Undur du er rar.

Það er oft gaman að því hvernig börnin bera fram nafnið mitt. Ég var að grínast við eina 3ja ára og hún sagði þetta " Undur du er rar". Oft segja þau Unnir (skrifað under en borið fram unnir). Þegar ég byrjaði í leikskólanum var ein 2  ára sem var vel talandi og spurði mig hvað ég héti. þegar ég sagði Unnur. (hún sat við borð). Horfði hún á mig undrandi og leit undir borðið og sagði unnir???? Hún var eitt spurningar merki í framan. Mörg þeirra segja nafnið mitt eins og það séu fleiri en eitt err í endanum Unnurrrrrrrrrrrrrrrr   og kemur mesta áherslan á errin.  Ég leiðrétti þau yfir leitt ekki það gera þau sem hafa náð því hvernig á að bera það fram. Ég hef einn mikill prófessor sem er þriggja ára og búinn að ná miklu valdi á málinu. Hann hristir stundum höfðið og segir "Unnur maður segir þetta ekki svona" og leiðréttir mig. (mjög gott fyrir mig) Ég læt hann ekki hanka mig á sömu vitleysunna oftar en einu sinni. Það situr í mér þegar 3ja ára pjakkur leiðréttir mann. (Góður kennari) Hann er alveg yndislegur og með mjög ákveðnar skoðanir á lífinu. Annars er ég nú alltaf að bæta við mig í norskunni og varð mjög montin þegar ég fékk 9 út úr annarprófinu í desember. Wink

Nú er maður byrjaður að fara í þjálfun tvisvar í viku. Lyftir lóðum og skönkum í allar áttir. Þetta fæ ég frítt og er starfrækt í leikskólanum undir leiðsögn reynds þjálfara. Ég var fyrst svolítið hrædd við þetta, en maður getur sjálfur stjórnað hraða og öðru sem ég þarf að taka tillit til. Eftir fyrst tíman gat ég varla staðið upp af stól fyrir harðsperrum í lærum, en það hvarf eftir annan tíman. Ég byrjaði mjög létt en sé að ég get gert betur og mun auka þyngd lóða og æfinga í næsta tíma.

 Já og nú er ég kominn með meiri hraða á netið og með þráðlaust þannig að ég get farið á netið  hvenær sem ég vil. Svo nú sitjum við Gunnar bæði á netinu og tölum ekki orð saman enda mikið upptekin í því sem við erum að gera.

En það eina neikvæða við þetta að nú hef ég enga afsökun fyrir því að geta ekki skrifað á bloggið. Pinch En það jákvæða er alltaf kemur alltaf sterkast fram. Núna er síminn aldrei aftengdur, ég þarf ekki að bíða eftir að mister Gösli er ekki að nota netið, og , og , og, jájá þannig er nú það.

Hérna snjóar og snjóar, og allir krakkar í leikskólanum allt niður í 2 ára eru með skíði með sér í leikskólanum. Þau eru furðu fljót að læra á skíði, það er stundum ansi erfitt að standa upp með skíði á fótunum. En þeim er kennt að setja á sig skíðin og taka þau af ásamt öðrum tækni atriðum sem þarf við svona skíða dútl. Það er stórkostlegt að horfa á þennan hóp á skíðum.

jæja nú nenni ég ekki meiru skrifa já .........(fljótlega aftur)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott hjá þér að láta ekki góma þig tvisvar með sömu villuna. Góðir kennarar börnin. Til hamingju með að hafa fengið svona góða einkunn í norsku.

Gleðilegt nýtt ár Unnur mín.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2008 kl. 18:24

2 identicon

Hahahaha ég hef margar útgáfur af nafninu mínu líka

Gott hjá þér að vera í þjálfun!! go mútta!

frábært með netið! núna verðuru að vera dugleg að blogga sko!!!  og sparkaðu í rassinn á Gunnari! hann verður að fara að kvitta hjá mér sko!! (eða jafnvel blogga... why not!)

ohhhh mig langar á skíði!!!!!   væri nú fyndið að sjá mína littlu 2ára krútt á skíðum hahahaha  þau hafa ekki einusinni séð snjó!

knús mútta!

x

K  

ps. já jákvæðnin er best! 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Bullukerling . Þú ert mjög flink í norskunni, þó svo að framburðurinn sé ekki alltaf 100% þá ertu mjög flink. SMASK til þín.

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alltaf jafn gaman hjá þér og þú nýtur þess alveg örugglega þegar þú ert að reyna að láta krakkana segja eitthvað íslenskt eða bara nafnið þitt. þú gerðir ekki svo fáar tilraunir á mínum krökkum

Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband