Færsluflokkur: Bloggar
23.4.2007 | 08:54
Geimverur og draugar með fleiru
Kæliskápavandræði hafa verið að plaga mig í nokkuð langan tíma en það var meiningin að láta hann duga eitthvað áfram og kaupa frystikistu þar sem ég hafði ekkert frystihólf í kæliskápnum. Svo minn fór að skoða kistu en endaði með að kaupa ísskáp og hefur hann fjórar frystiskúffur þannig að ég sló tvær flugur í einu höggi. Hann kostaði um 4000 norskar kominn heim í hús. Svo þetta var ekki svo svakalega dýrt það eru um 42þ ísl. (eyðslukló)
Jæja Róbert og Rakel voru hjá mér á föstudaginn og svo kom Guðrún á laugardeginum og svaf einnig hérna. Á sunnudagsmorgun kom Róbert upp í til mín ískaldur þá hafði hann verði vakandi góða stund og verið að leika sér á gólfinu. Ég fékk algert sjokk við þennan að þessi litli kaldi kroppur kom undir sængina hjá mér og lá við að ég hoppaði upp úr rúminu og hló hann mikið af mér. En svo fékk hann algera munnræpu. Hann hefur verið mikið upptekin af draugum, geimverum, flugvélum og geimskipum. Og hann sagði mér sögu af þessum öllu með mikilli innlifum. Og þegar amma ætlað að segja eitthvað eða spyrja eitthvað út í söguna þá stoppaði hann mig alltaf og sagði: ,,Bíddu bíddu ég er ekki búinn." Og svo bablaði hann á sinni norsku í um hálftíma og amma mátti bara segja já og nei þegar það átti við. Svo stoppar hann nú loksins og snýr sér að mér og segir: ,,núna mátt þú amma." Þá varð ég náttúrulega alveg mállaus og átti mjög erfitt með að ekki hlæja. Fannst þetta eiginlega mátulegt á mig því þetta er akkúrat það sama og við erum að kenna börnunum að grípa ekki fram í og bíða eftir að það kemur að okkur að tala.
Annars er allt gott að frétta hérna ég byrja hjá sjúkraþjálfa á fimmtudaginn svo þetta er allt að koma í gang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.4.2007 | 13:51
Sumarkveðjur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2007 | 05:46
Bráðlæti eða hvað?
Ég er þannig persóna að ef ég fæ einhverja hugmynd, verður hún að framkvæmast helst árinu áður en ég fékk hugmyndina. Hvernig svoleiðis nokk er framkvæmt læt ég ykkur um að hugleiða. Flestir sem þekkja mig að einhverju ráði eru nú samt þakklátir fyrir það, að það er sjaldgæft fyrirbæri að heilastarfsemin hjá mér er svo virk að þessar hugmyndir komi oft. Hérna eru svo nokkrar af þessum hugmyndum mínum:
- Mars 1996, flutti til Eyjafjarðarsveitar. Flutti í júní sama ár hafði húsnæði en enga vinnu. Fékk svo vinnu í ágúst.
- Mars 2000. fara í háskóla. Umsóknarfrestur til inntöku rann út í apríl. Ég hafði ekki verið í skóla í 24 ár en hafði tekið ensku, stærðfræði og íslensku í fjarnámi, svo ég hafði nú einhverja hugmynd um hvað það var að vera í skóla en það var örlítið mikið stökk frá þessu stutta fjarnámi mínu til háskóla.
- Mars 2003, flytja til Noregs. Var flutt í endaðan júní án vinnu, húsnæðis eða að kunna málið. Gisti hjá Guðrúnu til að byrja með en fékk svo húsnæði 1. ágúst og vinnu sem afleysingarmanneskja hjá afleysingarfyrirtæki 15 ágúst. Og fasta vinnu 1 nóvember. Þá var ég búinn að fara á norskunámskeið og kominn töluvert inn í málið. Og vitið þið að þetta bölvaða dönsku nám sem maður bölvaði sem krakki kom að góðum notum.
Þetta eru bara þrjár hugmyndir frá mér en takið eftir þær eru allar fengnar í mars svo ef mars líður án þess að ég gefi frá mér píp þá er öllu óhætt og fólk veit hvar það hefur mig næstu mánuði og getur andað léttar.
Sumir myndu sennilega kalla þetta fyrirbæri ábyrgðarleysi, heimsku, fyrirhyggjuleysi eða eitthvað í þeim dúr. En ég kalla þetta fyrirbæri aftur á móti að treysta í blindni Guði að allt vari vel. Í 90 % tilvika hefur það líka gert það, þessi 10% sem vantar upp á var það ég sem sofnaði á verðinum og gleymdi að byggja upp úr þeim efnivið sem ég hafði og þar af leiðandi hrundi sá hluti.
Hvað maður getur bullað á þessu bloggi er nú ........já ......jæja .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 11:15
Stolið hjól og heiðarleiki
Eiginleg væri hægt að hafi fyrirsögnin Stolið hjól, heiðarleiki og manngæska.
Hjólinu hennar Rakel Maríu var stolið í síðustu viku og olli það að sjálfsögðu mikilli sorg. Var leitað um allt hverfið farið í gil og garða en ekkert fannst. Hvorki Guðrún eða ég mundum hvaða gerð af hjóli þetta var. Það eina sem við vorum öruggar með að það var rautt og með hvíta körfu framan á. mikil hjálp í því. Það var leitað í öllum myndaalbúmum en ekki fannst ein einast mynd af hjólinu. Við urðum að sætta okkur við að hjólið var tapað. Guðrún hafði spurt krakka sem hún sá hvort þau hefðu séð hjólið en engin hafði séð neitt. Olaf eigandi hússins bjó til smá plaggat og hengdi upp á nokkrum stöðum með lýsingu á hjólinu og viti menn í fyrradag var svo bankað uppá og voru þar krakkarnir á ferð sem Guðrún hafði spurt um hjólið, en Guðrún var ekki heima en Olaf var heima og bað þau að koma seinna þegar Guðrún væri komin heim. Þau gerðu það og komu með hjólið um leið. Þá hafði einhver maður fundið hjólið á miðjum vegi og tekið það og sett upp við girðingu hjá sér og krakkarnir sáu það og komu nú með það. Olaf er alveg ótrúlegur hann gaf þeim 200kr í fundarlaun þó svo þetta væru ekki hans börn sem týndu hjólinu. Jæja Rakel María hefur tekið gleði sína að nýju og nú tók Olaf myndir af hjólinu einu og sér og með Rakel Maríu á. Olaf er alveg einstakt gæðablóð sem gott er að tala við og til í að hjálpa þó svo hann sé ekki beðin um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 09:38
Mál og tal
Ég hef akkúrat ekkert að segja um mig og mína hérna úti svo ég ætla að bulla um mál og tal ég á nefnilega bók sem heitir Spakmælabókin og þar er mörg góð orð um margt, þar á meðal mál og tal. Ég læt ykkur um að dæma orðin en hérna eru nokkur.
Orð geta stundum gert mein, en þögnin getur valdið enn dýpri sorg. Engin móðgun særir okkur eins mikið og ástúðleg orð sem voru aldrei sögð. Og engin athugasemd sögð í hugsunarleysi veldur okkur eins sárri iðrun og þau orð sem við sögðum aldri. (Pn Struther)
Hugsun er eintal sálarinnar (Platon)
Þeir sem tala of mikið hugsa of lítið. (John Dryden)
Orð án hugsunar eru eins og segl í logni. (Ók. Höf.)
Ein tegund sóunar byggist á því að orðafjöldinn ber hugsanirnar ofurliða.(H.F. Henrichs)
Munnurinn: á karlmönnum hlið sálarinnar, á konum frárennsli hjartans. (Ambrose Bierce)
Tungan er sköpuð sem himneskt hljóðfæri, en oft leikur djöfullinn á það. (Longfellow)
Upphaf viskunnar er að kunna að þegja. (Goethe)
Nú hafið þið eitthvað að hugsa um í bili (Unnur) nei bara grín aldrei að vita nema ég komi með eitthvað meira úr þessari bók seinna.
Að lokum koma nokkur orð frá börnum, sem er úr bókinni Gullkorn úr hugarheimi ísl. barna.:
,,Sjáðu, hvað þetta hjól er lítið á mig."
,,Mér er svo illt í maganum, að ég verð að nota trefil."
,,Fyrst ætla ég að vera Batman, svo Superman og svo fer ég í nudd."
,,Þegar englarnir koma of seint að sækja mann, þá verður maður draugur."
,,Ef maður hefur blá augu, þá er maður stelpa."
