lítið og nett

Ég er búinn að vera að lesa hin og þessi blogg og skemmt mér konunglega (drottningarlega) við lesturinn. Einn var að múna, annar að sofna ofan í súpudisk, enn einn próflesarinn o.sv.frv.. Ég gleymi alveg að skrifa sjálf enda ekki mikið að gerast hjá mér þessa stundina. Afmæli framundan litli prinsinn verður 5 ára á föstudaginn. Og ég er hjá sjúkraþjálfanum þrisvar í viku. það er stórmunur á mér síðan ég byrjaði þar, hætt að þurfa að leggja mig á daginn og ekki þurft verkjatöflur í10 daga. já....já ......hum ég veit ekki hvað meir ég á að skrifa svo þetta verður að duga í dag. Kannski ég bara segi ykkur sögu næst af einhverju kynjaverum og draugagagni sem ralsa hérna um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman þegar ú segir okkur sögur.Gott að þú þarft ekki verkjatöflur. Það er nú þó nokkuð. Og svo er gæainn 5 ára á föstudag. Til hamingju fyrirfram.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.5.2007 kl. 21:25

2 identicon

frábært að þér sé að líða betur! 

knúsaðu Róbert á föstudaginn fyrir mig!!

já segðu okkur sögu!

xxx k 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband