirskin að það sé Nato fundur þarna og að þeir sem hann stunda þurfi þessa vopnuðu vernd. Þeir hafa bara heyrt að ég væri á leiðinni til borgarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.4.2007 | 08:12
Afmæliskveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)