4.4.2007 | 05:57
Að segja barni sögu
Ég ætla að byrja á að óska Unni Ósk frænku velkomna í bloggvinahópin þetta er orðið algert ættarmót hérna á þessu mogga bloggi. Gaman af þessu.
Ég hef ákaflega lítið að segja núna en lagnar samt að skrifa eitthvað svo ég ætla að segja ykkur sög af mér að segja Rakel sögu fyrir svefninn. Rakel var lögst upp í rúm og beið eftir sögunni. Ég byrjaði á að segja við hana: Ef það er eitthvert orð sem þú ekki skilur þá skaltu bara spyrja og ég skal reina að útskýra það fyrir þér. "Ókídókí sagði sú stutta" jæja þá byrjar sagan sem heitir:
Það var einu sinni köttur sem hafði tínt nafninu sínu.
Þegar kötturinn var kettlingur átti hann heim í húsi og hafði nafn. Húsið var umlukið stórum skógi og mikið af góðum felustöðum að fela sig í og láta sig dreyma. Einn dag gekk hann langt inn í skóginn svo langt að hann fann ekki vegin heim. Og með tímanum gleymdi hann hvað hann hét. Hann var svolítið skömmustulegur þegar hann sagði hinum dýrunum að hann vissi ekki hvað hann héti svo hann sagði þeim að hann hafi tínt nafninu sínu. Honum fannst það vera miklu betra heldur en að segj að hann hafi gleymt því. Jæja einn dag stóð hann við vegkant og beið þess að komast yfir veginn en aldrei þessu vant var mikil umferð. Þetta var ekkert venjulegur vegur með malbiki heldur malarvegur. "Hvað er malarvegur spurði Rakel?" Ég var nú svo heppin núna að vegurinn heim til mín er malarvegur þannig að ég taldi mig sleppa létt við þessa spurningu og sagði henni að það væri eins og vegurinn heim til mín. "Enaf hverju heitir það malar vegur?" Og þá er að reyna að útskýra það. " Malarvegur er búinn til úr möl en ekki set malbik yfir eins og er á veginum heim hjá þér og á hraðbrautinni. "en hvað er möl" uff jæja ég reyndi að skýra það út fyrir henni og sagði " möl er grjót sem er búið að mylja niður í stórri vél þar til að það verður að mjög litlum steinum." Hún var sátt svo nú snérum við okkur aftur að kisu. Meðan kisa stóð þarna við veginn og horfði á bílanna, hugsaði hún "hvernig í ósköpunum á ég að finn nafnið mitt ég er köttur en ég heiti ekki köttur. Nú greið Rakel fram í aftur og sagði "Alveg eins og ég er maður en heitið ekki maður eða manneskja. Svo skellihló hún og sagði Amma sveskja rímar við manneskja. Hí hí hí hí ". Ég gat ekki annað en brosað hún hafði veri í rím stuði í alla dag. Ekki tók betra við þegar ég nefndi bíltegundirnar sem keyrðu fram hjá kettinum. Toyotu varð að toyota sem var að pota, o.s.f. Nú var svo komið að það var alveg sama hvað ég sagði hún fann eitthvert rímorð við það og hló eitthver ósköp. Og saga sem átti bara að vara í um tíumínútur, varð að þrem korterum svo ég ákvað að hafa þetta framhaldsögu. Og sagði: Kötturinn varð svo þreyttur af að horfa á alla þess bíla að hann lagðist niður og sofnaði. " en hann er ekki búinn að finna nafnið sitt,og hann á eftir að hitta álfana og tröllin og svo á hann eftir að verða eins lítill og maur og hitta maura drottninguna og og og og . Sagði Rakel". Nei við verðum að halda áfram á morgun klukkan er orðin svo margt. En á morgun getur þú fengið að ráða hverja hann hittir og hvenær í sögunni". Og nú ætla ég að svæfa þig, sálina þín og kroppinn. Þetta sagði ég eiginlega án þess að hugsa en hún greip þetta og sagði : Er ég þá þrír? Ha hvað meinar þú sagði ég. "þú sagðir að ég væri ég, sálin mín og kroppurinn. Sem sagt þrír." Já ég sagði það, þá hlýtur þú að vera þrír. Nennti ekki alveg að útskýra þetta núna enda orðin þreytt sjálf.
Ég nota oft sérstaka aðferð þegar börn eru orðin uppspennt og eiga erfitt með að sofna og lýsi ég henni hérna eins og ég sé að tala við Rakel.
"Leggst þú nú á bakið og slappaðu alveg af. Lokaðu munninum og augunum og svo ætla ég að finn hvort líkaminn sé alveg máttlaus. Fyrst tek ég um höfðið og finn hvort það er nokkuð stíft. Nei það er alveg máttlaust og svo hendur og fætur allur líkaminn er nú máttlaus og tilbúinn að fara að sofa. Ég ætla að byrja á að svæfa tærnar og þú skalt bara hugsa um það sem ég segi og í huganum skaltu segja tánum að sofna. Ég tek um stóru tærnar og strýk þær og segi nú eru stóru tærnar orðnar svo sifjaðar og þreittar að þær sofna. Eftir að hafa teki hverja tá tók ég rist, hæl og komst upp að ökklum en þá var mín sofnuð.
Jæja nóg af þessu bulli í bili og sennilega skrifa ég ekkert meir fyrr en eftir páska svo ég segi bara megi þið öll hafa gleðilega páska.
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 4.4.2007 kl. 07:22
ohh mig langaði að heyra frammhaldið af sögunni! hihi
oh ég sakna slökunnar aðferðinni, það er ekki sama að gera það sjálfur! hihi
mútta þú ert sko bestust!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:09
góð saga og sé Rakel alveg i anda ætli þessi árgangur sé svona líkur eða bara þær frænkur.gleðilega páska systa og stórt knús til allra .
Laugheiður Gunnarsdóttir, 4.4.2007 kl. 10:54
Þetta er sko ekkert bull. Góð aðferð við að róa börnin. Skemmtileg saga. Og það er gott að sjá að Unnur 'Osk er að blogg.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.4.2007 kl. 18:23
Kristjana fékk að kenna á þessari svæfingar aðferð. smá kjaftasaga um hana. þegar hún var lítil þá sagði hún hausinn á mér er svo fullur af hugsunum að ég get ekki sofnað. Það var þá sem ég byrjað á þessu til að fá hana til að stoppa við eitthvað eitt og hún var oft fljót að sofna.
Unnur Guðrún , 5.4.2007 kl. 05:53
gee thanks mum! bara að blaðra!!
nei djók, já hausinn á mér er enn fullur af hugsunum.... en ég er að ná tökum á þeim... hehehe
knús mútta
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:54
ZZZZZZZZZZZZZZZZ Ég varð svo sifjuð á að lesa slökunaraðferðina að hausinn á mér datt næstum ofaná lyklaborðið. Ætla bara að fara að leggja mig.
Gleðilega páska
Unnur Ósk , 5.4.2007 kl. 17:38
Mun segja sjálfri mér þessa sögu þegar ég reyni að sofna seinna í nótt.
Gleðilega páska
Kolla, 5.4.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.