Bráðlæti eða hvað?

 

Ég er þannig persóna að ef ég fæ einhverja hugmynd, verður hún að framkvæmast helst árinu áður en ég fékk hugmyndina. Hvernig svoleiðis nokk er framkvæmt læt ég ykkur um að hugleiða. Flestir sem þekkja mig að einhverju ráði eru nú samt þakklátir fyrir það, að það er sjaldgæft fyrirbæri að heilastarfsemin hjá mér er svo virk að þessar hugmyndir komi oft. Hérna eru svo nokkrar af þessum hugmyndum mínum:

  • Mars 1996, flutti til Eyjafjarðarsveitar. Flutti í júní sama ár hafði húsnæði en enga vinnu. Fékk svo vinnu í ágúst.
  • Mars 2000. fara í háskóla. Umsóknarfrestur til inntöku rann út í apríl. Ég hafði ekki verið í skóla í 24 ár en hafði tekið ensku, stærðfræði og íslensku í fjarnámi, svo ég hafði nú einhverja hugmynd um hvað það var að vera í skóla en það var örlítið mikið stökk frá þessu stutta fjarnámi mínu til háskóla.
  • Mars 2003, flytja til Noregs. Var flutt í endaðan júní án vinnu, húsnæðis eða að kunna málið. Gisti hjá Guðrúnu til að byrja með en fékk svo húsnæði 1. ágúst og vinnu sem afleysingarmanneskja hjá afleysingarfyrirtæki 15 ágúst. Og fasta vinnu 1 nóvember. Þá var ég búinn að fara á norskunámskeið og kominn töluvert inn í málið. Og vitið þið að þetta bölvaða dönsku nám sem maður bölvaði sem krakki kom að góðum notum.

Þetta eru bara þrjár hugmyndir frá mér en takið eftir þær eru allar fengnar í mars svo ef mars líður án þess að ég gefi frá mér píp þá er öllu óhætt og fólk veit hvar það hefur mig næstu mánuði og getur andað léttar.

Sumir myndu sennilega kalla þetta fyrirbæri ábyrgðarleysi, heimsku, fyrirhyggjuleysi eða eitthvað í þeim dúr. En ég kalla þetta fyrirbæri aftur á móti að treysta í blindni Guði að allt vari vel. Í 90 % tilvika hefur það líka gert það, þessi 10% sem vantar upp á var það ég sem sofnaði á verðinum og gleymdi að byggja upp úr þeim efnivið sem ég hafði og þar af leiðandi hrundi sá hluti.

Hvað maður getur bullað á þessu bloggi er nú ........já ......jæja .......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt sumar

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hvernig fór þessi grein framhjá mér? Ármann var að ræða þetta við okkur áðan. Heyrðu mars er líðinn þá er ekki von á breytingum þetta árið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.4.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband