5.6.2007 | 09:05
Mánud. kominn og þriðjudagur líka
Jæja góðir hálsar nú er kominn tími til að upplýsa ykkur um leindarmálið mikla.
Ég er nú flutt á bóndabæ, þar sem eru um 80 mjólkandi kýr, 300 sauðir, 12 grísir, 18 geitur, 200 hænsn, 5 eiginkonur og einn eiginmaður. Ég giftist nefnilega mormóna sem átti fjórar konur fyrir og 16 börn + 6 barnabörn og búum við þarna öll í þremur húsum. Á mánudagsmorgun fórum við í brúðkaupsferð millilentum á Íslandi og erum nú stödd á grænlandi, næst förum við saman til Englands þaðan til Singapore, síðan til Brisbann i Ástralíu.
eitthvað er satt og annað bogið
sýnist mér
eitthvað krítað og öðru logið
hvað finnst þér.
Athugasemdir
HAHAHA voða fyndið!! skamm!
en það væri soldið fyndið að eignast svoleiðis stjúp pabba hahaha
knús
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:37
ef eitthvað af þessu er satt þá held ég að þú hafir keypt eitthvað... eins og íbúð...? eða hlut af leikskólanum....
OH SEGÐU OKKUR!! vær sa snill
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:39
lestu textan aftur og áttaðu þig á því sjálf
Unnur Guðrún , 5.6.2007 kl. 10:41
Velkomin á klakann
óðalshjóninn segja að þú ert alltaf velkomin á óðalsetrið þeirra :)
kveðja frá Dk
Inga Dögg, 5.6.2007 kl. 13:50
Velkomin heim. Þú ert nú meiri prakkarinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.6.2007 kl. 14:41
Brandarakerling ! Það ert semsagt þú sem komst með rigninguna ! Elsku settu upp regnhlíf svo hann haldist þurr og brostu
En svo má maður til með að kommenta aðeins..
Sko ef maður lítur nú á samsetninguna á þess búi þá er hún ómöguleg. Ég held að Guðni hin eini sanni mundi hnussa.... hvar eru hrossin ? Og hvað eru margir vinnumenn? M.v allar þessar konur og hænsn ? Það er svo mikil vinna við hænur... já það veit ég ! Og hvernig ég veit það? Leyndó !
Kristín Magnúsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:42
knús múttan mín!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 09:09
Hehe. Vona ad thu skemtir ther vel a Islandi :), vid erum allavegana ad skemta okkur vel herna i goda vedrinu i Norge :)
Kolla, 9.6.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.