12.5.2007 | 15:01
Róbert 5 ára
Ég fékk ekki tíma til að skrifa um afmælis strákinn minn sem varð fimm ára í gær. Hann er búinn að vera svo spenntur alla vikuna að hann hefur ekki geta sofi. Loksins rann upp afmælisdagurinn og vaknaði hann eldsnemma, rauk inn til mömmu sinnar, vakta hana mjög harkalega og sagði. ,, Mamma, mamma þú gleymdir að syngja afmælissönginn fyrir mig". Guðrún var hálfringluð og illa vöknuð eftir djúpan svefn langt inn í draumalandi, gat hvorki talað hvað þá sungið í þó nokkra stund. En svo fékk hann sinn afmælissöng og gjöfina frá mömmu sinni og pabba og systur sinni. Hann hafði frí í leikskólanum þennan dag og ætluðu foreldrar hans að fara með honum í bíó og að borða. Einnig voru keyptar gjafir fyrir peninginn sem hann fékk frá langömmu og langafa. Þegar hann var búinn að velja hvað keypt yrði sem auðvitað var Turtles þar sem hann er með algert æði fyrir því. þá vildi minn maður ekkert fara í bíó hvað þá að fara út að borða. Hann vildi bara fara heim og leika sér með nýju leikföngin sín. Mamma hans og pabbi fengu hann þó til að stoppa aðeins og borða með þeim. Eftir að ég og Guðrún höfðum verið hjá sjúkraþjálfanum var svo haldi veisla og fékk hann einn turles karl frá Gunna frænda sínum svo hann á nú tvo ásamt sverði og alskorar fylgihlutum sem keypt var fyrir peninginn frá langömmu og afa. Alla daginn brýndi hann fyrir foreldrum sínum að það væri hann sem réði í dag og hann mætti gera eins og hann vildi því hann ætti afmæli. Hvar hann fékk þessa hugmynd um fyrirkomulag á afmælisdegi vitum við ekki. Hann notaði þetta óspart ef einhver sagði eitthvað sem honum líkaði ekki. Húseigandi hann Olaf hefur svo gaman af honum og segist aldri hafa upplifað annan eins áhuga hjá nokkru barni á verkfærum og skiptir engu máli hvernig verkfærum. Svo hann gaf honum lista með allskonar verkfærum og eina töng. Róbert var hæst ánægur með þessa gjöf.
Ég gaf honum nitendo tölvu sem hann sat fastur í mest alla veisluna. En svo rauk hann allt í einu upp og sagði við mig ,,amma þú gleymdir að gefa mér dóta afmælisgjöf" Þá fannst honum hann ætti einnig að fá eitthvert dót í gjöf líka, tölvan var eitthvað annað í hans augum. Ég átti nú bágt með mig að hlægja ekki en gat nú útskýrt fyrir honum að afmælisgjafir geta verið margt, föt, bækur, o.s.fr. þá kom frá honum ,, OOOOO já það er alveg rétt, ég var búinn að gleyma".
Allir í tölvuleik, Rakel vinkona hennar Tiril og Róbert.
Athugasemdir
hljómar eins og allir hafi skemmt sér vel!! frábært!
knús til ykkar allra!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 21:27
Þetta hefur verið frábær dagur. Mamma þú gleymdir að syngja afmælissönginn minn. Allveg frábært hjá honum. Hann hefur sko verið spenntur, kallinn litli. Og svo OOOO,já það er allveg rétt, ég var búinn að gleyma. Frændi hans hann Þór segir já ég ruglaðist bara. Frábærir þessir karkkar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.5.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.