Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2007 | 10:16
Bla bla
Guðrún hefur verið að leita sér að íbúð til leigu að undanförnu og ekki gengið vel. Hún hefur skoðað fjórar íbúðir sem eru ekki meira en skókassar en eiga samt að leigjast á um og yfir fimm þús. Sem eru rúmlega fimmtíuþúsund ísl. Nú fann hún eina íbúð sem á að leigjast á held ég kr. 5400 og er stærðar íbúð miðað við hinar eða 74 fermetrar, svo við bíðum spenntar eftir svari en hún fær svar á næsta fimmtudag. Eigendur þeirrar íbúðar sem hún er í eru með heimafyrirtæki og vantar lagerpláss þess vegna hefur henni verið sagt upp plássinu þar en hún fékk mjög góðan fyrirvara eða frá okt fram á sumar en var jafnframt sagt að þau myndu ekki kasta henni út og hún gæti alveg slappað af. Guðrún og krakkarnir hafa verið með pest og lekur úr öllum gáttum voða gaman Guðrún og Rakel eru orðnar frískar en Róbert er ennþá að stríða í þessu.
Gunnari gengur bara vel í vinnunni vann yfirvinnu í gær og var mjög þreyttur þegar hann kom heim fór að sofa upp úr níu sem er algert undur þegar hann á í hlut.
Ég verð víst að sætta mig við stutta gönguferðir því ég ligg alveg bakk í nokkra daga á eftir löngu ferðirnar. Eftir ferðina að Mosenteret sem var á síðasta fimmtudag hélt ég að þetta væri nú allt í lagi en daginn eftir lá ég í rúminu og laugardaginn líka. Svo það voru farnar stuttar gönguferðir frá mánudegi til næsta fimmtudag. Þá þurfti ég til læknis að ná í lyf sem ég þarf að nota. Og það var svo gott veður að ég labbaði álíkalangan göngutúr á í vikunni á undan ef ekki lengri og fór í heimsókn í leikskólann minn. Það var yndislegt að sjá alla þar skapaði algert kaos í matartímanum þar sem allir ruku frá borðum og þurftu að faðma mig og kyssa og segja mér frá öllu sem þau hafa verið að gera. Eftir þessa yndislegu heimsókn fór ég í búð og verslaði og hringdi svo bara á leigubíl (vandist því þegar mamma og pabbi voru hér). Þegar heim var komið var bílstjórinn svo elskulegur að bera alla pokana alla leið inn í eldhús. Geri aðrir betur.
Þetta ferðlag hafði sína eftir þanka ég get varla sagt að ég hafi stigið upp úr rúminu síðan. En nú er ég búinn að koma því þannig fyrir að ég get legið við sjónvarpið tek bara dýnuna úr rúminu mín (hún er létt) og legg í sófann. Stilli hana með púðum úr sófanum þannig að ég get setið með góðum stuðningi við bakið og alla björgunarhringina.
Febrúar er mikill afmælismánuður í þessari fjölskyldu allt að 8 einstaklingar sem eiga afmæli í þessum mánuði. Á síðasta sunnudag átti Unnur Ósk frænka afmæli og óska ég henni til hamingju. Hinir fá hamingju óskir þegar að kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2007 | 12:03
Framhald af heimsókn M og P
Sjúkrahúsið sá um að panta hin ýmsu hjálpartæki ástarlífsins .............Æ nei það var víst ekki frá þeim hjálpartækjabanka sem þeir pöntuðu. O jæja ......en alla vega þegar ég kom heim af sjúkrahúsinu var komið heim hin ýmsu hjálpartæki. Eins og upphækkað klósett, sérstakur stóll, griptöng, og nokkuð sem kallast sokka klæðari. Ég er nú búinn að kasta öllu þessu til hliðar í dag nema stólnum. Ég gat hvorki klætt mig í sokka eða skó til að byrja með og ekki fékk ég að nota sokkaklæðarann meðan mamma og pappi voru þarna svo ég vandist því að setjast bara í stólin minn og reka tærnar upp í loft og þá komu liðið þjótandi og klæddi mig í sokka og skó þegar þess þurfti.
Hér er Rakel að hjálpa mér í skóna. Reimarnar voru eitthvað að flækjast fyrir henni en langafi sat hjá og kenndi henni þetta. Hún kunni að reima en þetta snéri eitthvað öfugtu fyrir henni.
Ég fékk þau fyrirmæli að reyna að ganga eins mikið og ég treysti mér til og sáu mamma og pabbi um að viðra mig reglulega. Fyrsta ferð var nú varla hægt að nefna sem gönguferð, jú við fórum út gengum í c.a. tíu mín. og þá hafði ég fengið nóg. Þetta var skjalfest og myndað í bak og fyrir.
hér er ég og mamma á gönguleiðinni sem við fórum. Fleirri myndir eru í albúninu undir jól 07
XXX unasa punsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2007 | 10:50
Hún á afmæli hún Heiða og hann Gunni bróðursonur minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2007 | 13:35
Prinsessan á bauninni
Mamma og pabbi voru í heimsókn frá 18 des til 3 jan. Og mikið var nú gott að hafa þau þarna hjá sér. Þau komur sama dag og ég útskrifaðist af spítalanum og voru komin rétt á undan mér heim. Í þessar tvær vikur var ég eins og prinsessan á bauninni í orðsins fyllstu merkingu.
Eftir mikil faðmlög, kossa og knús þurfti prinsessan (ég) að fara að leggja sig enda orðin þreytt eftir langan bíltúr og mikla setu. Ég hafði hækkað rúmmið mitt nokkru áður en ég fór á spítalann og voru tvær dýnur ofan á hvor annarri í rúminu. Sem mér líkaði mjög vel við áður en ég var skorinn upp. Þegar ég leggst upp í rúmmið get ég engan vegin legið, dýnurnar voru of mjúkar. Þá var rokið upp til handa og fóta af móður minni pabba syni og dóttur og prufað að býtta þannig að neðri dýnan væri ofan á og hin undir. Af fyrri reynslu minni vissi ég að sú dýna var með gormum og gæti verið vont að liggja á henni svo ég bað þau að setja teppi ofan á dýnuna svo ég fengi ekki gorman í hrygginn og þá gat prinsessan lagt sig en ekki fór nú neitt vel um hana en hún sagði ekkert.
Um kvöldið þegar mamma og pappi fóru að sofa, en þau sváfu í stofunni pabbi í rúmi bak við sófann sem er gafl og dýna og mamma í sófanum með dýnu ofaná. Ég heyri þau raus mikið og mamma segir þessi dýna væri miklu betri fyrir hana og þau ræða þetta fram og til baka og enn er farið á stað. Ég rifin upp úr rúminu og gormadýnan tekin og dýnan sem mamma hafði, setta í rúmið mitt og dýnan sem pabbi hafði, sett í sófann og hann greyið mátti þola gormadýna.
Ég verð nú að segja að þessi dýna var best og nú gat ég sofið án verulegra vandræða og þau líka svo nú hrutum öll í kór og var söngurinn mikill.
Ég kem til með að segja frá fleiri atriðum frá heimsókn þeirra og uppátækjum á meðan þau voru hér, en ég get ekki setið of legi við tölvuna í einu svo þetta verður í smáskömmtum.
Bryndís dóttir Heiðu systur er 8 ára í dag og óska ég henni til hamingju með daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2007 | 10:42
Skurðagerðir skrítið fyrirbæri
_Það er svo skrítið með þessar skurðaðgerðir. Það er alveg sama hvað langan tíma aðgerðin tekur þá er eins og hún taki aðeins augnablik fyrir þann sem er skorinn. Allavega þá sem eru svæfðir. Ég man eftir því að mér var rúllað inn á skurðstofu og þar var útskýrt fyrir mér hvernig þetta allt myndir gerast og að ég mætti búast við að vera aum í handleggjum og hnakka eftir á en til þess að draga úr því lægi ég á gel pokum en höfuðið væri á einhverju bla bla bla sem ég skildi ekki hvað var. Svo allt í einu vakna ég og finnst þetta bara hafa verið augnablik og velti fyrir mér hvort hætt hafi verið við aðgerðina. O nei þarna kom hjúkrunarkona og sagði mér að nú væri allt búið og aðgerðin hefði tekist vel og staðið yfir í 3 ½ tíma.
Ég fór nú að athuga hvort ég gæti hreyft tærnar og svona jú jú þær vinkuðu þarna einhverstaðar undir sænginni. Annar var ég svo upp dópuð með slöngur og fínerí út um allt og að í því að sofna og vakna restin af deginum.
Hryggjarliðurinn sem var á flakki var tekin burtu, bútaður niður og notaður sem spelkur um þrjá neðstu hryggjarliðina og utanum það var svo sett járnspelka sem var boltuð niður með 6 bolltum, huggulegt eða þannig. Svo nú kemur vopnaleitartæki flugvalla til að syngja Hallelúja þegar ég fer í ferðalög.
Mér var keyrt niður á deild um kvöldið og þá gat ég send öllum sms um að aðgerðin hefði tekist vel. Gunnar var svo stressaður yfir þessari aðgerð að hann gat ekki mætt í vinnu og hann og Guðrún mundi hvorugt hvað spítalinn hét sem ég var á. Jæja um hádegi daginn eftir losnaði ég við 3 af fimm slöngum, ein slangan var í bakinu sem virkaði sem dren út frá skurðarsvæðinu til að það blóð sem safnast myndi renna út en ekki sitja eftir og jafnvel mynda sýkingu. Jæja um þrjú leitið kom svo sjúkraþjálfi og kenndi mér að setjast upp og standa en ég notaði háa göngugrind þar sem maður getur hvílt armana á fyrstu dagana. Það var voða skrítið að standa upp ég hafði á tilfinningunni að einhver héldi föstu taki um hryggsúluna þarna neðst í hryggnum og myndi þá og þegar lyfta mér upp og kasta mér út í horn eins og gamalli tösku. Þessi tilfinning er bara ný hætt.
Já já nóg um þetta síðan hefur þetta verið að smá koma og eina þjálfunin sem ég má stunda er göngur og léttar æfingar sem ég geri heima. Og í dag næstum tveim mánuðum eftir get ég sagt að ég sé búinn að ná svona 70 til 75% bata. Sem er víst normalt þó svo þolinmæði mín er kannski ekki sammála en bati er bati svo ekki get ég kvartað.
XXX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2007 | 15:17
Göngugarpurinn mikli :)
Vitið þið hvað ég boraði ekki í nefið i dag heldur tók mér stóran göngutúr alla leið að Mosenteret sem er verslunarmiðstöð c.a. 5 km. leið frá þeim stað sem ég bý. En tók strætó heim og lagði mig í klukkutíma á eftir og ætlaði ekki að geta staðið upp úr rúminu á eftir en er orðin fín núna. Ég var mjög lengi að ganga þetta eða næst um tvo tíma. En þetta er eina æfingin sem ég má geri í augnablikinu svo kannski ég endi niður í Osló fyrir rest, hver veit. Strætó er rúman klukkutíma að keyra þangað svo ég verð sennilega að leggja af stað um kl: 07:00 til að verða kominn fyrir miðnætti þangað.
Gunnar sonur minn er kominn í vinnu hjá fyrirtæki sem heitir ASKO og er töluvert langt í burtu frá okkur. Þetta er vörulagersfyrirtæki sem sendir vörur út í búðir og sjoppur.. Hann þarfa að fara á fætur um hálf fimm til að geta mætt í vinnu kl: 07:00. Það hefur gegnið erfiðlega að fá vinnu fyrir hann og fór hann í lyftarapróf og fékk vinnuna út frá því námskeiði. Hann segist ætla að láta sig hafa það þó það sé langt allt er betra en atvinnuleysi. Hann er mikil lestrarhestur og kemur til með að nýta ferðatíman til lesturs. En hvað haldið þið að það kosti hann að ferðast á milli í vinnuna. Mánaðarkorti sem hann þarfa að kaupa til að komast í rútu og lest í vinnu kostar 18430 kr.(ísl.) Ég vona að hann eigi rétt á einhverjum ferðastyrk, en það á eftir að koma í ljós.
XXX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2007 | 12:34
Brosið til hvers annars
Það þarf voða lítið til að lyfta deginum upp og sjá björtu hliðar lífsins. Ef þú venur þig á, að sjá það jákvæða í því sem gerist í kring um þig. Jákvæður hugsunar gangur og að sjá það jákvæða í því sem er að gerast í kring um þig gerir lífið léttara þó svo allt virðist vera að fara til ansk.....
Þegar börnin mín voru lítil las ég bókina Pollýanna mörgu sinnum fyrir þau (og mig). Í dag er ekki til ein blaðsíða heil í þessari bók svo sundurlesin var hún. Og ég notaði oft og iðulega þemað úr þessari bók bæði fyrir sjálfan mig og til að opna augu barnanna fyrir fegurð lífsins og því jákvæða sem það hefur upp á að bjóða. Þau fengu sinn skerf af erfiðleikum í æsku og var þeim oft erfitt að sjá það jákvæða en oftar en ekki tókst þeim það.
Ef við gefum okkur tíma til að brosa til náungans eða taka vel á móti fólki sem þú mætir, lifir það oft í lengi í hjarta þínu.
Ég man alltaf eftir því hvað það var gott að eiga Jórunni frænku að, sérstaklega þegar ég var í Fjölbreytaskólanum í Breiðholti. Þá skaust maður til hennar þegar lagt var á milli tíma. En hún átti þá heim ekki svo langt frá. Alltaf var tekið vel á móti manni. Jórunn er sérstaklega hjartahlý persóna og sí brosandi. Hér koma nokkur góð orð um bros.
Brosið er fegursta blóm jarðarinnar. (Henrik Wergeland)
Bros: ljós í andlitsglugganum sem sýnir að hjartað er heima. (henry Ward Beecher)
Hrukkur eiga aðeins að gefa til kynna hvar brosið hefur haft aðsetur. (Ethel Barrymore
Brosið kostar minna en rafmagn en ber meiri birtu. (Skoskt máltæki)
Munið svo að brosa elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2007 | 12:16
Gullkorn, bækkur, og pólitík
Í gegn um ævina hef ég lesið slatta af bókum og safnað gullkornum úr þeim. Mikið væri heimurinn dásamlegur ef maður myndi öll þess gullkorn um lífið og tilveruna, þegar maður þarf á þeim að halda. Sum sitja í manni en oft fær maður hestaskjól fyrir augun þegar stressið magnast og tímaþröngin læðist að baki mans.
Hér er eitt sem hjálpar ótrúlega og minnir mann á að stundum þarf maður að leifa lífinu að flæða sinn veg og ekki þrýsta allt og fast eftir útkomunni á því sem maður er að fást við.
Þegar verkefnin þín virðast svolítið erfið og yfirþyrmandi mundu þá að gera aðeins eitt í einu og það hljóðlega og skipta þér ekki af hinu, því hitt er ekki þér ætlað. Það sem þú kemst ekki yfir verður þú að skilja aftur til Guðs og Hann munn leysa það fyrir þig.
,,Úr bókinni Hinn Kyrri Hugur eftir White Eagle"
Ég er nú að lesa bókin hennar Margrétar Frímannsdóttur en ég fékk hana í jólagjöf. Hún segir mjög skemmtilega frá lífi sínu og starfi sem pólitíkus. Í bókinni kemur mjög skírt fram hversu erfitt það er fyrir konum að ota sinum tota og vera í forsvari fyrir karlaveldinu í hvaða mynd sem er.
Og hverjum er það nú að kenna. Er ekki alltaf verið að reyna að finna sökudólg að öllu sem gerist í lífinu. Mitt álit er að við konur getum einar kennt okkur sjálfum um hvernig er. Við erum margar hverjar of huglausar til að þora að standa í fæturna og fara fram. Margar hafa nú samt gert það og tekist með prýði en fleiri bakkað og látið karlana um þetta.
Svo er það spurningin er það ekki bara betra við stjórnum yfirleitt á bakvið og látið karlana taka fallið ef eitthvað mislukkast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2007 | 13:19
Blogga eða ekki blogga það er spurningin.
Jæja það er skeð. Ég er búinn að skrá mig á blogg.is, en hvað mikið verður skrifað og hvort ég haldi út lengi verður bara að koma í ljós. Ég hef verið að lesa blogg hjá öðrum og þá sér í lagi ættingjum mínum, og blogg vinum þeirra. Til að sjá hvað það er sem fólk skrifar á svona blogg síður. Og virðist allt vera leyfilegt í þeim efnum svo framalega sem maður skráir stolið (lánað) efni frá öðrum á viðeigandi hátt. Hvað ætti ég svo að tala um. Ef að ég skrifa um allt það sem ég geri á hverjum degi. Sem í dag og næstu vikur verður kannski ekki svo ýkja mikið. Yrði það sennilega eitthvað á þessa leið boraði í hægir nös í dag því sú vinstri var orðin aum. Kannski ég skrifi um það sem aðrir skrifa og segi mína skoðun eða bara vangaveltur um lífið og tilveruna. Tíminn einn veit hvað það verður. Nóg í bili, skrifa kannski aftur aldrei að vita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)