8.5.2007 | 11:57
púkinn komin á bloggið
Haldið þið að það sé nú munur að geta fengið leiðréttingu á öllum ritvillupúkunum sem alltaf eru að angra mann. Og það beint í æð hérna á mogga blogginu nú vantar bara forrit sem lagar setningar líka því ég er gjörsamleg blind á allt sem heitir setningarfræðileg réttritun. Eða ég á það til að skrifa akkúrat eins og ég tala og það er víst ekki rétt setningarfræði eða málfræði eða hvað allt þetta æði heitir nú aftur.
Athugasemdir
Einmitt skrifaðu eins og þú talar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.5.2007 kl. 20:00
Mér finst æðislegt að hafa þennan púka
Kolla, 8.5.2007 kl. 20:05
Já er Púkinn æðislegur og hvað eru menn að pæla í því hvernig við röðum orðum saman eða hvernig við skrifum þau við eigum einn virtan rithöfund hér heima á fróni sem gerði þetta bara eins og honum sýndist ekki minni maður en Halldór Laxnes
Nei annars þetta er frábært framtak og gaman að geta skrifað rétta og stílhreina Íslensku, höldum bara áfram að skrifa
Steinþór Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 20:26
já en afhverju er þetta kallað púki?
knús
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:51
þakka fyrir innlitið öll. Nafnið púki kemur sennilega af því að hann ,,púkinn" er alltaf að stríða okkur þegar við gerum villur. Og Halldór Laxnes já hann skrifaði eins og fólk talið til að ná fram þeirri stemmingu sem lifði meðal fólks. Svo ég held bara áfram að skrifa eins og ég tala enda ekki að fara í próf í stafsetningu eða setningarfræði.
Unnur Guðrún , 9.5.2007 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.