ein lítil og stutt

W00t  

Það gerðust dularfullir atburði eina dimma desember nótt á því herrans ári 2006 í austurhéraði Noregs. Hús eitt mitt í ömmuskógi varð fyrir óhuggunarlegri lífsreynslu, sem þeim mun seint úr minnum fara. Það var gestkvæmt í húsinu og eftir notanlegan aðfangadag var lagst til hvílu og sváfu gestirnir í stofunni. Það voru ekki mörg jólaljósin hjá þessu fólki en það hafði skreitt jólatréð og á því var auðvitað jólasería og svo hafði það tvö aðventuljós annað var hvítt að litinn og hitt rautt. Ekki hafði fólk legið lengi þegar óróleika var vart allt í kring um sofandi fólkið sem vaknað upp við skruðninga við gluggann og rauða aðventu ljósið blikkaði í sífellu. Það var tekið úr sambandi og þar með hélt fólkið að málið væri leist og lagðist aftur til hvílu. Þá byrjaði hvíta aðventuljósið að blikka. Og var eins og einhver kveikti og slökkti á því til skiptis. Og nú var það einnig tekið úr sambandi. Og enn var lagst til hvílu. Það leið þó nokkur stund og fólk sofnaði vært en þá kviknað aftur á rauðaljósinu og það byrjaði að blikka og blikka. Var nú farið að síga í fólk og tók einn af skarið og tók bæði hvíta og rauð aðventuljósin  og setti þau fram í eldhús. Nú varð friður það sem eftir var nætur og fólk svaf vært. Næsta morgun sagði gesturinn húseigandann  frá atburði nætur. Hann kippti sér ekkert upp við þetta og sagði að það hefði sennilega bara verið hann Skúli. Hann kemur hérna reglulega og stríðir þeim sem sofa í stofunni. Þar með var ekki talað um þetta meir en Skúli fékk sök á öllu sem miður fór eftir þetta.

 

Ég ætla ekki að skemma söguna með vísindalegum staðreyndum, En þetta gerðist hérna um jólin þegar mamma og pabbi voru í heimsókn þó svo aðeins sé bætt í.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oooo spooookie....!!!

knús!

bið að heilsa skúla

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alla malla þetta var draugalegt uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

Laugheiður Gunnarsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

En hver er Skúli? Knús

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.5.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Unnur Guðrún

þeirri dularfullru spurningu verður ekki svarað að sinni en koma tímar koma ráð og aldrei að vita nema það verði opinberað í framtíðinni.

Unnur Guðrún , 11.5.2007 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband