Enn er komin mánudagur

þetta er alveg ótrúlegt enn er kominn mánudagur og margt hefur gerst síðan síðasta mánudag.

Bræður mínir og konur þeirra +Þórunn hafa komið hérna við og heimsótt okkur. Ragga kona Ármanns pantaði miða á sýningu Ladda og bíður mér með en sú sýning er 28 júní.

Það er búið að fara á norðurlandið pína þar systur mína og fjölskyldu. Ásamt að hitta gamla skólafélaga og sumaklúppsgellur. Það er alltaf gaman að hitta gamla félaga og naut ég þess að spjalla við þær. Einnig fórum við á rúntinn um eyjafjarðarsveit skoðuðum þar Smámunarsafnið. Það er réttnefnt smámunasafn, þar getur maður fundið allt frá minnsta saum til stærsta nagla. Tölur hakkavélar, hurðarhúna o.s.frv. ótrúlegt safn af hlutum sem maður taldi ekki safngripi þegar maður umgengst þetta en gaman að sjá aftur og vel haldið til á þessu stórkostlega safni.

Á 17 júní var farið í miðbæ Reykjavíkur og skoðaða mannlífið og síðan rúntað og skoðað í Hafnarfyrði alla byggingarframkvæmdirnar í hrauninu og víða.

Í dag heimsótti ég svo gamla æskuvinkonu mína en hún býr í Garðabæ í mjög fallegri íbúð við sjóinn. Ég hef ekki séð hana í mörg ár og var virkilega gaman að hitta hana aftur og spjalla við hana um heima og geyma hún er alltaf svo hress og höfum við brallað margt saman hér áður fyrr. Einnig hitti ég foreldra hennar sem komu við á meðan ég var þarna.

Jórunni hitti ég áður en hún hélt af stað til útlanda og er einnig töluvert langt síðan ég hef séð hana.

Eftir að ég byrjaði að blogga hef ég verið miklu duglegri að hafa samband við fólk og það að hafa samband við mig. Það er eins og það opnaði augu og eyru mans fyrir því góða fólki sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni og lagar að hafa samband við áfram. Nú er bara að vita hvað ég verð dugleg að halda þessu áfram.

Ég skrifa sennilega aftur á næsta mánudag en þá ætlar Guðrún að koma til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús múttan mín!

ég sakna þín svo óskaplega í dag! hættu að hugsa svona til mín hehe... djók!

gott að það er mikið að gera hjá þér! ég tel mínúturnar þangað til þið komið flest til mín!

xxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 02:34

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já elsku Unnur mín, bloggið hefur kennt manni margt og maður áttar sig á hlutunum.Að minnsta kosti ég. Vil ekki missa af ykkur frændsystkinum mínum, og ekki foreldrum þínum. Gaman að heyra hvað þú hefur haft það gott á fróni. Sé þig vonandi aftur áður en þú ferð út.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.6.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Inga Dögg

hvað verður/ið þið lengi á klakanum næ ég ykkur eða ætlið þið að fýja land áður en ég kem ég lendi seint þann 5.júlí 

Inga Dögg, 19.6.2007 kl. 12:59

4 Smámynd: Unnur Guðrún

Kristjana, mér er ómögulegt að hætta að hugsa til þín þar sem þú ert og verður alltaf hluti af mér. En ég skal reyna að hugsa ekki svona sterkt til þín að þú fáir ekki frið.  Jórunn, við eigum örugglega eftir að sjást áður en ég held heim á leið. Inga Dögg, ég verð því miður farinn þegar þú kemur því ég byrja að vinna 2. júli og fér út 1,30  þann 30 júní svo ég sé ekki heldur Díu og strákana. þar sem hún er að lenda þegar ég er að mæta í flug. Kannski sé ég þau á flugvellinum, það er aldrei að vita.

Unnur Guðrún , 19.6.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Það er sem ég segi........netið er æði og auðvelt að finna fólk og halda sambandi.

Takk fyrir komuna.

Kristín Magnúsdóttir, 19.6.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Er enn  að jafna mig eftir  komu systur minnar og foreldra,það tekur nú á að hafa þetta lið í heimsóknþað er aldeilis fjör hjá þessari fjölskyldu einn að koma til landsins annar að fara og fleirri að koma og aðrir að fara hvernig á maður að hafa tölu á þessu liði. Svo ætlar stórfjölskyldan að gera viðreist á næsta ári og heimsækja andfætlingana bara að þið dettið ekki af hnettinum greyjin mín.og unnur á bara að bloga á mánudögum vanafestan í þér kelli mín.bið að heilsa mafíufjölskyldunni skemmtið ykkur vel á sýningunni.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 13:17

7 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

 

Alltaf gott að vera vanafastur Heiða mín.. Við bíðum þá til næsta mánudags

Kristín Magnúsdóttir, 20.6.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband