2.5.2007 | 09:49
könnunarl. 2 ásamt fleiru
Jæja nú er orðið langt síðan ég skrifaði síðast svo þið fáið framhaldsögu frá föstudeginum 27 til dagsins í dag. En fyrst vil ég þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur á afmælisdaginn minn.
Föstudagur:
Ég sagði frá fyrrihluta þessa dags í síðustu skrifum svo það kemur bar smá núna. Eftir að við Guðrún höfðum verið í höfuðborginni skildust leiðir þar sem hún ætlaði að sækja krakkana en ég treysti mér ekki í að ganga þann spölinn svo ég fór heim og lagði mig. Um fimmleitið hringdi Guðrún og sagðist vera á leiðinni með næsta strætó og að hún hafi keypt inn fyrir helgina. Svo ég gekk á móti henni niður brekkuna og beið í strætóskilinu. Þar tók ég á mót þremur mjög svo þreyttum Rakel og Róbert voru að rifna úr monti með nýju hjólin sín Róbert hafði einnig fengið hjól en notað frá syni eins finnufélaga okkar. Þegar við vorum komin s.a. ¼ af leiðinni byrjuðu grátstafirnir og lái ég þeim það ekki því brekkan er ansi brött og fyrir lítið fólk sem er búið að vera á fullu gasi frá því kl 6 um morguninn sýnist hún enn verri hvað þá ef það þarf að leiða hjól líka. Nú voru góð ráð dýr ég og Guðrún vorum með fyllar hendur af pokum og töskum. Enn þykir þeim mjög spennandi að fá lykilinn að íbúðinni og fá að opna sjálf svo ég sagði: ,, sá sem verður fyrstur upp má fá lykilinn og opna fyrir okkur" og þau þutu upp. Rakel virðist alltaf eiga auka orku fyrir svona lagað og var kominn langt á undan okkur og Róbert varð öskurvondur yfir því að hvað hún var kominn langt á undan og röflaði yfir þessu og þverneitaði að halda áfram. Svo sá hann að Rakel hægði á sér og stoppaði alveg og settist í kantinn alveg búinn. Þá var eins og rakettu væri stungið í rassinn á honum og hann strunsaði upp brekkuna, framhjá Rakel og alla leið heim. Þá varð náttúrulega Rakel vond og klagaði mikið yfir þessum bróður sínum. Það var kannski illa gert að efna til svona samkeppni milli þeirra en hún jafnaði sig og fékk að velgja hvað væri horft á í sjónvarpinu í staðin. Þegar inn kom lögðust þau bæði í sófann og Róbert sofnaði á innan við fimm mínútum. Rakel sofnaði nú ekki en lagðist í sófann og horfði á sjónvarpið.
Laugardagur:
Það er trampólín á lóðinni sem er nú ekki frásögum færandi nema að það hefur alltaf verið bak við hús þangað til nú í ár þá hefur það verið flutt fram fyrir og krakkarnir vor að hopp á þessu og þannig kynntist Rakel nágranna stelpu og hafa þær verið óaðskiljanlegar frá fyrsta stundu. Hún kom með okkur þar að segja mér, Róberti og Rakel í könnunarleiðangur nr. 2. í myndaralbúmi getið þið séð myndir frá þessari ferð.
Núna er allur snjór farinn og var lagt af stað með háfa og fötur til að veiða halakörtur í tjörninni frægu sem við fundum í síðasta leiðangri. (þau kalla þetta rumpetroll). Þegar við komum að tjörninni voru engar halakörtur ennþá, en heil ósköp af eggjum sem lágu á yfirborði tjarnarinnar og var þetta eins og þykkt hlaup. Þau reyndu mikið að fá eitthvað af þessu upp í háfana sína en gekk illa, þau gáfust samt ekkert upp og fengu þó nokkur egg upp í föturnar. Róbert þurfti nú að kanna heiminn í kring og gargað reglulega á ömmu að koma og sjá. Þar þurfti ég að taka mynd fyrir hann af hinu ýmsu fyrirbrigðum sem hann sá þar á meðal elgskúkur sem þið sjáið í mynda albúminu. Einnig tíndi blóm handa mér en fór svo að ,,veiða" fleiri egg. Það var trjágrein sem lá yfir tjörninni sem hann þurfti endilega að standa á til að ná í eggin. Og auðvitað datt hann út í tjörnina og hljóðin sem komu frá barninu eru ólísanleg. Hann grét ekki, en vatnið var svo kalt að hann saup hveljur og ég nýbúinn að setja myndavélin niður í tösku svo ég náði þessu ekki á mynd en tók eina þegar hann kom upp úr öskur illur og vildi sko ekki horfa á mig þegar ég tók myndina. Svo þá var þessum ævintýra ferð lokið og við röltum af stað heim. Þegar við vorum kominn hálfa leið kvartaði hann mjög undan að buxurnar stingi svo ég tók hann úr buxunum og sokkunum og hann hljóp eins og elding heim og amma þurfti að halda á öllu útstýri ferðarinnar ásamt blautum fötum. Ég hafði nú helt meirihluta eggjana út í tjörnina svo lítið bar á áður en við lögðum af stað heim.
Jæja þetta er nú orði svolítið langt svo ég segi ykkur framhaldið á morgunn..........kannski .............ef ég nenni..........
Athugasemdir
þú hefur alltaf í nógu að snúast, skilaðu kveðju til Guðrúnar og krakkanna frá okkur hér í Odense
Inga Dögg, 2.5.2007 kl. 10:50
Frétti að þú áttir afmæli. Innilega til hamingju með það
Bestu kveðjur frá STavanger
Kolla, 2.5.2007 kl. 11:46
alltaf jafn gaman hjá unni ömmu og eru þau öfunds verð að eiga þig að og það sem þú gerir með þeim.góðar kveðjur litla systir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 2.5.2007 kl. 22:25
HAHAHAHAHA æ þú segir svo skemmtilega frá, oh hvað Robbi er fyndinn hahahaha knúsaðu grislingana frá mér, og Guðrúnu líka. Segðu Gunna að hann fái ekkert knús fyrr en hann skrifi á heimasíðuna mína! skamm skamm hihi knús xxx K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:34
Ekki vantar skapið í ættina. Kannast eitthvað við svona systkini.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.