Færsluflokkur: Bloggar

ávextir, skyr og kvennafar

 

Ég vil byrja á því í dag að óska nýjan bloggvin  velkomin en það er hún Koll stigaskelfir, en hún vil helst sleppa að taka þrepin eitt og eitt og flýgur niður stigana í staðinn. Errm eða þannig. Eitthvað líkt og ég og brekkan mín hérna fyrir utan. Hún er einnig íslenskur nojari eins og ég.

Jæja þá af fjölskylduslúðri Gunnar er að fara til Linköping í Svíþjóð um helgina. Þar ætlar hann að hitta 4 netvini. Gunnar hefur verið að skrifa sér og öðrum til skemmtunar sér útgáfur af Turtles  sem er víst töluvert vinsælt og hefur hann fasta lesendur af þessum ævintýrum sem hvetja hann áfram í að skrifa. En nú kemur rúsínan í pulsu endanum þetta eru allt stelpur þarna í svíþjóð, held tvær frá Danmörku og tvær frá svíþjóð. Þau ætla að sjá nýju myndina af turtles saman sem er að koma út núna. Og ætla þau að gista saman hjá einni. Þarna ætlar hann að vera umvafin fjórum stelpum, og hann eini karmaðurinn. Jæja nóg um það þetta verður örugglega mikið fjör og lítið sofið.

Ég og Rakel erum búnar að gera með okkur samning. Þannig er að á föstudögum eru þau vön að stilla sér fyrir framan disney kl. 19:00 þá er sérstök mynd sýnd frá disney. Og þau eru vön að hafa þetta svona fjölskyldu kús með pitza og snakki. Þar sem þau hafa ekki fyrr en eftir páska aðgang að disney heima hjá sér, koma þau til mín sem er svo notalegt. Samningurinn var að þar sem þau eru svo hrifin af ávöxtum, að býtta út snakkinu og kaupa frekar allskonar ávexti, skera niður og setja í skálar. Ég hélt að það kæmi smá fíla en hún var svo hrifin af þessu og hefur minnt mig á að ekki gleyma að kaupa ávextina. Ég er búinn að kaupa, ananas, appelsínur, jarðaber, kiwi, avukatu, vínber, og melónu. Svo þetta verður mikil ávaxtaveisla.

Svo ætla ég einnig að búa til skyr og hef keypt yoghurt naturell sem ég set í sérstaka skál með sikti í  svo vökvinn geti runnið af. Þetta þarf að vera í þessari skál í sirka sólahring þá hrærir maður þetta saman með sykri og útkoman verður næstum íslenskt skyr. Og þar sem ég nenni þessu ekki nema svona tvisvar þrisvar á ári þá leifir maður þér þann munað að hafa rjóma með.

Þið fáið að vita útkomuna á þessu öllu eftir helgi en ég reikna ekki með að skrifa mikið um helgina frekar en vanalega þó það sé aldrei að vita.


Skamm, barnabörnin og skammir.

 

Ég rakst á bréf sem ég fékk á sjúkrahúsinu þar sem sagt er hvað ég má gera og hvað ekki. Ég var búinn að lesa þetta bréf áður en af einhverjum ástæðum þá fór eitt fram hjá mér. Og það er að ekki fyrr en eftir 4 mánaðar eftirlitið sem er 12 apríl, má ég byrja að sitja í venjulegum stólum og smá venja mig við það. Huuuuuuuuuuuuum nú jæja það er of seint að gera eitthvað í því,ég skilaði meira að segja þessum blessaða stól um síðustu mánaðarmót. En ég finn nú alveg að ég get ekki setið nema stutta stund ennþá í venjulegum stól þá verð ég að standa upp og hreyfa mig eða leggjast niður og hvíla hrygginn svo ég verði ekki frá af verkjum. Skamm skamm skamm .

Tölum nú um eitthvað annað. Ég var hjá Guðrúnu og krökkunum í gær hún átti að vera á svona starfsmanna dugnaði, sem er það að starfsmenn mæta eftir vinnu og gera það sem ekki er hægt að gera þegar húsið er fullt af börnum. Setja upp hillur þrífa leikföngin og taka í gegn útiskúrinn ásamt fleiru. Ég hitti þau í búðinni og gegnum við svo heim til þeirra það var yndislegt veður og ekki lagt að ganga. Þau vildu helst ekkert koma inn og hjóluðu og léku sér fyrir utan þangað til maturinn var tilbúinn þá var engu tauti komið við ömmu allir skildu inn að borða.

Þó Róbert sé að verða 5 ára nú í maí þá á hann það til að sofna hvar og hvenær sem er um daginn og skiptir engu máli hvort hann er að grafa í sandkassanum að borða mat. Það bara slokknar á honum eins og ítt á ljósrofa. Hann hafði ekkert sofið aldrei þessu vant þennan dag svo Guðrún vild að hann færi að sofa strax eftir barna tíma eða um 7. Hann vildi nú ekki heyra á það minnst sérstaklega þar sem Rakel átti ekki að fara að sofa þá. Svo ég samdi við Rakel að hún myndi liggja upp í rúmi þangað til hann væri sofnaður og svo gæti hún farið fram. Þá voru allir sáttir og kauði hélt ekki út einu sinni alla söguna sem ég las og sofnaði á innan við tíu mínútum. Svo við Rakel gátum farið fram og horft á eina mynd en hún átti að fara að sofa upp úr 8. Y

firleitt þegar ég kem til Guðrúnar og co. sef  ég hjá þeim en núna var ég bara í hressara lægi svo ég ákvað að fara heim þó svo það væri orðið dimmt. Og vinur minn elgurinn var hvergi sjáanlegur í þetta skipti enda sennilega komin lagt upp til fjalla eða hvert sem þeir fara á vorin.

Systa mín skammar mig fyrir að skrifa ekki nógu oft en hún má nú bara bíta í .......Tounge........sítt ég skrifa þegar ég skrifa ..Kissing..

Jæja þá er fyrirsögninni fullnægt það var ég sem átti skammast, svo var örlítið sagt af barnabörnunum og svo skammið frá krúsidúllunni henni systur minni. Punktur og basta.

Ég er nú viss um að þið hafið haldið að allt annað um þessa fyrir sögn.


Barnshugurinn.

 

Oft tekur maður það sem gefið að börnin skilji orðin sem maður notar í samtali við þau þar sem þau jánka og virðast taka undir það sem sagt er. Prufið að gefa barin á aldrinum 3 til 8 ára meir en þrískipt boð um að gera eitthvað. Þá meina ég að gera þrjá hluti í einni ferð. Sumum tekst þetta mjög vel og hafa náð tökum á orðaforða og skilningi á bak við orðin en önnur þurfa að fara margar ferðir áður en þau hafa gert allt sem beðið var um. Einnig er mjög misjafnt hvenær börn læra hugtökin og meininguna á bak við tölur. Þau læra kannski snemma að telja en fyrir þeim eru þetta legni vel bara tákn og myndir. Einn kennari sagði mér einu sinni mjög skemmtilega sögu á bak við reiknikennslu sína. En hún sagði að börn hefðu alltaf rétt fyrir sér, þau sæju bara hlutina á annan hátt en við fullorðna fólkið. Jæja sagan hennar var á þessa leið.

Hún var að kenna sjö ára strák frádrátt og sagði við hann. Hvað átt eftir ef þú tekur átta af fimm og skrifaði dæmið upp á töflu 8-5 = ?   Hann var snöggur að svara og sagði hróðugur, nú auðvita 8. Já há hugsaði kennarinn. Við skulum setja þetta upp öðruvísi. Nú teiknaði hún 8 epli og spurði. Ef þú átt átta epli og gefur fimm hvað áttu þá mörg epli eftir? Hann sagði, ég get ekkert gefið fimm því ég á bara átta. Allt í lagi segir kennarinn og hugsar hvernig get ég fengið hann til að átta sig á þessu. Fyrst verð ég að átta mig á hvernig hann hugsar og bað hann að koma upp á töflu og sína sér hvernig hann reiknaði þetta út. Hann var ekki legni að því og sótti töflupúðann og þurrkaði fimmið ásamt mínusnum út  og eftir stóð átta. Mjög rökrétt hugsun ekki satt.

Jæja þetta var nú bara smá til að hugsa um þar sem börn eru mín ær og kýr. En svona í lokin vil ég óska Maggý velkominn í blogg vinahópinn minn og sé é að hún byr hérna í Noregi líka.  


Ný húsdýrategund

Ég var í makindum að horfa á sjónvarpið þegar ég heyri þetta skaðræðis kvein frá salerninu. Róbert hafði verið þar í mestu makindum að tefla við páfan. Ég kom æðandi inn hélt að hann hefði stórslasað sig. En nei  hann koma auga á silfurskottur sem hlupu eftir gólfinu og var hann komin hálfur ofan í klósettið af skelfingu. Ég sagði honum að þetta væru nú bara húsdýrin mín og hann þyrfti ekkert að vera hræddur við þau. En hann fór ekki af klósettinu fyrr en ég hafði fjarlægt þau. Síðan kallar hann þessi dýr alltaf húsdýrin hennar ömmu. Ekki hef ég ennþá uppgötvað hvaða nytjar þessi húsdýr bera í búið en ef eitthveðr er með svarið þá vinsamlegast sendið mér það.

Guðrún og c.o. hafa skifts á að vera lasin síðustu viku og hafa þau verið hérna meira eða minna. Mér finst það alveg ágætt að þau séu hérna vildi bara að þeim liði betur og væru ekki lasin.

Ég hef svo sem ekkert meira að segja í bili enda nóg að gera í hjúkrunarstörfunum.


Könnunarleiðangur R og R

 

Könnunarfararnir Rakel María og Róbert Hólm lögðu af stað í leiðangur í skóginn hennar ömmu. (hann heitir þetta hjá okkur af því við höfum ekkert annað nafn). Tilgangur þessa leiðangurs var að kanna hvort hann væri lifnaður við eftir veturinn. Þau drógu með sér ömmu sem ljósmyndara og ritara.

  

Hérna eru leiðangursmennirnir  glaðir og ánægðir og miklir vinir í upphafi ferðar. Nauðsynlegt var að hafa með sér rétta útstýrið svo sem bakpoka, göngustafi og nesti. Amma fékk að halda á nestinu en Róbert hafði tóman poka til að setja fjársjóð og annað sem fyndist á leiðinni. Trjágreinar, steinar, könglar og annað mjög verðmætt.     

 hihi ekkert líf hér           

Potað var í alla polla sem fundust og krafsað í gras og steinar veltir.

   

Þetta er eins og skjaldbaka sagði Róbert. Það finnast ekki skjaldbökur í Noregi þarna bjáninn þinn sagði Rakel. Jú hú sagði Róbert í Krisjansand. Þetta fyrirbæir var kannað nánar og kom í ljós að þetta var nú bar sveppur sem hafði vaxsið á tré

   

Hlaupið var upp og niður brekkur í leit að lífsmarki bar ekki mikinn árangur en þau fundu út að eitt og eitt tré var að lifna við. Það var ennþá snjór yfir öllum göngustígum en víða sást samt í auða reiti sem hægt var að kanna hvort eitthvert lífsmark væri að finna.

   

Hér var Róbert viss um að hann fyndi halakörtur og potaði hann og kíkti. Hann var næstum dottin út í svo ákafur var hann í að finna eina halakörtu. En, nei við veðrum að koma aftur seinna og sjá hvort ekki komi halakörtur hérna sagði Rakel.  

  Ekki má gleyma að vera svolítil dama og lifta upp pilsinu þegar vaðið er yfir læki. Það gerir minna til þó svo maður er ekki í stígvélum heldur snjóskóm. hum.......
  Í ákafa könnunarinnar gleymdist öll dömu hegðun og vaðið áfram, stokkið og skriðið. Ef það var nauðsynlegt
  Þetta tré vakti óskipta athygli beggja könnuða og var lengi velt fyfir sér hvernig tré geta orðið svona. Rakel sagði kannski væriu þeir svona tvíburura sem væru fastir saman. Þetta er eins og Y. Róbert sá nú allt annað út úr þessu og sagði að þetta væri risa teygju byssa sem tröllkarl ætti.
  Ég nenni ekki meira ég er svangur..........huhu hu hu ........er ekki bráðum matur ............huhuhu
 

 jæja við fundum góðan stað til að leggja teppi og borða nestið okkar svo allir urðu ánægði og saddir.

fleirri myndir eru í albúminu könnunarleiðangur

 

 


Skíðagarpurinn mikli.

 

Einn veturinn þegar ég var að bera út póstinn var svo mikil snjór að allar girðingar og heimreiðar voru á kafi. Við þéttbyggðasta kjarnann var vegurinn alltaf mokaður svo ég komst þangað með sæmilegu móti. En það voru um sex hús sem ég hafði ekki komist til að bera póstinn, þar sem þau voru hálf grafinn í snjó og fólkið sem þar bjó komst hvorki lönd né strönd. Meira að segja Trabbinn minn neitaði að fara þetta og þá voru góð ráð dýr.

Ég hafði alltaf langað í gönguskíði og nú hafði ég afsökun fyrir að spandera í skíði og það gerði ég. Það var kannski örlítið vanhugsað akkúrat á þessum tíma þar sem ég var komin fjóra mánuði á leið en ég lét það ekki aftra mér. Og svo skíðaði ég yfir allar girðingar og að þessum húsum og afhenti póstinn. Ég þurfti að ganga niður í húsin því snjórinn var svo mikill, það var meir en  metir niður að hurðunum og höfðu húseigendur grafið tröppur í snjóinn svo hægt væri að labba til og frá húsunum. Og auðvitað var ég drifinn inn í eitt af þeim og þar fékk ég kaffi og með því. Ég verð nú að segja að ef viðkomandi hefði ekki gert það hefði ég sennilega ekki komist alla leið til baka því ég var orðin örlítið þreytt eftir alla þessa skíðagöngu. (bara örlítið J ).