,,Ég get ekki farið út, ég er með hjartaslag."(hiksta)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 08:36
Hosuklemma og pissusprengur
Jæja nú er ég búinn að fara í þetta 4 mánaða eftirlit eftir aðgerðina. Sjúkrahúsið liggur töluvert langt frá Nittidedalnum þar sem ég bý. Það tekur mig um tvo tíma að komast þangað. Fyrst hitti ég sjúkraþjálfa og svaraði fjögra síðna spurningarblaði en svo fékk ég að leggja mig meðan hún ræddi við mig og fór yfir spurningarblaðið og æfingar sem ég á að byrja með að gera heima. Hún var mjög ánægð með mig. Svo sagði hún við mig að nú gæti ég farið að prufa mig fram við að sitja í venjulegum stól. Úbs ég er fyrir löngu búinn að skila öllum hjálpartækjum og stólnum líka. Ég sagði henni bara að ég væri byrjuð á því. Ekki að ég væri alfarið farinn að sitja í venjulegum stól fyrir fjórum vikum síðan. En ég get að vísu ekki setið lengi og verð fljótt þreytt. Já já ég er svolítið bráðlát eins og líf mitt allt sínir en það er efni í aðra sögu. Eftir að hafa talað við sjúkraþjálfann fór ég í rönken myndatöku og síðan talaði ég við lækninn. Hann sýndi mér myndirnar og þar sá ég þetta ferlíki. Frá rófubeini og upp með hryggnum lá 7.5 cm hosuklemma með seks stórum skrúfum í. Það heitir trúlega eitthvað annað en hosuklemma en þetta líktist því í mínum augum. Þetta leit víst allt mjög vel út að sögn læknisins og beinígræðslan var langt komin með að gróa fast við hrygginn. Hvað haldið þið að hann hafi sagt svo jú jú "nú getur þú farið smá saman að sitja í venjulegum stól,,. ...........Arg ég sagði ekkert í þetta skipti nema "já það var nú gott.,, Ég spurði út í hvenær ég gæti farið að vinna. Hann brosti bara og sagði " liggur þér eitthvað á.,, svo hló hann og sagði " þú verður alveg frá vinnu út júní en svo getur þú farið að vinna ca 50% eftir það. Og sérð til hvernig þér tekst það,,. Og á ég að nota tíman framundan til að þjálfa mig og vera hjá sjúkraþjálfa. Sem sagt í stuttu máli lítur allt vel út og ég má ekki fara að vinna fyrr en í júlí. Leikskólinn er lokaður tvær síðustu vikurnar í júlí svo þetta verða bara tvær vikur sem ég vinn og síðan tveggja vikan frí. Og svo ætla ég að byrja á fullu í ágúst. Punktur og basta.
Á leiðinni til baka til Osló var ég í svo miklum pissuspreng að ég var næstum búinn að pissa á mig. Og hvað haldið þið að ég hafi gert..............nei ég pissaði ekki í buxurnar............nei ég pissaði ekki heldur í neinu húsasundi. Ég fór úr við eitt senterið og óð inn þar sem ég vissi að væru klósett. Það var ósköp mikil af fólki við eitt klósettið svo ég óð inn á það næsta þar voru nokkur klósett og letti ég á blöðrunni á ein þessa. Þetta væri ekki frásögu færandi nema af því að þegar ég kem út sé ég að þarna stendur ungur herramaður og er að pissa í svona sérhannaða skál fyrir karlmenn. Já já ég var á karlaklósettinu .......ég sagði bara "úbs ég fór víst á vitlaust klósett,, og þvoði mér um hendurnar í rólegheitunum meðan strákgreið stóð þarna eins og kleina og þorði ekki að hreifa sig. Síðan strunsað ég út og lét mig hverfa mjög fljótt í burtu frá þessum stað. Það er nú bara svona þegar sveitarfólkið fer til byggða það getur allt skeð. Ég vona að blessaður drengurinn sem hefur verið svona 18 til 19 ára hafi komist klakklaust frá þessu og ekki beðið skaða af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 06:21
páskastúss og ...
Jæja nú eru páskarnir búnir og höfðum við það afskaplega gott þó að við snérum öllu á haus og héldum akkúrat ekkert í gamlar hefðir. Við vissum seint hvort Rakel og Róbert yrðu hjá pabba sínum eða ekki og svo var hann í því að breyta um dag sem hann ætlaði að hafa þau svo við bara spiluðum eftir því í þetta sinn. Svo að maturinn sem planlagt var að hafa á föstudaginn laga varð á laugardaginn og við bökuðum pitsu á föstudaginn laga, en grilluðum svínakótelettur á laugardaginn. Þetta dúlluðum við okkur við heima hjá Guðrúnu og c.o. Svo voru krakkarnir hjá pabba sínum fyrripartin á páskadag. Og hvað haldið þið að við gerðum á páskadagskvöld. Ég veit ekki hvort ég á að segja það, en jú ég læt vaða við pöntuðum pitsu. (pitsa einu sinni enn) Og á annan í páskum eldaði ég grjónagraut sem við fengum okkur í hádeginu. Jæja nóg af matarstússi.
Ég er að fara í svokallað eftirlit á sjúkrahúsið á morgun svo ég segi ykkur frá hvernig það kemur út á föstudaginn .....kannski.
Það snjóaði á páskadag en nú er kominn sól og snjórinn næstum farinn. Vitið þið hvað ég er eitthvað ekki í stuði að skrifa núna ætla út í sólina svo þetta verður að nægja núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2007 | 09:56
Afmæliskveðja
Hann pabbi á afmæl í dag og sendi ég honum afmæliskvaðju frá okkur öllum hérna.
Til hamingju með daginn pabbi minn. xxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2007 | 05:57
Að segja barni sögu
Ég ætla að byrja á að óska Unni Ósk frænku velkomna í bloggvinahópin þetta er orðið algert ættarmót hérna á þessu mogga bloggi. Gaman af þessu.
Ég hef ákaflega lítið að segja núna en lagnar samt að skrifa eitthvað svo ég ætla að segja ykkur sög af mér að segja Rakel sögu fyrir svefninn. Rakel var lögst upp í rúm og beið eftir sögunni. Ég byrjaði á að segja við hana: Ef það er eitthvert orð sem þú ekki skilur þá skaltu bara spyrja og ég skal reina að útskýra það fyrir þér. "Ókídókí sagði sú stutta" jæja þá byrjar sagan sem heitir:
Það var einu sinni köttur sem hafði tínt nafninu sínu.
Þegar kötturinn var kettlingur átti hann heim í húsi og hafði nafn. Húsið var umlukið stórum skógi og mikið af góðum felustöðum að fela sig í og láta sig dreyma. Einn dag gekk hann langt inn í skóginn svo langt að hann fann ekki vegin heim. Og með tímanum gleymdi hann hvað hann hét. Hann var svolítið skömmustulegur þegar hann sagði hinum dýrunum að hann vissi ekki hvað hann héti svo hann sagði þeim að hann hafi tínt nafninu sínu. Honum fannst það vera miklu betra heldur en að segj að hann hafi gleymt því. Jæja einn dag stóð hann við vegkant og beið þess að komast yfir veginn en aldrei þessu vant var mikil umferð. Þetta var ekkert venjulegur vegur með malbiki heldur malarvegur. "Hvað er malarvegur spurði Rakel?" Ég var nú svo heppin núna að vegurinn heim til mín er malarvegur þannig að ég taldi mig sleppa létt við þessa spurningu og sagði henni að það væri eins og vegurinn heim til mín. "Enaf hverju heitir það malar vegur?" Og þá er að reyna að útskýra það. " Malarvegur er búinn til úr möl en ekki set malbik yfir eins og er á veginum heim hjá þér og á hraðbrautinni. "en hvað er möl" uff jæja ég reyndi að skýra það út fyrir henni og sagði " möl er grjót sem er búið að mylja niður í stórri vél þar til að það verður að mjög litlum steinum." Hún var sátt svo nú snérum við okkur aftur að kisu. Meðan kisa stóð þarna við veginn og horfði á bílanna, hugsaði hún "hvernig í ósköpunum á ég að finn nafnið mitt ég er köttur en ég heiti ekki köttur. Nú greið Rakel fram í aftur og sagði "Alveg eins og ég er maður en heitið ekki maður eða manneskja. Svo skellihló hún og sagði Amma sveskja rímar við manneskja. Hí hí hí hí ". Ég gat ekki annað en brosað hún hafði veri í rím stuði í alla dag. Ekki tók betra við þegar ég nefndi bíltegundirnar sem keyrðu fram hjá kettinum. Toyotu varð að toyota sem var að pota, o.s.f. Nú var svo komið að það var alveg sama hvað ég sagði hún fann eitthvert rímorð við það og hló eitthver ósköp. Og saga sem átti bara að vara í um tíumínútur, varð að þrem korterum svo ég ákvað að hafa þetta framhaldsögu. Og sagði: Kötturinn varð svo þreyttur af að horfa á alla þess bíla að hann lagðist niður og sofnaði. " en hann er ekki búinn að finna nafnið sitt,og hann á eftir að hitta álfana og tröllin og svo á hann eftir að verða eins lítill og maur og hitta maura drottninguna og og og og . Sagði Rakel". Nei við verðum að halda áfram á morgun klukkan er orðin svo margt. En á morgun getur þú fengið að ráða hverja hann hittir og hvenær í sögunni". Og nú ætla ég að svæfa þig, sálina þín og kroppinn. Þetta sagði ég eiginlega án þess að hugsa en hún greip þetta og sagði : Er ég þá þrír? Ha hvað meinar þú sagði ég. "þú sagðir að ég væri ég, sálin mín og kroppurinn. Sem sagt þrír." Já ég sagði það, þá hlýtur þú að vera þrír. Nennti ekki alveg að útskýra þetta núna enda orðin þreytt sjálf.
Ég nota oft sérstaka aðferð þegar börn eru orðin uppspennt og eiga erfitt með að sofna og lýsi ég henni hérna eins og ég sé að tala við Rakel.
"Leggst þú nú á bakið og slappaðu alveg af. Lokaðu munninum og augunum og svo ætla ég að finn hvort líkaminn sé alveg máttlaus. Fyrst tek ég um höfðið og finn hvort það er nokkuð stíft. Nei það er alveg máttlaust og svo hendur og fætur allur líkaminn er nú máttlaus og tilbúinn að fara að sofa. Ég ætla að byrja á að svæfa tærnar og þú skalt bara hugsa um það sem ég segi og í huganum skaltu segja tánum að sofna. Ég tek um stóru tærnar og strýk þær og segi nú eru stóru tærnar orðnar svo sifjaðar og þreittar að þær sofna. Eftir að hafa teki hverja tá tók ég rist, hæl og komst upp að ökklum en þá var mín sofnuð.
Jæja nóg af þessu bulli í bili og sennilega skrifa ég ekkert meir fyrr en eftir páska svo ég segi bara megi þið öll hafa gleðilega páska.
Bloggar | Breytt 6.4.2007 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.4.2007 | 14:33
Frábær helgi
Jæja Gunnar skilaði sér aftur frá svíþjóð og var bara nokkuð ánægður með ferðina. Sagði að svíar sleiktu gler og ætu korf.(ekki viss um að ég skrifi þetta rétt en framburðurinn er svona) Glass er ís á sænsku og korf eru pulsur annars gekk bara vel að skilja svíana, sagði hann.
Föstudagskvöldið eða vaxtakvöldið gekk mjög vel og var mikið étið. Þeim líkaði ekki mangó og ekki heldur hunangsmelónu en þá fékk amma bara meira af því. Og skyrið var etið upp á svipstundu og skálinn sleikt. Á laugardaginn var Rakel í þungum þönkum meðan hún var að úða í sig laugardagsnammið og sagði svo allt í einu "Amma við gleymdum að kaupa snakk í gær" (jájá ekki fer nú mikið fyrir langtímaminni hjá henni blessaðri.) Ég rifjaði upp fyrir henni að við hefðum ákveðið að hafa ávexti í staðin. "ó já alveg rétt ég var búinn að gleyma því, sagði sú stutta og þar með var það útrætt. Ég verð að segja að það voru miklu rólegri börn hjá mér en eftir vanalegan föstudag, léku sér bara eða horfðu á Disney.
Svo á laugardaginn tók Rakel allt legóið og helti því í sturtuna og skolaði rykið af því og þvoði kassann. Hún er dugnaðarforkur sú stutta. Síðan var þetta sett í stórt lak og híft út á verönd og látið renna af því þar og þrona í sólinni. Eftir að það var þornað að mestu byggðum við stærðar legó hús og sorteruðum legóið og þetta voru þau systkin að dunda við alla helgina. Guðrún var heima með brannkoppe (veit ekki ísl. orðið yfir það en þetta er verusýking sem kemur út í vaskendum bólum og er hún á pensilinn. Hún er nú hætt að smita núna svo hún kom á sunnudeginum og þar sem hún er einnig kominn í páskafrí þá gisti hún hérna og fóru þau ekki fyrr en í dag heim.
Sem sagt búin að vera virkilega notaleg og skemmtileg helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)