16.5.2007 | 15:50
Það er auðséð
að það er kominn sumarfílingur í ykkur á fróni. Þar sem lítið er skrifað á blogginu þessa dagana. Allir auðvitað úti í sólinni að njóta veðurblíðunnar. Er það ekki annars eða bara ekkert að segja. það gerist nú svo sem að manni finnst að það sé ekkert að segja frá en einhvernvegin þegar maður byrjar þá líður ekki á löngu þangað til maður er kominn vel niður eina síðu. Rakel er nýbyrjuð á að æfa fótbolta og verður gaman að fylgjast með hvað hún endist í þessu því hún hefur aldrei fundist fótbolti skemmtilegur. En það er allt annað að taka þátt en bara að horfa. Svo það er aldrei að vita nema að hún endist í þessu. Bekkjasystir hennar fékk hana með og sækir pabbi hennar Rakel á æfingar og keyrir henni heim á eftir. Rakel er mjög snögg að svara þegar eitthvað gerist og einn dag sem oftar gerðist eitthvað fyndið og hún hló og hló. Alltaf þegar hún dró að sér andann heyrðust mjög sérstök hljóð í henni og mamma hennar sagði við hana ,, þú ert nú bara eins og svín" við þessi orð hló hún enn meira og sagði ,,hvað ert þú þá, þú bjóst mig til". Guðrún og börnin ætla að fara í skrúðgöngu á morgun og verður kaffi í skólanum sem foreldrar halda. En á föstudaginn ætlar Rakel að koma til mín og gista yfir helgina en Róbert ætlar að halda afmælisveislu fyrir strákana á deildinni sinni á laugardaginn. Svo það er mikið fjör framundan.
Athugasemdir
Knús og kvitt með ósk um áframhaldandi fjör hjá ykkur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.5.2007 kl. 15:54
cool að Rakel sé að æfa fótbollta!!
það er alltaf svo gaman hjá ykkur!!
knús og kossar
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:54
flott hjá Rakel ,frænka hennar var að biðja um að æfa fótbolta en líka frjálsar og líka taekvondo svo nú er úr vöndu að ráða hvaðan fá þær alla þessa orku ég bara spyr.Já sumarfílingurinn lætur nú aðeins bíða eftir sér hérna á norðurlandi það er svo fjand.kalt þessa dagana sunnan menn fá alla sólina knús og kveðjur litlasystir með klaka í nefinu og reyk að vitum
Laugheiður Gunnarsdóttir, 17.5.2007 kl. 16:55
Innlitskvitt og klem:). Vona að þið hafið haft það yndislegt í dag
Kolla, 17.5.2007 kl. 21:21
hver er nú kominn með sumarfíling ekkert að frétta af ykkur noregshelmingur fjölskyldunar
Laugheiður Gunnarsdóttir, 18.5.2007 kl. 09:47
já hey ég nátturulega væblaðist inn á norskastöð á föstudaginn hvaða dagur var þá hjá ykkur allir í þjóðbúningnum og voða mikið um að vera
kveðja sú fáfróða í Dk veldinu
Inga Dögg, 19.5.2007 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.