Stolið hjól og heiðarleiki

 

Eiginleg væri hægt að hafi fyrirsögnin Stolið hjól, heiðarleiki og manngæska.  

Hjólinu hennar Rakel Maríu var stolið í síðustu viku og olli það að sjálfsögðu mikilli sorg. Var leitað um allt hverfið farið í gil og garða en ekkert fannst. Hvorki Guðrún eða ég mundum hvaða gerð af hjóli þetta var. Það eina sem við vorum öruggar með að það var rautt og með hvíta körfu framan á. mikil hjálp í því. Það var leitað í öllum myndaalbúmum en ekki fannst ein einast mynd af hjólinu. Við urðum að sætta okkur við að hjólið var tapað. Guðrún hafði spurt krakka sem hún sá hvort þau hefðu séð hjólið en engin hafði séð neitt. Olaf eigandi hússins bjó til smá plaggat og hengdi upp á nokkrum stöðum með lýsingu á hjólinu og viti menn í fyrradag var svo bankað uppá og voru þar krakkarnir á ferð sem Guðrún hafði spurt um hjólið, en Guðrún var ekki heima en Olaf var heima og bað þau að koma seinna þegar Guðrún væri komin heim. Þau gerðu það og komu með hjólið um leið. Þá hafði einhver maður fundið hjólið á miðjum vegi og tekið það og sett upp við girðingu hjá sér og krakkarnir sáu það og komu nú með það. Olaf er alveg ótrúlegur hann gaf þeim 200kr í fundarlaun þó svo þetta væru ekki hans börn sem týndu hjólinu. Jæja Rakel María hefur tekið gleði sína að nýju og nú tók Olaf myndir af hjólinu einu og sér og með Rakel Maríu á. Olaf er alveg einstakt gæðablóð sem gott er að tala við og til í að hjálpa þó svo hann sé ekki beðin um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskveðja

Ólafur fannberg, 18.4.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Jæja ég hef alltaf sagt að það er gott að vera í Noregi. Allavega var ég mjög ánæð þar.

Kristín Magnúsdóttir, 18.4.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er allstaðar til gott fólk sem betur fer. Kveðja til þín Unnur mín. Ég vona að þú farir vel með þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.4.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

allt gott sem endar vel .Og gott að Guðrún er hjá góðu fólki.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband