Galdrabrennur hafnar á ný á Íslandi

það að finna sökudólginn í þessari fjármálakreppu virðist vera það mikilvægasta um þessar mundir. Það virðist sem tíðin endurtaki sig í sífellu og nornaveiðar eru hafnar á ný. Og ef við þurfum endilega að finna sökudólg þá ættum við að stoppa örlítið og líta í eigin barm. Við höfum lifað um efni fram i mörg ár og erum að kenna á því núna.

  • Allir sem hafa kreditkort: Lifa um efni fram og eru þar af leiðandi sökudólgar
  • Allir sem hafa lán: Lifa um efni fram og eru þar af leiðandi sökudólgar.

Þegar búið er að kasta öllum þessum á galdrabrennuna. (að mér meðtaldri)  Hverjir eru þá eftir?

Það er afar sorglegt að einu fréttirnar sem maður heyrir frá Íslandi eru "Harmakvein og óeirðir". Kannski Bretarnir höfðu rétt í að við erum "hryðjuverkamenn".

Nú reynir á sem aldrei fyrr að við stöndum saman, hvar sem við erum stödd í stjórnmálum og finnum lausn á vandanum. En ekki einblína á vandann sjálfan. Við vitum hvað vandamálið er, lausnina þurfum við að finna saman.

 Ein í ham.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef ársskýrsla seðlabankans fyrir 2007 er skoðuð og aðrar upplýsingar má sjá að útlán bankanna skiptust nokkurnveginn svona:

59% til erlendra aðila

32% til innlendra fyrirtækja, sveitarfélaga o.sl.

9% til heimilanna

Af þessum 9% voru ca 60% íbúðarlán sem þýðir að ca 3,6% útlána bankanna voru s.k. neyslulán þ.e. yfirdráttur, bílar, sumarhús, hjólhýsi, flatskjáir....

sigurvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:37

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Prósentuleikur er falleg leikfimi, en hvað liggur í raun bak við þessar tölur. Hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar þá skiptir það ekki máli. Auðvita þarfa að hindra að svona gerist aftur. En núna þurfum við að finna lausnir, og til þess að það getir gerst. Þurfum við að standa saman.

Unnur Guðrún , 3.12.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Samstaða um slæman málstað er kallað að kóa með sökudólgunum. Því hefur verið komið inn hjá þjóðinni að hún sé samsek óráðsíumönnunum og eigi því að taka skellinn með þeim. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að hún sjái að sér hvað varðar traust á þeim sem hafa tekið að sér ráðsmennsku fyrir hennar hönd og losi sig við þá sem fyrst. Þá fyrst getur uppbyggingarstarfið hafist. Það eina sem þeir einbeita sér núna er að halda völdum og reyna að slökkva þá elda sem kvikna hver á eftir öðrum. Og sprekin í þá elda eru gerð úr mistökum þeirra sjálfra sem þeir vilja samt ekki kannast við.

Alþjóðasamskipti eru eins og persónuleg samskipti byggð á trausti. Íslenskir ráðsmenn eru rúnir því trausti sem þeir höfðu, hjá Bretum, Hollendingum, Dönum og fleiri þjóðum sem okkur er nauðsynlegt að hafa samskipti við. Stórt skerf til að endurvekja það traust er að þjóðin sameinist um að losa sig við svikahrappana og láti heiðvirðari fólki um að endurbyggja traustið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku frænka, ég á kreditkort en ég kaupi alveg eins og ég mundi gera ef ég borgaði í reiðufé. Ég hef ekki breytt um lífshætti í áratugi. Nei, ég tel mig og mína ekki seka. ((((((((((((((((((faðmlag))))))))))))))))))))))))))

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.12.2008 kl. 23:27

5 identicon

go Mamma go!  hehe ég er alveg sammála þér!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 02:39

6 Smámynd: Unnur Guðrún

Þetta er alveg rétt hjá þér Svanur Gísli að samstaða um slæman málstað er að kóa með sökudólgunum. Hver getur sannað að einhver einn er sá seki. Og við erum mis sek i þessu fjármála vafstri. En það hjálpar okkur ekki að einblína á hver er mest sekur og hver minnst. Heldur að standa saman og finna lausn. Og einnig að fyrirbyggja að nokkur geti gengið svona langt.

Unnur Guðrún , 4.12.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband