3.5.2007 | 14:40
frh.
Örlítið meira af laugardeginum. Rakel svaf hjá þessari nýju vinkonu sinni um nóttina. Ég og Guðrún vorum samt alveg vissar um að hún myndi koma heim þegar nálgaðist svefntíma en hún kom ekki. Ég heyrði aðeins í henni og vinkonunni um sjöleitið en þá voru þær að kanna froskaeggin sem voru úti á tröppum, síðan fóru þær bara heim aftur til vinkonunnar.
Sunnudagur:
Ég var búinn að baka köku og Guðrún búinn að gera túnfisks salat svo við gátum fóðrar spikið í tilefni af deginum. Og sungu Róbert og Guðrún afmælissöng fyrir mig.
Þegar Rakel loksins birtist var það aðeins til að spyrja hvort hún mætti fara með fjölskildu stúlkunnar í skógarferð að einhverju vatni sem er töluvert fyrir ofan okkur. Var það auðfengið. Róbert varð alveg æfur í að fara með, en þeim fannst hann of lítill til að fara svona langt og varð hann mjög sár yfir þessu en það lagaðist þegar ég sagði honum að ég skildi fara með honum í skógstúr aftur. Og það gerðum við án þess að detta í tjörnina eða verða mjög vot. Samt tókst honum að gegnbleyta skóna sína sem ég hafði mikið fyrir að þurrka frá deginum áður. Nú við skemmtum okkur konunglega og gengum langt inn í skóginn og var hann mest hræddur um að við rötuðum ekki til baka. Það tók ekki langa stund að kenna honum að skoða kennimerki í kring um sig og var hann alla leiðina að leita eftir þeim og sína mér. Eitt sniðugt datt honum í hug og hann sagði við mig ,,amma þú getur bara tekið myndir, ef við skyldum gleyma". Þá átti hann við að það sem hann ætlaði að nota sem kennimerki ætti ég að taka myndir af. Nokkuð sniðugur næstum fimm ára strákur. Hann varð svo aðframkominn eftir daginn að hann sofnaði um sjöleitið. Enda hafði hann verið á hlaupum allan daginn, upp um allar hæðir og hóla, milli þess sem hann hoppaði yfir skurði og reyndi að klifra í trjám. Rakel birtist loksins og var þá spurt hvor vinkonan gæti sofið hjá henni núna. Það er alltaf pláss fyrir einn og einn kropp svo þær sváfu hérna. Það varð nú svo mikil kjaftagangur í þeim að þær ætluðu aldrei að sofna. Þær voru samt orðnar yfir þreyttar svo Guðrún las fyrir þær sögu. Hún náði að lesa tvær blaðsíður þá voru þær sofnaðar.
Mánudagur: það var engin skóli í dag og auðvitað frídagur á þriðjudag. Ekkert spennandi gerðist þessa daga. Rakel lék allan mánudaginn með vinkonunni (kann ekki að skrifa nafnið hennar. Það er sagt sjasmin en sennilega skrifað jasmin) J og Róbert lék annað slagið með þeim eða var hérna hjá okkur. Þau fóru svo heim á þriðjudeginum.
Jæja punktur og basta.
Athugasemdir
trúi ekki að rúsínan mín sé að verða 5! en auðvitað er hann klár! enda í mjög sniðugri fjölskyldu! ætlaði að segja klárri eða klárari en það hljómar ekki vel.. hehehe
knús til allra þarna hinumegin!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 21:10
Ég heyri að það var gaman. Sniðugur snaði. við getum bara tekið mynd.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.5.2007 kl. 21:39
knús knús stóra systir alltaf jafn mikið að gera hjá noregsfólkinu mínu skrifa meira seinna
Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.5.2007 kl. 10:43
Ólafur fannberg, 7.5.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.