9.11.2007 | 08:40
llllllll
jæja góðir hálsar nú er smá tími til að skrifa. Ég þyrfti kannski að skipuleggja mig betur þá er ég viss um að ég fyndi tíma til að skrifa oftar. En það er eins og sumt sitji alltaf á hakanum og þá er bara ýtt á undan sér verkefnunum þangað til fjallið verur svo hátt að maður kemst ekki yfir það og verður að gera eitthvað í málunum og nú er ég búinn að róta í verkefnabunkanum og fjallið bara orðið að lítilli þúfu, og þessi þúfa er að skrifa þetta blogg.
Ég leggst alltaf í rúmmið í astma á þessum árstíma og lá í viku í rúminu og er nú að stíga upp úr þessu en er enn að hósta og er drullu slöpp en þetta líður allt með réttri meðferð o.s.frv.
Það er svo mikið af námskeiðum sem við í leikskólanum þurfum að fara á að það hálfa væri alveg nóg, en þetta er nú samt gaman. Í gær vorum við á námskeið þar sem við vorum saman með heilsugeiranum að læra að gera einstaklings miðaða áætlun fyrir einstaklinga með sérþarfir. Og um kvöldið vorum við á fundi með stjórn leikskólans og þar báðum við um ferðatölvu fyrir deildarstjórnana og viti menn þeir höfðu ætlað sér að kaupa þessar tölvur svo við fáum til eigin nota ferðatölvur. Og það var einnig rætt um að láta okkur fá kauphækkun þar sem samkeppnin er orðin svo mikil og baráttan um leikskólakennara. Að til að halda í okkur þá fáum við kauphækkun en hvað hún verður há það veit ég ekki enn þá.
Annar er allt gott að frétta bakið verður alltaf betra og betra en að sjálfsögðu á ég mína slæmu daga þar en þeir verða alltaf færri og færri.
Athugasemdir
Elsku frænka mín gott er að vondu dagarnir verða færri og færri. En svona lítið veit maður stundum um nána ættingja að þú leggist í rúmmið með astma vissi ég ekki en það veit ég um þig að þú er mjög veik ef þú leggst. Leiðinlegt að þetta skuli vera svona en láttu þér batna mjög fljótt. Bestu kveðjur frá Reykjavíkinni
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.11.2007 kl. 23:47
knúss knúss farðu bara vel með þig frænka vonum að besta með kauphækkunina ;)
kveðja frá grafarvogi
Inga Dögg, 11.11.2007 kl. 12:22
mútta mín! ég held ég hafi jinxað þegar ég sagði að Glover væri þægur... hann er að gera mig brjálaða í dag!!! haha
knús til þín og ykkar
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:05
Maður skrifar bara þegar manni langar ... það er nú bara þannig með þetta blogg. Gaman að geta fylgst aðeins með ættingjunum þar sem við eru flest heimshornanna á milli. Kær kveðja frá Englandi
Þórunn Día Steinþórsdóttir, 13.11.2007 kl. 20:16
Gaman að heyra að það er samkeppni um leikskólakennara í Norge. Ekki síst ef það verður til þess að fá hærri laun!
Alltaf gaman að heyra frá þér, ég er aftur á móti ekki mjög dugleg að blogga en kannski tek ég skurk síðar.
Gangi þér vel og þetta með skipulagningun er auðvitað eðlilegt... kveðja, Hóffa
Hóffa (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.