skyrhræringur

já, mikil umræða var um ,,skyrhræring" við matborði hjá okkur í kvöld. Pabbi sagið að allt sem hrært er með skyri væri skyrhræringur. Mamma var nú ekki á því, hún sagið ,, skyrhræringur er bara skyr og hafragrautur hrærður saman". Jú ég var sammála báðum og rökstuddi það. Gamla orðið skyrhræringur var og er skyr og hafragrautur hrærður saman. En það er í raun ekki hægt að neita því að allt sem hrært er saman við skyr er einnig nokkurskonar skyrhræringur líka. Hvað finnst ykkur? (ég veit ég hafði ekkert að skrifa um svo þetta varð valið. Þó svo það væri ekki mánudagur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Já bara komin færsla og það er ekki mánudagur

Skyrhræringur er jú hafragrautur og skyr saman en allt er að breytast svo skyrhræringur eða skyrhræra er þá skyr og allt sem hægt er að hræra við. Annars er mikið notað orðið skyrþeytingur. Sem er þá að þeyta e-u við skyrið. Þetta er orð nýju aldarinnar og ég held það falli vel að málinu.

( Sé fyrir mér "gamlan sjónvarpsmann" með ljót gleraugu, yfirstórar augabrýr og talar frekar skýrt enda málfræðingur )

Kristín Magnúsdóttir, 20.6.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Steinþór Gunnarsson

Mér er nú ekki sama hvort ég fæ skyrhræring eða skyrhræru en það er nú svona .

Og allt skyr nema óhrært skyr er jú skyrhræra "með vanillu með jarðarberjum og guð má vita hvað " en skyrhræringur er með þessum fjandans hafragraut já og sennilega má líka kalla hann skyrhræru eða skyrþeytu allt sama skyrið þegar í maga er komið.

kv L.brósi 

Steinþór Gunnarsson, 21.6.2007 kl. 00:38

3 identicon

hmm....

talandi um skyr, Michael vill vita hvort það sé hægt að búa til skyr hérna úti og hvort þegar þið komið.... hvort þið gætuð búið til smá handa honum.... ekki mér... honum...

xxxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 02:29

4 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

kristjana taktu skál og settu viskastykki strekt ofan á, heltu síðan jógurti sem er alveg hreint svona (naturell) og láttu þetta svo í ískápinn í 1 sólarhring. Þetta er til að fá mysuna í burt. Síðan þegar það er búið þá hrærir þú bara sykri saman við og volla kominn með skyr . Vonandi skyldir þú þetta

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 12:06

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó hvað mér þótti hræringur alltaf vondur. Mamma hrærði hann alltaf fyrir pabba og kallaði bara hræring. Skyr og hafragrautur. 

Mamma þín getur svo sagt þér hvernig ég borðaði skyr þegar ég var barn. Það man hún. Knús

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.6.2007 kl. 17:00

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þegar ég vann í eldhúsinu á Reykjalundi var skyrhræringur skyr og hafragrautur hrært saman og kallað skyrhræringur og líka hjá Laugheiði ömmu hét það skyrhræringur ,en ekki bara allt sem hrært er saman við skyrið.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

guðrún ég hélt að ég hefði látið þig fá ógeð á skyri þegar þú bjóst hjá mér hkhkkhhihihii

Laugheiður Gunnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:39

8 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Heiða..... þú gerðir það . Ég bý þetta bara stundum til fyrir krakkana . Lærði að búa þetta til af fyriverandi tengdamömmu minni. Hún er snillingur í eldhúsinu

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 18:01

9 identicon

hmm ok reyni...

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 06:49

10 Smámynd: Kolla

Skyr, namm namm. Hlakka til að borða skyr, bara 20 dagar þangað til.

Kolla, 4.7.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband