31.12.2007 | 11:44
31 des 07
Nú er ég búinn að vera í fríi í viku, leikskólinn lokar milli jóla og nýjárs. Ég ætlaði að gera svo mikið, koma almennilegu skipulagi á allt hérna heima. Því þegar maður hefur litla íbúð og ekki pláss fyrir allt sem þú vilt að sé í þessari íbúð, þá þarf maður að skipuleggja sig. En gerði ég eitthvað af þessu. Nei ég hef verið í tölvunni að kynna mér nýja wordin og exelin og annað nýtt sem fylgir offis pakkanum. Ég varð alveg heilluð upp úr skónum hvað hægt er að gera með þessu, og þó hef ég unnið þó nokkuð með þessum forritum. Ég er allavega búinn að koma mér upp fjárhagsáætlun og koma bókhaldinu í skiljanlegt form. Og það er svo undarlegt hvað lífið verðu allt öðruvísi þegar maður hefur yfirsýn yfir fjármálin.
Það hefur lengi verið mottó hjá mér að þetta reddast allt, og af einhverjum undarlegum ástæðum þá hefur það gert það. En nú er meiningin að reyna að hafa einhverja stjórnun á þessum tilviljakenndum upp og niður sveiflum í fjármálunum. Hvort það tekst verður tíminn einn að skera úr um. En ég hef þá tilhneigingu að halda ekki of legi út í svona málum. Kannski nautsþrjóskan komi mér til hjálpar og mér takist þetta núna.
Hvað um það nú er síðasti dagur ársins og maður fer að fara yfir síðasta ár og hvað það hefur liðið hratt. Mér finnst það allavega núna, en ég man að á svipuðum tíma fyrir ári síðan þá fannst mér tíminn ganga afturábak. Ég ver nýkominn heim af spítalanum og gat varla gengið, legið, setið og þurfti hjálp við að klæða mig. Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og lífið léttara á allan hátt. Nú er það bara (næstum) undir því komið hvað ég nenni að gera, ekki hvað ég get. Já, já hugurinn reikar hérna í allar ómögulegar og mögulegar áttir. Mike, kærasti Kristjönu og Laugheiður amma mín áttu bæði afmæli í gær og óska ég þeim báðum hérna megin og hinumegin til hamingju. Nóg komið af bulli, líði ykkur öllum sem allra best um áramótin.
Athugasemdir
það er nú alveg tíma bært að fara að hafa bókhld og skipulag á hlutunum ,en hitt er líka got að láta hvern dag duga og vera ekki að hafa áhiggur af því sem framundan er ,manni líður svo anskoti vel þannig,eða það finst mér,en ég hef reint hitt lík ,og skrifaði altt inn í vasabækur ,svo tók tölvan við þessu ,nú er ég hætur að nenna þessu,enda alt inn í tölfubankanum,en sá munur. Ég mátti til að bulla soldið við þig.
Gleðilegt ár og gott og farsælt komandi ár frá okkur gömlu hjónonum.
Gunnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:36
já ég óskaði ömmu til hamingju á minn hátt. Ég óska lika Mike til hamingju.
Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.12.2007 kl. 16:32
Knús mútta mín!
hmm... ef þú hefur alltaf hugsað svoleiðis... is that the Secret...??!!!
en gott hjá þér! knús og takk fyrir kallinn
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 09:50
gott hjá þér kelli mín ,við systur eigum það til að missa áhugan´þegar til lengdar lætur en eins og ég segi alltaf er á meðan er gleðilegt ár dúllan mín
Laugheiður Gunnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.