Ég var svo sem ekki bara að hugsa um bölvaðan póstinn, í einu af þessum húsum bjó einstæðingur sem var orðin nokkuð aldraður og vildi ég vita hvort hann vanhagaði nokkuð. En hann átti góða granna sem betur fer sem komu á snjósleðum til hans og keyptu inn fyrir hann, svo hann var ekki svo illa settur að því leitinu. Fólkið í dalnum sá vel um sitt fólk og þegar hætti að snjó svona mikið komu einn úr nágrenninu og mokaði heimreyðina svo að ég gat komist á bílnum viku seinna. Ég hefði alveg geta sleppt að kaupa skíðin en þetta var upplögð afsökun til að kaupa þau. Ekki get ég nú sagt að ég hafi verið MJÖG  dugleg að nota þau eftir þetta en fór svona einstöku sinnum á þau samt.

 

Jæja svolítið af nútímanum. Ég er nú allt af að bæta mig í þreki og  í þessari viku hef ég gegnið tvisvar að Mosenter, en það er leið sem tók mig fyrir einum og hálfum mánuði síðan tæpa tvö tíma að ganga (þetta eru ekki nema 5 km. svo þrekið var slakt) en í dag er ég um 40 mín að ganga þetta. Svo ég held að þetta sé nú allt að koma og batnandi fólki er nú bara best að lifa og halda áfram að bæta sig. Ég verð sennilega sátt við þrekið þegar ég næ þessu á 20 mín, eða er það óraunhæft takmark????????


Tínd sængurkona

 

Það er eins og snjór og ævintýri elti mig uppi. Árið 1979 í mars var ég komin níu mánuði á leið með Guðrúnu og tveim vikum framyfir. Ég átti tíma á landspítalanum í skoðun og fórum við Helgi þangað en þeir vildu ekkert gera þar sem það var ósköp vanalegt að konum sem væru með fyrsta barn færu framyfir. Ég man ekki alveg hvort pabbi keyrði okkur þangað eða hvort bíllinn bilaði og pabbi sótti okkur á sendiverðabílnum sínum en hann keyrði þá sendiferðabíl. Við vorum allavega á heimleið með pabba. Það var farið að snjóa töluvert þegar og vegurinn á milli Mosó og Reykjarvíkur var orðinn ansi erfiður. Þegar við komum í námunda við Lágafellsklif við Hulduhóla var allt stopp. Bílar sátu þar í hrönnum fastir og komust hvergi. Pabbi var með talstöð í bílnum og kallaði upp vin sinn og spurði hann hvort hann gæti ekki reddað okkur í gegn þar sem hann væri með dóttur sín hér kominn á steypirinn. Sambandið var mjög lélegt og af einhverjum orsökum mis skyldi vinurinn allt og hélt að ég væri að eiga þarna í sendiferðabílnum og kallað út ljósmóður. Sem var keyrð á milli allra bíla á snjósleða, að leita að mér og í þau hús sem næst voru. En við vissum ekkert af því.

Ég, pabbi og Helgi fórum niður í hlíðartún þar þekkti pabbi fólk sem við fengum að gista hjá. Næsta morgun var komið blíðskaparveður og þá byrjuðu hríðarnar hjá mér svo kalla var á sjúkrabíl til að ná í mig. Og var mjótt á að ég ekki fæddi í bílnum svo mikil voru lætin en ég átti tveim og hálfum tíma síðar myndar stelpu með kolsvart hár. Pabbi sagði mér svo frá þessu með ljósmóðurina á snjósleðanum sem leitaði að sængurkonu sem var í bíl föst í snjó við lágafell.  

Daginn eftir kom ein ljósmóðirin inn á stofuna til okkar en við vorum fjórar þarna á stofunni og sagði að við hefðum nú verið heppnar að komast hingað að fæða það hefði ein fætt í bíl sem var fastur í snjó við lágafell í Mosfellssveit. Ég hló mikið þegar hún sagði þetta og það tók mig nokkra stund að útskýra fyrir henni af hverju ég hló, ekki laust við að hún varð svolítið reið. En jafnaði sig nú eftir að ég sagði henni að þetta hafi verið ég og allt hafi verið tómur misskilningur. En þetta var fyrirsögn í DV. "Neyðarástand í Mosfellssveit í gær. Börn komust ekki úr skóla og um 100 bílar sátu fastir. - leitað að sængurkonu sem fannst í góðu yfirlæti."

