Færsluflokkur: Bloggar

Frá torfkofum til tæknialdar.

 

 

Manni finnst það vera svo langt í fjarska að nokkur hafi búið í torfkofum. Jú það eru nokkrir tugir ára en ekki svo langt eins og við ímyndum okkur. Ég vann við heimilisaðstoð þegar ég bjó í Mosfellsbænum og var bæði hjá eldri borgurum og öryrkjum. Og fjórir af þessum einstaklingum sögðu mér að þeir hefðu búið í torfbæjum sem börn. Og töluðu mikið um hvað það hefði verið mikil munur þegar þau fluttu í hús með stórum gluggum og hvað hreinlæti beitist. Þá var ekki gengið inn á moldugum skóm án þess að það sæist um allt hús. Og ef það þurfti að koma skilaboðum á næsta bæ þá var vanalega einhver krakkinn sendur, engir símar.

Árið 1876 talaði Bell í síma í fyrsta skipti. En árið 1906 kom sæsímastrengur fyrir ritsíma, lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur og rauf hann einangrunina innanlands. Það liðu þó mörg ár þar til allir landsmenn komust í símasamband en lagningu síma í sveitir lauk í kringum 1960 og voru þá enn margir símar á sömu línunni.

Það var ekki fyrr en 1980 sem hægt var að hringja beint til annarra landa. Og árið 1994 var nýr sæstrengur, Cantat-3, tekinn í notkun. Hann liggur þvert yfir Atlantshafið, frá Evrópu til Ameríku, en grein frá honum tengist Íslandi. Um hann fer nú meirihluti símtala frá landinu til útlanda og mikill gagnaflutningur, s.s. Internetið

Þessar upplýsingar fékk ég á þessari slóð.

http://siminn.is/forsida/um_simann/siminn/saga_simans/

Í dag búa allir í upphituðum húsum og jafnt börn sem fullorðnir eiga sinn eigin farsíma. En ennþá eru ekki allir íslendingar með gott vatn. Bændur og margt dreifbýlisfólk þarf að grafa sinn eigin brunn og leiða vatnið inn í húsin sín. Og er vatnið oft ansi brúnt sérstaklega í leysingum á vorin. Þetta byggi ég á eigin reynslu.

Ég var einnig landpóstur í Mosfellsdalnum um nokkur ár og þar var maður drifinn inn í kaffi hjá eldrafólkinu í dalnum. Svo kannski segi ég sögur af því í næstu skrifum.


Myrkfælni og afmæliskveðja

 

Ég ætla nú ekki að skrifa mikið núna enda með endemum löt. Langar samt svolítið til að skrifa um myrkfælni. Þannig er að ég hef allt af verið myrkfælinn þó svo það hafi nú aðeins lagast. Þegar ég er úti í myrkri þá finnst mér allt þrengja að mér og jörðin undir fótum mér koma á móti mér og ég fæ ekki andað. Þetta er líkt og innilokunarkennt sem ég hef líka en vissi ekki af fyrr en ég var fullorðin að ég hefði. Sennilega út af því að ég hafði aldrei lent í þeirri aðstöðu að vera inni á mjög þröngum og lokuðum stað sem barn. En með myrkfælnina, þar sem örlítið ljós er hverfur þessi innilokunartilfinning og annað tekur við sem er jafnóþægilegt. Mér finnst alltaf eitthvað vera í kring um mig og að í öllum dimmum skotum leynist eitthvað sem mun koma illa fram við mig. En það skrýtna er að mér nægir að hafa einhvern hjá mér til þess að þessi óþægindi hverfi. Það nægir ekki að hafa hund en barn sem er orðið það stálpað að það geti talað er nóg. Já ég veit ég er og verð alltaf svolítið (já bara svolítið) skrítinn. En ef ég hef einhvern til að halda í höndina þá get ég labbað um dimmar götur og stíga án þess að finn svo alvarlega til myrkfælninnar. Hvað veldur því að sumir verða myrkfælnir og aðrir ekki. Stelpurnar mínar eru mjög myrkfælnar en strákurinn ekki og þurfti ég stundum að senda strákinn að sækja þær ef komið var myrkur. Svo með börnin hennar Guðrúnar, þar er strákurinn  sem er aðeins fjögurra ára, hrikalega myrkfælinn en stelpan sjö ára finnur ekki fyrir því.

Jæja ég ætla ekki að skrifa meira um þetta en það er komið að afmælisbarni dagsins.

Þórunn Día á afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með daginn.

 


Bara nokkuð róleg núna

 

Alltaf þegar ég stend í stað og finnst lífið eitthvað snúið þá kemur til mín eitthvað sem leiðir mig áfram. Stundum fólk, stundum draumar, stundum les ég eitthvað á netinu eða í blöðum, en oftast eru það bækur. Ég kýs að kalla þetta lykill að gömlum og nýjum dyrum og fyrir innan dyrnar er yfirleitt það sem ég þarfnast þá og þá stundina. Stundum eitthvað sem ég hef gegnið í gegn um áður eða lesið og var búinn að gleyma eða eitthvað nýtt sem vekur mig af dvala og kemur mér áfram. Við erum full af allskonar tilfinningum sem eiga allar fullan rétt á sér en þær þurfa að finna sinn jafnvægispunkt og við þurfum að vera vakandi. Og spyrja okkur sjálf hvort þær séu tilvistarlegar eða bara hrein taugaveiklun, hefta þær okkur eða þroska? Þegar og ef við komust að niðurstöðu þá er að takast á við tilfinninguna sem getur verið snúið allt eftir hvert viðhorf okkar er til viðkomandi atviks sem vakti þessa tilfinningu. Lífið hefur og mun alltaf hafa sinn upp og niðurgang (þá á ég ekki við þann sem kemur út um viss líkamsop)Whistling

Lykillinn sem ég fékk núna er bók sem hafði verið í láni hjá Guðrún og ég aldrei lesið að fullu. Þegar hún kom firrst í mínar hendur fann ég mig ekki í henni og lagði hana til hliðar. En nú höfðar hún til mín og er ég að lesa hana núna. Þetta er bókin Á förnum vegi   og eru valdir kalar eftir höfundinn M.Scott Peck  Stutt lýsing á bókinni er sú að maður uppgötvar lífið í víðara samhengi. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í þessa bók þið verðið bara að lesa hana.

Það má eiginlega segja að ég hafi fengið fleiri en einn lykil. Á þessar heimasíðu hér fyrir neðan dró ég kort og spurði hvort heilsa mín færi nú ekki að koma til og ég dró þetta kort.

http://groups.msn.com/TheyannaChamberOfKnowledge/general.msnw?action=get_message&mview=&ID_Message=50876

Næstum sagt slappaðu af og dinglaðu þér og lifðu í núinu.

Eins og þið sjáið þá er arg tímabilið búið í bili ToungeKissingHeart


Argggggggggggg

 

 Alt of hægara bati að mínu áliti en eðlilegur að áliti lækna

en nú er óþolinmæðin að drepa mig ég er með hálfgerða Kristjönu veikiTounge, eirðarlaus og á erfitt að leifa lífinu að hafa sinn ganga. (kossar og knús til Kristjönu, ekki móðgast)Kissing Ég vill helst ýta því áfram um nokkra kafla og fá árangur strax en ekki seinna. ENNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN líkaminn segir haltu kj. Þetta hefur allt sinn tíma og stund ogogogogogogoogogogoggoogo    ég verð víst að hlusta og slappa af en það er ekkert gaman ...........nenni því ekki. Jæja þá er það sagt og já já Kristjana ég er stundum svona líka. Ég hef eiginlega ekkert að skrifa um núna eða hvað ...........sennilega hef ég fullt að skrifa en man það bara ekki núna eða nenni ekki að skrifa neitt núna. Hum....  ein að flippa út. Nei nei ég kem aftur niður á jörðina og finn eitthvað að dreifa huganum og læt ykkur vita þegar ég hef fundið hugarrónna og hugardreifinguna.

%%&&#"¤?=&&%

 


Afmæliskveðja og fleirra

kissAfmæliskoss til afmælisbarns dagsins Herra Ragnar Bollason.

Til hamingju með daginn Raggi minn.

Ég held að allir sem hafa einhvern tíman spilað tölvuleiki sem börn mund eftir því að tungan lafði út um munnvikið og ef eitthvað átti að hoppa í tölvuleiknum hoppaði sá sem var að spila eða vippaði fjarstýringunni  upp eins og það hjálpaði eitthvað. Og um næturnar dreymdi viðkomandi tölvuleiki og talaði upp úr svefni um það sem var að gerast í leiknum. "passaðu þig, hoppaðu núna, ekki fara þarna, %&//(/(/%%%##, (óhæft til birtingar) o.s.fr. . Jæja nú er ég að upplifa aðra kinnslóðina af þessu fyrirbrigði. Róbert og Rakel voru að komast í tæri við nýjan tölvuleik sem felst í því að keyra kappakstursbíla í keppni, og þetta er nokkuð flókið fyrir börn á fjögurra og sjö ára aldir. Þau þurfa að nota allt að 6 skipanir sem eru allar mjög kvikar eða það má ekki mikið til að bíllin fari út af brautinni og klessir á allt og alla. En það er nú mesta fjörið allavega hjá þeim yngri. Stóra systir var mjög hneyksluð á keyrslulagi litla bróður þangað til hún fékk að prófa sjálf og átti í mestu erfiðleikum með að gera ekki það sama. W00t Ég fer ekkert út í það þegar amma og mamma fóru nú að spreyta sig á þessu þá gekk nú ekkert minna á. Og læt ég þar við sitja með frásögn af okkur tveim. Whistling Það var mjög erfitt að fara sofa um kvöldið fyrir Róbert hann vildi spila áfram en mamma var mjög ákveðinn og sagði að nú væri komið nóg. Guðrún sagði mér svo að hann hafi verið að tala upp úr svefni í alla nótt um leikin og vaknaði um 5 leitið fyrst og iðaði allur í sófanum (þau sváfu í sófanum hjá mér) og vildi fara að spila. Enn sagði mamma nei og var svo leiðinleg og sagði honum að fara að sofa aftur. (úff erfið mamma) jæja hann sofnaði nú aftur en vaknaði um 6 leitið aftur allt fór á sömu leið mömmu var ekki haggað fyrr en kl 8:30. Talandi um erfiða nótt, og mömmu.


Álfar

 

Ætla bara að mæla með að fólk líti á þessa slóð. Þar var tekin mynd í ísl náttúru og viti menn fljúgandi álfar birtust á myndunum

http://www.midengi.is/  fara svo í myndaalbúm og þar í álfar. Þessi linkur er hjá Jórunni. Trúi svo hver sem vill.  

Álfaheilsa


Dóp, dóp, dóp og meira dóp

 

Jæja kominn tími að skrifa svolítið, ég skrifa ekkert um helgar þar sem tölvan er þétt setin á þeim dögum.

Ég  hef geta sofið endalaust og verið orkulaus í langan tíma svo ég fór í blóðprufu á mánudaginn síðasta. Og um átta leitið á fimmtudagskvöld hringdi læknirinn minn í mig og sagði að ég þyrfti að auka skjaldkyrtilslyfin mín og með þeirri aukningu er ég búinn að auka skammtin um 80% síðan ég flutti hingað fyrir þremur árum. Ég er búinn að taka tvöfaldan skammat síðan á föstudag og viti menn ég vakna á morgnana og sef ekki fjóra til fimm tíma á daginn, undur og stórmerki. W00t

Guðrún byrjaði að flytja á sunnudaginn og er meiningin að taka restina í dag mánudag. Ef hún fær þá sem lofuðu að hjálpa til að koma en það brást eitthvað á sunnudaginn og var hún, Gunnar og vinkona hennar að baksa við þetta ein á sunnudaginn. En þetta kemur allt í rólegheitunum.

Guðrún var í 40 afmæli á laugardaginn svo Rakel og Róbert voru hjá mér yfir helgina. Það gekk bara fínt, þetta er í fyrsta skipti sem þau eru hjá mér eftir aðgerðina.

Um kvöldið þá þurfti Rakel endilega að fá að hringja í mömmu sína og segja henni að koma því hún þurfti svo mikið að tala við hana. Ég sagði henni að hún væri nú í afmæli og það væri nú ekki fallegt að skipa henni að koma heima af því að hún þyrfti að tala við hana. Þá kom svolítill stútur, svo ég spurði hana hvort mamma mætti þá gera það sama þegar hún er í afmæli hjá vinkonum sínum. Hún hugsaði lengi og sagði síðan, "nei það vil ég ekki, ég verð bara að tala við hana á morgun,,. Svo þetta gekk fínt og sofnuðu við öll í svefnsófanum fyrir klukkan 10. Daginn eftir fórum við í skógartúr en það varð erfiðara en ég hélt þar sem það var svo mikil þíða að snjórinn var hálf bráðnaður og vont að ganga. Ég tók nokkrar myndir frá þeim túr. Allan tíman var Rakel mjög upptekin af flutningunum og vildi vera með í að flytja og bera kassa. Amma gamla sagði nú bara " við sjáum til,,. Eftir að heim var komið og búið að fá sér að borað fór Gunnar til Guðrúnar og eins og hans er vani fór hann bara út án þess að segja orð. Þegar Rakel uppgötvaði að hann var farinn varð hún alveg æf og þusaði og röflaði yfir því að hún gæti sko alveg hjálpað við flutninga. En róaði sig niður eftir smá stund og fór í tölvuna í tölvuleik.

Eftir að Gunni og  Guðrún komu heim og mikið búið að skrafla við þau hvarf Rakel (hún er mjög athafnasöm stúlka) og héldum við bara að hún væri að leika undir rúminu mínu eins og hún gerir stundum. Allt í einu heyrum við hrópa hátt "Mamma komdu aðeins,,. "æ ég er svo þreytt,, sagði mamma. "Já en ég er föst,,. Þá var hún inn á baði og sat föst í óhreinatauskörfunni.

Rakel föst

Það fór mikið minna fyrir Róbert en nokkurtíman henni hann dundaði sér í tölvunni og við eigin leiki.

Það er vetrarfrí í skólanum svo hún, Róbert og Guðrún verða hérna hjá mér meira og minna út vikuna. Það verður fínt að hafa þau. Lífgar upp á tilveruna.


Matareitrun og fluttningar

 

Guðrún er búinn að fá íbúð sem er 74 m2 með 2 svefnherbergjum stórri stofu litlu baði og og og  ef allt er eins og ég hugsa mér að á eigi að virka þá ættuð þið að geta séð íbúinna á þessari slóð. Þar eru myndir og fleira.

http://www.finn.no/finn/realestate/object?finnkode=9321635&sid=4ax3wY6bV445767&pos=6&tot=14

Hún ætlar að flytja á laugardaginn, fær Gunnar bróður sinn ásamt fleirrum til að hjálpa til og börnin verða hjá mér á meðan.

þetta herna fyrir neðan sendi systir mín mér í póst og ætla ég að leyfa ykkur að njóta þess með mér án allra kvaða um áframhaldandi sendingar á þessu. Bara að njóta. Smile

 


 Get ekki borðað nautakjöt - riðuveiki....


 
Get ekki borðað kjúkling - fuglaflensa...


 
Get ekki borðað egg - Salmonella


 
Get ekki borðað svínakjöt... - óttast að fuglaflensan herji á svín!


 
Get ekki borðað fisk... þungmálmar hafa mengað fæðu þeirra


 
Get ekki borðað ávexti eða grænmeti... - skordýraeitur og illgresiseyðir!


 
Hmmmmmmmmm!!!!!!!!!!!!!
M
M
M
M
M
M
M
M
M
M
M

Mér sýnist að eftir standi SÚKKULAÐI!!!!!!!!


 
MUNDU AÐ - - -
"STRESSED"
STA FA Ð AFTUR Á BAK ER...
 " DESSERTS "

 
Sendu þessi skilaboð til fjögurra vina og þú losnar við 1 kíló.


 
 
Sendu þetta til allra sem þú þekkir (eða hefur einhvern tíma þekkt) og þú léttist um 5 kíló.


 
 
(Ef þú eyðir þessum skilaboðum bætirðu samstundis við þig 5 kílóum)


 
"Þess vegna varð ég að senda þetta áfram ---- vildi ekki taka neina áhættu!"


 
 


Úr einu í annað

 

trommaJæja nú er komið að afmælisbörnum dagsins en Steini bróðir á afmæli í dag og Ragga sambýliskona Ármanns bróður. Og óska ég þeim til hamingju með daginn. HeartKissing

Ég leigi í tvíbýlishúsi og eru eigendur hússins í hinni íbúðinni. Nú er ég að passa köttinn þeirra þar sem þau eru í heimsókn í Tælandi en frúin er þaðan. Þau fóru í morgun og koma aftur í 10 mars. Ég passaði köttinn líka í fyrra og hann er alveg yndislegur  hann byrjaði á að skoða íbúðina í krók og kima og nudda sér upp við allt sem hægt var að nudda sér upp við. Hann er óskaplega hrekkjóttur samt og frekur (ef hægt er að kalla dýr það?) Ég á að sitja með hann í fanginu og klapp honum og klóra. Og gardínurnar eiga að vera renndar frá og ekkert drasl eins og blóm og fínerí í gluggum, því hann vill sitja á gluggakistunni og sjá út. Svo stekkur hann á mann ef maður sigur í rólegheitunum og horfir á sjónvarpið, heimtar athygli. En svo er þetta svo mikið krútt að maður getur ekki skammað hann. Stundum fæ ég nóg af honum og set hann inn til sín eða út. Púff...... 

Ég er óttaleg hæna og hef verið myrkfælin alla æfi þó svo það sé aðeins farið að minka. Um daginn ætlaði ég að vera rosa hugrökk og fara í göngutúr þó svo það væri örlítið farið að rökkva. Ég klæddi mig sem tók svolítinn tíma, lengri tíma en ég reiknaði með. Þegar ég kom út var orðið aðeins meira myrkur en ég reiknaði með en ég beit á jaxlinn og gekk af stað. Það eru nú ljósastaurar á miljónmetramillibili (fyrir myrkfælna) og svo er niðdimmur skógurinn allt í kring. RRrrrrrrrrr . Ég gekk alla leið út að póstkassa sem er ekki meira en í s.a. 100 skrefa fjarlægð. Og hvað haldið þið að ég mæti þá þarna á miðri götu, og ég sem var orðin svo hugrökk og alveg til í að ganga miklu lengra. Jú ég mætti stærðar elg, ekki meira en í fjögra fimm metra fjarlægð. Hann var álíka hræddur við mig og ég við hann. Hann hljóp sinn veg, en þetta var alveg nóg fyrir mig ég fór ekki lengra í þetta skiptið og gekk eins hröðum skrefum og mér var unnt heim aftur og hjartað alveg komið niður í brækur.     


Leikskólinn

 

Hérna er smá af leikskólanum Hundraðmetraskógi

Leikskólinn sem ég starfa í er fimm deilda leikskóli með tvær yngri deildir, börn á aldri eins til þriggja ára og þrjár eldri deildir með börnum á aldri þriggja til seks ára. Deildin sem Róbert er á er svokölluð útideild en sú deild er staðsett upp í fjalli umvafin skógi. Þar hafa þau stórt tjald eins og indíánatjöldin í kúrekamyndunum. Inn í þessu tjaldi er svo viðarkynnt eldavél sem hitar upp og hreindýraskinn á gólfinu,  einnig er þarna útikamar.

(útideildin heitir Petter Sprett (kaniknka á ísl.))Hinar deildarnar heita Kastanjeslottet þar býr ugla, Bjørnehjørnet þar býr ole brum (bangsimon), tigergutt (tígri)og nassenøff(gríslingur)

 útideildinpottur á hlóðumnamm

(hér sést aðeins í tjaldi og hlóðarpottin)

Þrisvar í viku klukkan 9:30 fara 18 krakkar og 3 fullorðnir þarna upp í fjallið með bakpoka og nesti í hvernig veðri sem er (það er aldrei mikið rok hér) og koma ekki niður aftur fyrr en um hálf fjögur. Þau fá heitan mat þarna sem eldaður er á staðnum ýmist á hlóðum eða á eldavélinni. Það eru engar girðingar en notuð viss kennileiti sem allir þekkja og þau fara ekki út fyrir þessi kennileiti. Ef eitthver gleymir sér er alltaf eitthvert barn sem galar og minnir viðkomandi á að nú er hann/hún komin út fyrir. Þá tvo daga sem þau ekki eru í skóginum nota hinar eldri deildarnar aðstöðuna og eru þarna. Þær deildir eru jafn lengi úti en aðeins einn dag í viku hver. Svo er svo kallaður dugnaður tvisvar á ári stundum oftar ef þarf á að halda og þá koma allir foreldrar og gera það sem þarf mála, bera eldivið upp í fjall smíða leiktæki og annað sem þarf að gera. Þetta er svokallaður foreldrarekin leikskóli þar sem foreldrar sitja í stjórn skólans ásamt leikskólastjóra. Sveitarfélagið styrkir svo reksturinn með ákveðni upphæð á ári, og miðast sá styrkur við höfðatölu barna.

Ekkert aumingjatal í dag XXXTounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband