Á skólabekk enn og aftur

 

 Jæja nú er ég sest á skólabekk enn einu sinni og er að taka nokkuð sem heitir IKT í háskólanum í Stavanger. þetta er tekið í gegn um internetið að miklu leiti en ég þarf að fara til Stavanger þrisvar til fjórum sinnum á önn. Þetta tekur þrjár annir þegar maður tekur þetta á þennan máta. Leikskólinn borgar skóagjöld og bækur. IKT er skammstöfun af  informasjons- og kommunikasjonsteknologi (þetta kalla þeir norsku). Það sem ég kem til með að læra þarna er notkun á tölvu og öðrum digital búnaði. Einnig atferlisskráningar af börnum með þessari tækni og að nota þennan búnað saman með börnum. Svo held ég áfram að læra norskuna hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri og tek NOK 203, sem er framhald af þeim áföngum sem ég hef verið að taka. Í þessum áfanga er bara farið dýpra í málfræðina og setnings uppbyggingu. (sem ég ætti kannski að læra á íslensku fyrst.....hum ....).  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

sko mína halda áfram að læra gott hjá minni til hamingju kveðja litla systir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 20:23

2 identicon

BRANIAC!!!

knús múttan mín, gott hjá þér!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 08:51

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Systurnar báðar á skólabekk. Gangi þér vel. Ég veit svosem að þér muni ganga vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.9.2008 kl. 12:22

4 identicon

ja hérna hér það eru bara allir komnir í skóla, gaman að því

sendi þér STÓRT KNÚSS frá stórbroginni Reykjavík

Inga Dögg (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband