tryggingarmál

 

Ég hef verið að les bloggið hans Guðmundar varðandi sjúkratryggingar. Hérna í Noregi er þetta þannig þegar þú hefur lagt út fyrir 1660 kr. norskar færð þú fríkort. Ekki afsláttar kort heldur fríkort. Og þetta kort gildir fyrir lyf, röntgen, og alla læknaþjónustu. Einnig er til fríkort fyrir þá sem þurfa mikið á sjúkraþjálfa að halda og færð þú það þegar þú ert kominn uppí 2500 kr. norskar þetta kort getur þú nota fría þjónustu einnig hjá tannlækni (að vísu takmarkað sjá viðhengi). Börn undir 12 ára aldri fá fría læknaþjónustu í hvaða mynd sem er. Á þessari slóð getið þið lesið um fríkortin hérna og efast ég ekki um að þið getið lesið norskuna því hún er svo lík íslenskunni.

 http://unnurgudrun.blog.is/users/38/unnurgudrun/files/frikort_2447.doc

Ég var frá vinnu meira og minn í eitt ár áður en ég var skorinn upp og var á fullum launum allan tíman. Tryggingarnar hérna borguðu þann hluta sem ég var sjúkramæld eða frá vinnu og atvinnurekandi þann tíma sem ég var í vinnu. Eftir árið þarf að sækja um tímabundna örorkubætur og þær eru 66% af launum og við það bætist svo bætur frá stéttarfélaginu þínu og sú upphæð er háð því hversu lengi og hvað mikið þú hefur borgað í þann sjóð. Svo þegar allt er talið þá fæ ég s.a. 75% af laununum mínum þar sem ég hafði ekki borgað svo lengi í stéttarfélagssjóðinn og ekki safna svo miklum punktum þar. Þá fæ ég einnig fría sjúkraþjálfun í hálft ár sem er töluvert.

En noregur er miklu ríkara land en ísland svo sennilega er það ástæðan fyrir því að þetta er svona hér. Við íslendingar erum fá og allir vilja sinn skerf af þessari litlu köku sem við eigum  og erfitt að deil hanni svo öllum líki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bara að segja að ég las þetta frænka.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.5.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Ja sko ég er mjög hrifin af Noregi en ég vil samt mitt kæra Ísland. Vissulega má lagfæra margt hér hjá okkur en það er margt gott og verður örugglega betra.

Díses hvað ég er alltaf jákvæð

Kristín Magnúsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:56

3 identicon

knús mútta!

ekki veit ég um framboð en Grísinn minn er ótrúlegur það er víst!

knús

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Kolla

Já við höfum það gott í Noregi. Þetta eru hlutir sem maður hugsar um sem sjálfsagða, en því miður eru þeir það ekki alstaðar. 

Kolla, 8.5.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband