11.5.2007 | 04:22
fékk það óþvegið
Ég gleymdi alveg að segja ykkur frá síðustu ferð minni til sjúkraþjálfans. Hann byrjaði á jákvæðu hlutunum og sagði að ég væri komin miklu lengra á veg en hægt væri að vonast til miðað við þá aðgerð sem ég hafði farið í. Og sagði hann mjög alvarleg ,, Ég er ekki bara að segja þetta til að gera þig ánægða, ég meina það." Ég var náttúruleg voða montinn enda hef ég unnið vel í því og reikt(með einföldu ii) mig bæði í bak og fyrir. (rei ki) Svo fór hann að tala um þennan yndislega jellibolta líkama minn. Og sagði ,,þú hefur mjög góða og sterka vöðvabyggingu sem gerir það að verkum að þú getur ekki farið eftir stöðluðum töflum um kjörþyngd. Þú ættir samkvæmd þeim að vera 54 kg. (já ,já ) en sennileg væri nær lægi að kjörþyngd þín sé s.a. 62kg. Svo ert þú ansi bólgin á fótunum ennþá svo þar er aukaþyngd" Nú hélt ég að hann væri hættur þessu þvaðri en nei ekki aldeilis. það kom stórt ,,EEEEEEEEEEENNNNNNNNNNNNNNN þú ert allt of þung og ef þú gerir ekki alvarlegt átak í því þá kemur þú ekki til að geta unnið fulla vinnu án þess að vera alltaf að drepast í bakinu". Og hana nú, þar fékk ég það og komst fljótt á gólfið eftir allt hrósið á undan. En hef ég ekki verið að blaðra um svokallaðan Pollýönnuleik og nú kom hann að góðum notum. Jú sjáið til, fyrir þetta samtal var markmiðið að ná kjörþyngd það var ekki málið en nú er ekki eins langt í hana. Aðeins tæplega 30 kg. í staðinn fyrir rúmlega 30 kg. Svo með sama hraða og hingað til verður það um það bil þegar ég verð áttræð. O jæja það er víst gott að hafa lagtíma markmið segja einhverjir sem þykjast hafa vit á slíku.
<svona í dag svona um áttrætt>
Athugasemdir
u can do it!!
knús mútta mín!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 08:40
Ó Unnur mín, en gaman, jæja, kanski fyrst það er betra fyrir bakið getur þú unnið af því að missa nokkur kíló en ef þú værir 62 þá værir þú horringla.Gangi þér vel .Ég þyfrti líka að losna vð nokkur. Ég er hætt að geta það.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.5.2007 kl. 10:34
hihi á þig þetta kalla ég að tala hreint útgangi þér vel systa mín kveðja frá hinu jellybollunni
Laugheiður Gunnarsdóttir, 11.5.2007 kl. 11:00
Gleymdi að segja til hamingju með Róbert litla.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.5.2007 kl. 12:35
HÆ litla sistir þú verður það allta fyrir mér sama hvort grömminn verða mörg eða ekki maður er það sem maður er, en líður manni betur ef maður er eins og maður á að vera kannski veit það ekki
Sendu kveðju á þann litla (sorry hann er orðin stót) frá okkur mér skilst að hann eigi afmæli í dag
Steinþór Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.