Lengi vel var Guðrún kölluð óveðursbarnið af læknum og sveitungum þó svo hún kom í sólskyni og blíðskaparveðri.

Já snjór og ég erum alltaf að lenda í einhverju.

Snjór 1979Þarna sést í sendiferðabílinn en þetta er mynd úr DV sem er orðin 28 ára gömul og svolítið dökk.


Og hvað haldi þið

enn þá fleiri afmæli. Inga frænka móðir Jórunnar átti afmæli í gær og einnig Sveigur. Og í dag á Elvar Kári afmæli. Inga 85, Sveigur 11 og Elvar Kári 10. Og óska ék ykkur öllum til hamingju með afmælin ykkar.

Herna fáið þið smá tertur í afmælisgjöf.

og hérna eru myndi af afælistertu Guðrúnar og skreitingarliði hennar

Afmælisterta GGSRakel að skreytaRóbert að skreyta

Kökunni var skipt í helminga svo ekki myndaðist stríð og sést strikið vel á myndinni. Róbert skreitti hægri hemlminginn, hann át meira en skreitti. Og Rakel skreitti vinstri helminginn sem er þétt setinn.

 

 


enn eitt afmælið

Sagnarþulurinn er komin í helgarfrí og er ég á leið til Guðrúnar í afmæli. En hún er 28 ára í dag og óska ég henni til hamingju með daginn


Þrjú hjól undir bílnum.

 

en áfram skröltir hann þó........eða þannig.

Ég lenti í mörgum ævintýrum á ferðum mínum sem landpóstur. Ég keyrði Trabandt legni vel á þessum ferðum en það er ótrúlegur bíll sem bíður upp á mikið fjör. Hann var svo léttur að hann keyrið ofan á snjónum og sökk ekki eins og stóru fínu jepparnir. Oft var horft á eftir mér með súrum svip þegar ég keyrði fram hjá þessum bílum og flaut ofan á snjónum og þeir sátu fastir og komust hvergi. Og hljóðin í honum voru yndisleg eins og hann kynni að segja nafnið sitt. Og nú ef það henti að ég festi mig þá var hann svo léttur að ég gat ýtt honum fram og til baka.

Eitt vorið lenti ég í heldur óskemmtilegu ævintýri. Ég fór á dekkjaverkstæðið okkar í mosó til að skipta yfir í sumardekk sem í sjálfu sér er ekki neitt frásögu færandi. Það var þá mikið að gera og allt á miljón eins og vanalega í vor og haustörnum. Ég hefði geta gert þetta sjálf en fannst ekki sniðugt að fara drulluskítug í vinnuna þar sem maður er oftast drifin inn í kaffi hjá vissum einstaklingum og ekki sniðugt að bera haugskítugan póst til fólks. Jæja loks komst ég að og karlinn minn skipti um dekk fyrir mig og ég brunaði upp í dal.

Allt gekk vel og ég hálfnuð að bera út og nýkominn úr kaffi þegar ósköpin gerðust. Það var langur afleggeri frá húsinu og að aðalveginum, þetta var malarvegur svo maður keyrði ekki mjög hratt sem betur fer. Allt í einu tekur fram úr mér eitt dekk og þetta var eins og kvikmynd í slow motion þegar ég horfði á eftir dekkinu og smá saman fór bíllin að halla þar til ég var stopp. Hum lengi að hugsa, já svolítið, en hvað um það  ég sat góða stund í bílnum og hugsaði en rauk svo út og athugaði ástandið á bílnum. Ég leitaði góða stund að rónum en fann ekki nema eina. Svo ég tjakkaði bílinn upp og setti dekki á en sá að það var beyglað æi þetta drasl sem er þarna bak við felgurnar. Diskar, bollar bremsu drasl eða hvað sem þetta nú heitir allt. Svo ég gerði nú ekki meir en að tylla dekkinu og ganga til baka og fá að hringja í karlinn og hann greyið fékk algert sjokk en sagðist koma svo fljótt sem hann gæti og athuga hvað hann gæti gert.

Hann kom nú fljótlega með boks fullt af róm og verkfæri í haugavís. Gerði einhverja bráðabyrða viðgerð svo ég gat haldið áfram og klárað að bera póstinn. Það suðaði og söng í dekkinu en það er önnur saga ég komast leiðar minnar og heim aftur svo þetta ævintýri endaði vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband