1.6.2007 | 08:10
veikindarfrávera
Margar hugmyndir hafa komið upp um hvað sé að gerast hjá mér og eru hérna nokkrar þeirra. Gifta mig, koma til Íslands, kaupa bíl, kaupa íbúð, fara í heimsreisu, taka einn nakinn súludans á bar einum. já já komið bara með fleiri hugmyndir og aldrei að vita nema að það verði verlaun í boði.
Annars ætla ég að tala um veikindafrí kerfið hérna í Noregi. Loksins eru norsk stjórnvöld á átta sig á því að kerfið eins og það er gengur ekki upp því fólk fær uppáskrifað hjá lækni að það sé óvinnufært undir næstum hvaða kringumstæðum sem er. Ef norðmenn verða þreyttir á vinnunni fá þeir viku uppáskrifaða hjá lækni um að þeir séu veikir. Heitir þetta "sykmelding" og er alveg að fara með atvinnurekendur vegna ofnotkunar og ef læknar vilja ekki skrifa fleiri "sykmeldinger" þá skiptir fólk bara um lækni. Núna er þetta orðið svo eða frá 1 mars, að ef ekki er hakað við að þetta sé smitandi sjúkdómur, bæklun af þeim toga að fólk ekki er í raun fært um að hreyfa sig og vinna. þá geta atvinnurekendur farið fram á að viðkomandi sé í vinnu þó svo hann sé "sykmeldur" en vinnan hans/hennar verður minnkuð og mestu álagspunktarnir teknir af. Fólk á rétt á 24 veikindadögum og er meiningin að það noti þá ef það treystir sér ekki í vinnu. En ef það er veikt meir en 3 daga þarf það vottorð frá lækni um að það hafi verið veikt. Ég vona að þetta kerfi komi til að virka betur því veikingarfrávera er gífurlega há hérna í Noregi og oft er það erfitt fyrir fólk sem er oft frá vinnu að koma í vinnu aftur það missir alla tengingu við vinnustaðin og vinnufélaga og einangrast.
Ég hef verið "sykmeld" meira og minna í eitt og hálft ár. Og ég var mest hrædd um að það yrði erfitt að koma í vinnu aftur. En ég hef reynt að koma oft á vinnustaðinn heilsa upp á alla og leifa fólki að fylgjast mé hvernig gengur og ég að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim. Svo hefur stýran sent mér e póst um það sem er að gerast. Einnig hef ég verið með á fundum sem fjalla um undirbúning að næsta skóla ári. þannig að sá kvíði sem þjáir marga sem eru lengi frá vinnu hrjáir mig ekki og hlakkar mig reyndar mjög til að byrja að vinna aftur.
Athugasemdir
Gaman að heyra að þú hlakkar til að fara í vinnu og gangi þér vel með batann elsku Unnur mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.6.2007 kl. 11:09
það er svona að setja einhverja vitneskju um frétt á netið fólk á það til að geta í eyðurnar,en við bíðum þolinmóð eftir fréttunum miklu.knús og kossar.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 1.6.2007 kl. 21:19
hahhahaa ég varð bara að hlægja að athugasemdinni þarna að ofan hahaha
ANYWAY
ég heyri hingað hinumegin á hnöttinn að það hlakkar í þér að sjá hvað þú ert að pína okkur!! skamm!
ég vissi ekki að kerfið væri svona í Noregi!
knús
x
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 08:03
upp er runinn mánudagur
ákvaflega skýr og fagur
ef ég ætti ekki magur
væri ég feit geit
góðan daginn og hey hey hey
rosalega er ég listræn og góð að ríma eða þanning haha
en hér í dk veldinu er líka beðið spennt eftir leyndarmálinu mikla
hafðu það gott frænka knúss knúss
Inga Dögg (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.