ditten og datten

Nú er Gunnar búin að kaupa sér bíl það gekk nú ekki átakalaust fyrir sér. Við fórum að skoða bíla í Suzuki umboðinu og sáum einn sem okkur leist vel á. hann kostaði 189þ og var bara keyrður tæp 60 þúsund km. árgerð 2004. Okkur var sagt að við þyrftum ekkert að borga út og gætum fengið bílinn eftir viku. Á mánudaginn var svo hringt í okkur og sagt þar sem við erum ekki norskir ríkisborgar vill bankinn sem lánar bílalánið að við borgum 25þ í útborgun sem trygging fyrir því að við stingum ekki af með bílinn og borgum aldrei krónu. Gunnar sótti um lán í bankanum sínum og fékk það. Svo þetta blessaðist allt að lokum og fékk hann bílinn í morgun og hefur ekki stoppað síðan. Við keyrðum að vinnustaðnum hans sem er um 64 km frá heimili okkar. Það var ekkert verið að stoppa þar enda komi meir en hálfa leið til Svíþjóðar svo við héldum áfram og fórum í verslunarleiðangur að landamærunum í svínasundi og versluðum helling af kjötvörum. Og ekki vorum við fyrr komin heim þegar hann er rokin út aftur og farinn í gocart.

annars er allt gott að frétta og ég að verða hressari með hverjum degi. þarf ekki að leggja mig á hverjum degi eftir vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

YAY til hamingju með bílinn brósi minn!!  ég ætla að senda honum sms! better answer!!

anyway, oh það er svo frábært að þið getið keyrt um allt núna!    æðislegt!!!

knús!!

xk 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með bílinn Gunni minn. Unnur vita þeir ekkert um Ísland? það er nú ekki svo gott að fela sig hér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.8.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Það opnast alveg ný vídd fyrir manni að vera með bíl!  Til hamingu með bílinn.  xxx

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Kolla

Altaf gaman ad kikja til Svithjod.

Kolla, 12.8.2007 kl. 19:33

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

til hamingju með bílinn Gunni .

Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband