8.2.2008 | 19:07
Februar
......jamm nú er kominn febrúar eins og þið kannski vitið og afmælishrinan á norðurðurlandi og suðurlandi í uppsveiflu. Ég óska ykkur öllum til hamingju med dagan sem er nýafstanir og dagana sem eru á næsta leiti.
Ástralíuferðin nálgast óðum og er allt á fullu við undirbúning ferðarinnar i fjórum löndum. Meira hvað við dreifum okkur um allar jarðir.
Hérna gengur allt sinn vana gang, vinna, éta sofa. Nei annars ég er búin að leiga mér píanó. Maður hættir aldrei þessari vitleysu að þykjast geta spilað á þetta hljóðfæri. Ég er svo riðguð núna að einföldustu barna lög eru erfið. Ég get nú ekki setið lengi í einu við píanóið, og hvað haldið þið að orsaki það. jú jú bakið, ég sem hélt að ég gæti setið á svona bekk með beint bakið í allavega einn tíma. Nei ég má víst vera þolinmóð og æfa mig í að sitja svona. já já klag klag klag og aftur klag, og svo nöldur.
Ég fer tvisvar í viku og lyfti lóðum ásamt öðrum dúllu æfingum. Þetta er tilboð sem vinnan bíður uppá, á vinnustað og er það ókeypis. Svo það er um að gera að nýta það. Sumar dúlluæfingarnar eru of miklar dúllur fyrir mig svo ég geri minni krefjandi dúlluæfingar í staðin, en bæti við mig eftir því sem mér finnst ég geta.
Annars er ekkert að frétta meira. Allir frískir og fjörugir.
Athugasemdir
gaman að heyra af dúlluæfingunum og takk fyrir kveðjurnar þúsund kossar og stórt faðmlag
Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:53
Jæja dúlla gott að þú hafðir smá tíma fyrir dúllublogg. Endilega dúllastu smá fyrir þig. já og UGG á mörgum sviðum. ! Þú skilur hvað ég meina
Kristín Magnúsdóttir, 8.2.2008 kl. 20:12
Já ekki setja of lengi. Það er hægt að setjat stund og stund og þú verður fljót að ná þér upp með færnina á píanóið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2008 kl. 12:20
Verið þér kveðjurnar að góð systa mín. Já Stina ég veit hvað þú meinar og Jórunn ég sit svona tíu mínútur nokkru sinnum á dag svo þetta kemur. Gott að geta verið með höfuðsíma til að engin heyrir í manni.
Unnur Guðrún , 9.2.2008 kl. 13:12
takk fyrir spjallið múttan mín!
knús!!
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.