páskastúss og ...

 

Jæja nú eru páskarnir búnir og höfðum við það afskaplega gott þó að við snérum öllu á haus og héldum akkúrat ekkert í gamlar hefðir. Við vissum seint hvort Rakel og Róbert yrðu hjá pabba sínum eða ekki og svo var hann í því að breyta um dag sem hann ætlaði að hafa þau svo við bara spiluðum eftir því í þetta sinn. Svo að maturinn sem planlagt var að hafa á föstudaginn laga varð á laugardaginn og við bökuðum pitsu á föstudaginn laga, en grilluðum svínakótelettur á laugardaginn. Þetta dúlluðum við okkur við heima hjá Guðrúnu og c.o. Svo voru krakkarnir hjá pabba sínum fyrripartin á páskadag. Og hvað haldið þið að við gerðum á páskadagskvöld. Ég veit ekki hvort ég á að segja það, en jú ég læt vaða við pöntuðum pitsu. (pitsa einu sinni ennShocking) Og á annan í páskum eldaði ég grjónagraut sem við fengum okkur í hádeginu. Jæja nóg af matarstússi.

Ég er að fara í svokallað eftirlit á sjúkrahúsið á morgun svo ég segi ykkur frá hvernig það kemur út á föstudaginn .....kannski.

Það snjóaði á páskadag en nú er kominn sól og snjórinn næstum farinn. Vitið þið hvað ég er eitthvað ekki í stuði að skrifa núna ætla út í sólina svo þetta verður að nægja núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

flottir páskar hjá ykkur ekkert vesen og höfðuð það bara gott.knús og kveðjur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 11.4.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bara pizzupáskar . Ekki amalegt. vonandi fáum við góðar fréttir af þér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.4.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband