Frábær helgi

 

Jæja Gunnar skilaði sér aftur frá svíþjóð og var bara nokkuð ánægður með ferðina. Sagði að svíar sleiktu gler og ætu korf.(ekki viss um að ég skrifi þetta rétt en framburðurinn er svona) Glass er ís á sænsku og korf eru pulsur annars gekk bara vel að skilja svíana, sagði hann.

Föstudagskvöldið eða vaxtakvöldið gekk mjög vel og var mikið étið. Þeim líkaði ekki mangó og ekki heldur hunangsmelónu en þá fékk amma bara meira af því. Og skyrið var etið upp á svipstundu og skálinn sleikt. Á laugardaginn var Rakel í þungum þönkum meðan hún var að úða í sig laugardagsnammið og sagði svo allt í einu "Amma við gleymdum að kaupa snakk í gær" (jájá ekki fer nú mikið fyrir langtímaminni hjá henni blessaðri.) Ég rifjaði upp fyrir henni að við hefðum ákveðið að hafa ávexti í staðin. "ó já alveg rétt ég var búinn að gleyma því, sagði sú stutta og þar með var það útrætt. Ég verð að segja að það voru miklu rólegri börn hjá mér en eftir vanalegan föstudag, léku sér bara eða horfðu á Disney.

Svo á laugardaginn tók Rakel allt legóið og helti því í sturtuna og skolaði rykið af því og þvoði kassann. Hún er dugnaðarforkur sú stutta. Síðan var þetta sett í stórt lak og híft út á verönd og látið renna af því þar og þrona í sólinni. Eftir að það var þornað að mestu byggðum við stærðar legó hús og sorteruðum legóið  og þetta voru þau systkin að dunda við alla helgina. Guðrún var heima með brannkoppe (veit ekki ísl. orðið yfir það en þetta er verusýking sem kemur út í vaskendum bólum og er hún á pensilinn. Hún er nú hætt að smita núna svo hún kom á sunnudeginum og þar sem hún er einnig kominn í páskafrí þá gisti hún hérna og fóru þau ekki fyrr en í dag heim.

Sem sagt búin að vera virkilega notaleg og skemmtileg helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ gott að þið höfðuð góða helgi saman!

vittleisa að líka ekki Mangó! hehe en hunangsmelónu... yuck!   anyway rosa gott að borða svona mikkla ávexti!

Greyið Guðrún er alltaf veik! hún er verri en ég!

knús múttan mín!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Unnur Ósk

Mér finnst alveg magnað, ennþá, að hugsa um þig í ömmuhlutverki. Þú ert örugglega alveg frábær amma til í að leika og gera prakkarastrik.

Bið að heilsa Guðrúnu með ósk um góðan bata 

Unnur Ósk 

Unnur Ósk , 3.4.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já hún unnur er frábær í ömmuhlutverkinu kann sko að leika við börnin og þau fá að gera allt sem þeim dettur í hug.Enda hefur systa mín alltaf haft gaman af því að gera eitthvað sniðugt og stundum stórskrítið . kveðja litla systir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já Unnur er örugglega frábær amma. Gaman að helgin var svona góð og að Gunnar var ánægður með Svíþóðarförina. Vonandi líður Guðrúnu betur. Knús frænka mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.4.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Unnur Guðrún

Ég vona að ég vaxi aldrei upp úr því að leika mér enda valdi ég þó seint væri að gerast leiskólakennari svo ég gæti leikið mér og fengið laun fyrir það. Við megum alldri hætta að leika okkur og undrast yfir öllu því sem í kring um okkur. Það gefur lífinu liti og eykur gildi þess.

Unnur Guðrún , 4.4.2007 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband