13.4.2007 | 08:36
Hosuklemma og pissusprengur
Jæja nú er ég búinn að fara í þetta 4 mánaða eftirlit eftir aðgerðina. Sjúkrahúsið liggur töluvert langt frá Nittidedalnum þar sem ég bý. Það tekur mig um tvo tíma að komast þangað. Fyrst hitti ég sjúkraþjálfa og svaraði fjögra síðna spurningarblaði en svo fékk ég að leggja mig meðan hún ræddi við mig og fór yfir spurningarblaðið og æfingar sem ég á að byrja með að gera heima. Hún var mjög ánægð með mig. Svo sagði hún við mig að nú gæti ég farið að prufa mig fram við að sitja í venjulegum stól. Úbs ég er fyrir löngu búinn að skila öllum hjálpartækjum og stólnum líka. Ég sagði henni bara að ég væri byrjuð á því. Ekki að ég væri alfarið farinn að sitja í venjulegum stól fyrir fjórum vikum síðan. En ég get að vísu ekki setið lengi og verð fljótt þreytt. Já já ég er svolítið bráðlát eins og líf mitt allt sínir en það er efni í aðra sögu. Eftir að hafa talað við sjúkraþjálfann fór ég í rönken myndatöku og síðan talaði ég við lækninn. Hann sýndi mér myndirnar og þar sá ég þetta ferlíki. Frá rófubeini og upp með hryggnum lá 7.5 cm hosuklemma með seks stórum skrúfum í. Það heitir trúlega eitthvað annað en hosuklemma en þetta líktist því í mínum augum. Þetta leit víst allt mjög vel út að sögn læknisins og beinígræðslan var langt komin með að gróa fast við hrygginn. Hvað haldið þið að hann hafi sagt svo jú jú "nú getur þú farið smá saman að sitja í venjulegum stól,,. ...........Arg ég sagði ekkert í þetta skipti nema "já það var nú gott.,, Ég spurði út í hvenær ég gæti farið að vinna. Hann brosti bara og sagði " liggur þér eitthvað á.,, svo hló hann og sagði " þú verður alveg frá vinnu út júní en svo getur þú farið að vinna ca 50% eftir það. Og sérð til hvernig þér tekst það,,. Og á ég að nota tíman framundan til að þjálfa mig og vera hjá sjúkraþjálfa. Sem sagt í stuttu máli lítur allt vel út og ég má ekki fara að vinna fyrr en í júlí. Leikskólinn er lokaður tvær síðustu vikurnar í júlí svo þetta verða bara tvær vikur sem ég vinn og síðan tveggja vikan frí. Og svo ætla ég að byrja á fullu í ágúst. Punktur og basta.
Á leiðinni til baka til Osló var ég í svo miklum pissuspreng að ég var næstum búinn að pissa á mig. Og hvað haldið þið að ég hafi gert..............nei ég pissaði ekki í buxurnar............nei ég pissaði ekki heldur í neinu húsasundi. Ég fór úr við eitt senterið og óð inn þar sem ég vissi að væru klósett. Það var ósköp mikil af fólki við eitt klósettið svo ég óð inn á það næsta þar voru nokkur klósett og letti ég á blöðrunni á ein þessa. Þetta væri ekki frásögu færandi nema af því að þegar ég kem út sé ég að þarna stendur ungur herramaður og er að pissa í svona sérhannaða skál fyrir karlmenn. Já já ég var á karlaklósettinu .......ég sagði bara "úbs ég fór víst á vitlaust klósett,, og þvoði mér um hendurnar í rólegheitunum meðan strákgreið stóð þarna eins og kleina og þorði ekki að hreifa sig. Síðan strunsað ég út og lét mig hverfa mjög fljótt í burtu frá þessum stað. Það er nú bara svona þegar sveitarfólkið fer til byggða það getur allt skeð. Ég vona að blessaður drengurinn sem hefur verið svona 18 til 19 ára hafi komist klakklaust frá þessu og ekki beðið skaða af.
Athugasemdir
Það er gott að allt lítur vel út hjá þér og hosuklemmunni líka ,bráðlát já hefði nú ekki verið allt í lagi að hafa stólin aðeins lengur hefði ekki sakað og ekki verið mikið fyrir þér ., Þér batnar ekkert fyrr þó að þú skilir öllu áður en þú ert búin að jafna þig .En gangi þér vel í þjálfunni ,ég veit að þetta verður ekki mikið mál fyrir þig ,.
Strákurinn hefur þá eitthvað að segja í næsta partíi og lifir lengi á því þegar kerlingin var á karlaklósettinu.hihihih
Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.4.2007 kl. 15:00
Nú er ég hlæjnadi. Þú deyrð ekki ráðalaus.Aumingja strákurinn.
Já það var eftir þér að vera farin að sitja í venjulegum stól fyrir löngu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.4.2007 kl. 20:43
Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.