Geimverur og draugar með fleiru

 

Kæliskápavandræði hafa verið að plaga mig í nokkuð langan tíma en það var meiningin að láta hann duga eitthvað áfram og kaupa frystikistu þar sem ég hafði ekkert frystihólf í kæliskápnum. Svo minn fór að skoða kistu en endaði með að kaupa ísskáp og hefur hann fjórar frystiskúffur þannig að ég sló tvær flugur í einu höggi. Hann kostaði um 4000 norskar kominn heim í hús. Svo þetta var ekki svo svakalega dýrt það eru um 42þ ísl. (eyðslukló)

Jæja Róbert og Rakel voru hjá mér á föstudaginn og svo kom Guðrún á laugardeginum og svaf einnig hérna. Á sunnudagsmorgun kom Róbert upp í til mín ískaldur þá hafði hann verði vakandi góða stund og verið að leika sér á gólfinu. Ég fékk algert sjokk við þennan að þessi litli kaldi kroppur kom undir sængina hjá mér og lá við að ég hoppaði upp úr rúminu og hló hann mikið af mér. En svo fékk hann algera munnræpu. Hann hefur verið mikið upptekin af draugum, geimverum, flugvélum og geimskipum. Og hann sagði mér sögu af þessum öllu með mikilli innlifum. Og þegar amma ætlað að segja eitthvað eða spyrja eitthvað út í söguna þá stoppaði hann mig alltaf og sagði: ,,Bíddu bíddu ég er ekki búinn." Og svo bablaði hann á sinni norsku í um hálftíma og amma mátti bara segja já og nei þegar það átti við. Svo stoppar hann nú loksins og snýr sér að mér og segir: ,,núna mátt þú amma." Þá varð ég náttúrulega alveg mállaus og átti mjög erfitt með að ekki hlæja. Fannst þetta eiginlega mátulegt á mig því þetta er akkúrat það sama og við erum að kenna börnunum að grípa ekki fram í og bíða eftir að það kemur að okkur að tala.

Annars er allt gott að frétta hérna ég byrja hjá sjúkraþjálfa á fimmtudaginn svo þetta er allt að koma í gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bið að heilsa þjálfaranum hihihi

Ólafur fannberg, 23.4.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Unnur Guðrún

ég skal skila því Ólafur ég næstum viss um að það verður ekki eins mikið fjör hjá mínum og hjá þér og þínum

Unnur Guðrún , 23.4.2007 kl. 12:11

3 identicon

hahaha, ertu viss um að þú þurfir fristikistu, notaðu bara Róbert! hhihi

en gott hjá þér að kaupa ískáp!

xxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: Kolla

Til hamingju með nýja ísskápinn.

Ekki slæmt að vakna við lítinn ísklúmp upp í rúm :), híhí 

Kolla, 23.4.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

'O börnin eru alveg yndisleg á þessum aldri. Datt í hug frændi hans. hann sonarsonur minn. Gangi þér vel hjá þjálfa. Já og til hamingju með ísskápinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:07

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Til hamingju með kæliskápin ,hefði ekki verið betra að nota bara Róbert til að kæla niður mjólkina.Þetta með að grípa fram í er Bryndísi mjög hugleikið og ekki síst þegar stjórnmálamenn eru að tala í sjónvarpinu og þá getur hún ekki orða bundist yfir  ókurteisinni í þessu fólki.Kærar kveðjur til allra knúsar og kossar.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband