19.4.2008 | 08:48
April skýrslan
Það er komið svo langt fram yfir páska að ég verð nú að skrifa eitthvað þó svo það séu bara nokkrar setningar. Ég er að fara í norskupróf þann 9. maí, og tek ég það í skólanum hennar Rakelar. Ég hef verið í fjarnámi frá VMA, og ætla að halda því áfram þangað til ég næ almennilegum tökkum á norskunni.
Næsta vetur verður nýútskrifaður leikskólakennari með mér á deildinni en hún hefur verið í Gana í Afríku í æfingarkennslu síðastliðna 3 mánuði. Hún hefur unnið á leikskólanum mínum með náminu svo ég þekki hana a vel. Hún sagði að það hefði verið sjokk að koma til Gana. þetta átti að vera ríki hlutinn af Gana og það var ekkert til af neinu hvorki bækur leikföng eða húsgögn. Nema í svo takmörkuðu magni að það tók því varla að nefna það. Þarna voru börn öguð með því á slá þau. Tveggja ára börn áttu að sitja kyrr í samverustundum, annars væru þau slegin með priki. Það var algengt að kennarar komu seint eða bara als ekki og þótti það bara eðlilegt. Tíma leysi fólks var álíka mikið og tíma sprengjan hjá okkur. Við öndum í takt við klukkuna en þau anda í takt við lífið. Ef hún og vinkona hennar sem var þarna með henni ætluðu að gera eitthvað saman með kennurum á ákveðnum tíma þá tóku þær skírt fram að það ætti að vera samkvæmt Norskri tíma mætingu ekki Gana meybe time. Það verður spennandi að vita hvað hún kemur með af Gana ævintýrinum til okkar.
Þetta er nú orðið nokkuð gott í dag
Athugasemdir
Ægilegt að heyra þetta. Að slá tveggja ára börn og ætlast til að þau sitji kyrr. a href="http://s254.photobucket.com/albums/hh108/telpukona/?action=view¤t=Frown.gif" target="_blank">
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.4.2008 kl. 18:50
kossar og knús múttan mín
Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 11:24
gamana að sjá að þú kannt að skrifa íslenskuna enþá dúllan mín gott að íslensku leikskólarnir beiti ekki þessum að ferðum við ögun barnana
Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 12:54
góð aprilskýsla hehe
Ólafur fannberg, 20.4.2008 kl. 16:47
KNÚS!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 02:37
Gott að þú kannt að pikka enþá :)
Kristín Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:33
Gangi þér rosa vel í prófinu
Kolla, 30.4.2008 kl. 19:23
a href="http://s254.photobucket.com/albums/hh108/telpukona/?action=view¤t=smiley.png" target="_blank"> Unnur til hamingju með afmælið þann 29. apríl.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2008 kl. 17:38
Vá hvað hann er stór ég ætlaði að sýna barnabörnunum hvernig þetta er gert. Hér koma afmælisblómin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.