Mál og tal

 

Ég hef akkúrat ekkert að segja um mig og mína hérna úti svo ég ætla að bulla um mál og tal ég á nefnilega bók sem heitir Spakmælabókin og þar er mörg góð orð um margt, þar á meðal mál og tal. Ég læt ykkur um að dæma orðin en hérna eru nokkur.

Orð geta stundum gert mein, en þögnin getur valdið enn dýpri sorg. Engin móðgun særir okkur eins mikið og ástúðleg orð sem voru aldrei sögð. Og engin athugasemd sögð í hugsunarleysi veldur okkur eins sárri iðrun og þau orð sem við sögðum aldri. (Pn Struther)

Hugsun er eintal sálarinnar (Platon)

Þeir sem tala of mikið hugsa of lítið. (John Dryden)

Orð án hugsunar eru eins og segl í logni. (Ók. Höf.)

Ein tegund sóunar byggist á því að orðafjöldinn ber hugsanirnar ofurliða.(H.F. Henrichs)

Munnurinn: á karlmönnum hlið sálarinnar, á konum frárennsli hjartans. (Ambrose Bierce)

Tungan er sköpuð sem himneskt hljóðfæri, en oft leikur djöfullinn á það. (Longfellow)

Upphaf viskunnar er að kunna að þegja. (Goethe)

Nú hafið þið eitthvað að hugsa um í bili (Unnur) nei bara grín aldrei að vita nema ég komi með eitthvað meira úr þessari bók seinna.

Að lokum koma nokkur orð frá börnum, sem er úr bókinni Gullkorn úr hugarheimi ísl. barna.:

,,Sjáðu, hvað þetta hjól er lítið á mig."

,,Mér er svo illt í maganum, að ég verð að nota trefil."

,,Fyrst ætla ég að vera Batman, svo Superman og svo fer ég í nudd."

,,Þegar englarnir koma of seint að sækja mann, þá verður maður draugur."

,,Ef maður hefur blá augu, þá er maður stelpa."

,,Ég get ekki farið út, ég er með hjartaslag."(hiksta)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að húmorinn er í góðu lagi.
Flott spakmæli !
Kveðja, Hóffa

Hóffa (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alltaf skrefi á undan elsku sista mín gott að ég var ekki búinn að setja litlu spakmælin hihihihih knús og kossar

Laugheiður Gunnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband