6.10.2007 | 13:10
letipúki
jæja kannski ég skrifi svolítið í dag. En það er eins og þegar ég byrjaði að vinna að þeg gefi mér ekki tíma til að fara á netið og skrifa. Ég er að læra norsku gegn um Verkmenntaskóla á Akureyri og það er töluverð vinna í kring um það. En sú vinna er nú bara skemmtileg og gaman að grúska í svona málfræði. Það er alveg ótrúlegt hvað mikið er líkt með Ísl. og Nor. en norskan hefur ekkert þróast sem norska og ég yrði ekki hissa ef hún hyrfi alveg eftir einhverja áratugi. þeir hafa norsk (dansk) orð frá því fyrir 17oo en allt nýtt sem kemur eftir það er enska. Þeir skrifa orðin næstum eins og ensku orðin en segja þau á sér norskan hátt. Stundum er það ekki skrifað akkurat á sama hátt en sagt mjög svipað og ensku orðin.
Það er búið að vera haustfrí í skólum hérna og Rakel og Róbert eru í fríi þau eru nú bara hjá mér og Guðrún líka. Það er búið að vera notarlegt að hafa þau. Guðrún eldar matinn og þvær þvottinn svo maður er í dekri. Guðrún hefur einni verið að hjálpa mér með málfræðina en hún er mjög góð í norku málfræðinni.
Nú um þess helgi datt okkur í hug að prufa heilsumat alla helgina og þíðir það að við borðum bara grænmeti og áveksti. Þetta kalla úthreinsunar helgi og er meiningin að koma öllum eiturefnum líkamans út og efla orkuna í kroppnum. Svo er að sjá hvort þetta tekst. því það er bæði til súkkulaði coke og annað sætmeti í skápunum. Guðrún á mjög erfitt með að ekki fá sér coke og ég er í vandræðum með að láta súkkulaðið vera. En við stiðjum hvor aðra og ætlum að standast þetta. hvað við gerum svo í framhaldi af þessu verðu bara að koma í ljós. Við tökum einn dag í einum. En það er ekki meiningin að skera allt sætt og feitt niður bara að setja meira af hinu inn í matseðilin.
Ég er búinn að vera með helling af drasli sem átti að kast en þeir sem áttu að koma og taka þetta voru svo störfum hlaðnir að þeir gátu ekki komið þegar ég óskaði eftir og frá því ég hringdi first og þangað til þeir komu liuðu tveir mánuðir. Og á meðan hafði ég tvo ískápa í eldhúsinu sem er ekkert of stórt. Gamla þvottvélin var inn í stofu á miðju gólfi o.s.frv. en þetta er sem sagt allt farið núna og nú er danshæft í íbúðinni. Og hafa barna börnin notið sín með svona mikið pláss. (og við hin líka)
Annars er allt gott að frétta af okkur öllum.
Athugasemdir
innlitskveðja
Ólafur fannberg, 6.10.2007 kl. 15:39
hæ hæ múttan mín!
Gott hjá ykkur að éta ávexti og grænmeti! en í heila helgi??? ekkert annað??? surely not! það er annað holt en bara ávextir og grænmeti u know! u know! hehe
finst þetta samt voða gott hjá ykkur!
gott líka að það sé pláss í íbúðinni þinni aftur!
knús og kossar!!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 07:29
gaman að lesa um hvað er að gerast í norge langaði bara að smella á ykkur stórum kossi og einum knúsi með hehe
kveðja frá okkur hér
Inga Dögg, 7.10.2007 kl. 10:17
Gott að þú ert að læra en elsku Unnur passaðu bakið þitt. Gaman að heyra frá þér og havð er að gerast á þínum bæ. Þin frænka.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.10.2007 kl. 12:49
Já, það er alveg með ólíkindum hvað norðmenn eru óduglegir við að halda við tungumálinu sínu. Eins og þeir höfðu mikið fyrir að leita og búa til hið rétta norska tungumál eftir að þeir komust undan Danaveldi.
Væri spennandi að heyra hvernig úthreynsunin gekk.
Gangi þér vel að læra norskuna
bestu kveðjur frá Stavanger
Kolla, 11.10.2007 kl. 21:59
Gaman að lesa að þú unnir þér vel í norskunni. Tungumál þjóða eru hluti af því sem gerir þau þjóð og ég held að eftir nokkrar aldir að við verðum öll farinn að tala sama tungumálið. Hey, Detox er mjög gott og frábært að gera það yfir helgi. Það er samt gott að vita að það eru fleirri kókistar og súkkulaðigrísir í fjölskyldunni!!!
Þórunn Día Steinþórsdóttir, 14.10.2007 kl. 18:58
sæl aftur talaði reyndar við þig í morgun en varð samt að kíkja,já þetta með súkkulaðið og kókið hih erfitt mál
Laugheiður Gunnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:45
Innlits kvitt og Klem
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.