22.5.2007 | 10:11
letin alveg að fara með mig
Já það er hægt að segja að letin sé alveg að fara með mig allavega hérna á blogginu ég hefði átt að kvarta meir yfir því að lítið væri skrifað hjá öðrum. Það var bara eins og hleypt væri úr lóni það fossar svoleiðis af ykkur að maður hefur ekki undan að lesa og skrifa athugasemdir. Eftir allan þennan lestu þurfti ég nú bara að leggja mig en er nú kominn aftur og reyni að skrifa eitthvað. Ég fór til sjúkraþjálfans í gær og þar lyfti ég um 1100kg. samanlagt sem er víst ekkert voða mikið segja þeir sem æfa mikið en ég gekk einnig 8 km. og var nokkuð hreykin af sjálfri mér, að vísu gekk ég ekki allt þetta hjá honum en ég gekk heiman að frá og til sjúkró. og síðan 1km. hjá honum og síðan þvers og kruss um byggðina og kom við hjá Guðrúnu en tók síðan strætó heim. þegar heim kom lagðist ég fyrir og lá rotuð í tvo tíma. Jæja læt þetta nú nægja í bili enda enn að jafna mig eftir allan lesturinn á blogginu og æfingarnar.
Athugasemdir
Vá en þú dugleg. Passaðu þig bara að ofgera þér ekki. Gangi þér vel elsku frænka.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.5.2007 kl. 11:00
Já þú hefðir átt að kvarta meira undan letinni í okkur,ha.En dugleg að labba stepa og lyftirnarnar maður verður bara hræddur Ég held að ég sé komin með svefnsýki ,kom heim úr vinnuni og náði að láta liðið lesa og er búin að sofa siðan ,hneyksli,hefði frekar átt að labba þvers og kruss um Akureyri ,stórt knús og faðmlag stóra systir frá litlu systir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 16:31
þú ert geðveikt dugleg mútta mín! mátt alveg vera stolt!!
knús!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:20
knús og kvitt
Ólafur fannberg, 23.5.2007 kl. 08:37
Hlýtur að veara skildleikinn að okkur data sama í hug.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2007 kl. 09:17
Já það er ágætt að labba svolítið en það væri alveg hægt að fara milli veginn
Skrifa örlítið og labba hæfilega
Kapp er best í hófi
Kveðja litli stóri bróðir
Steinþór Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.