30.3.2007 | 08:01
ávextir, skyr og kvennafar
Ég vil byrja á því í dag að óska nýjan bloggvin velkomin en það er hún Koll stigaskelfir, en hún vil helst sleppa að taka þrepin eitt og eitt og flýgur niður stigana í staðinn. eða þannig. Eitthvað líkt og ég og brekkan mín hérna fyrir utan. Hún er einnig íslenskur nojari eins og ég.
Jæja þá af fjölskylduslúðri Gunnar er að fara til Linköping í Svíþjóð um helgina. Þar ætlar hann að hitta 4 netvini. Gunnar hefur verið að skrifa sér og öðrum til skemmtunar sér útgáfur af Turtles sem er víst töluvert vinsælt og hefur hann fasta lesendur af þessum ævintýrum sem hvetja hann áfram í að skrifa. En nú kemur rúsínan í pulsu endanum þetta eru allt stelpur þarna í svíþjóð, held tvær frá Danmörku og tvær frá svíþjóð. Þau ætla að sjá nýju myndina af turtles saman sem er að koma út núna. Og ætla þau að gista saman hjá einni. Þarna ætlar hann að vera umvafin fjórum stelpum, og hann eini karmaðurinn. Jæja nóg um það þetta verður örugglega mikið fjör og lítið sofið.
Ég og Rakel erum búnar að gera með okkur samning. Þannig er að á föstudögum eru þau vön að stilla sér fyrir framan disney kl. 19:00 þá er sérstök mynd sýnd frá disney. Og þau eru vön að hafa þetta svona fjölskyldu kús með pitza og snakki. Þar sem þau hafa ekki fyrr en eftir páska aðgang að disney heima hjá sér, koma þau til mín sem er svo notalegt. Samningurinn var að þar sem þau eru svo hrifin af ávöxtum, að býtta út snakkinu og kaupa frekar allskonar ávexti, skera niður og setja í skálar. Ég hélt að það kæmi smá fíla en hún var svo hrifin af þessu og hefur minnt mig á að ekki gleyma að kaupa ávextina. Ég er búinn að kaupa, ananas, appelsínur, jarðaber, kiwi, avukatu, vínber, og melónu. Svo þetta verður mikil ávaxtaveisla.
Svo ætla ég einnig að búa til skyr og hef keypt yoghurt naturell sem ég set í sérstaka skál með sikti í svo vökvinn geti runnið af. Þetta þarf að vera í þessari skál í sirka sólahring þá hrærir maður þetta saman með sykri og útkoman verður næstum íslenskt skyr. Og þar sem ég nenni þessu ekki nema svona tvisvar þrisvar á ári þá leifir maður þér þann munað að hafa rjóma með.
Þið fáið að vita útkomuna á þessu öllu eftir helgi en ég reikna ekki með að skrifa mikið um helgina frekar en vanalega þó það sé aldrei að vita.
Athugasemdir
þetta er frábær samningur ætla að reyna þetta heima veit að allir nema Ekb verða hrifin af þessari tilbreitingu,gott væri nú að vera komin á föstudagskvöld til ykkar í notalegheitin,ég er að fara til rvík. á morgun en tek tölvudótið með svo sumir geti sett offisdótið í hana kærar kveðjur
Laugheiður Gunnarsdóttir, 30.3.2007 kl. 10:23
oooo Gunnar!! hihi!
ohh allir þessir ávextir hljóma vel! vildi ég gæti komið líka!! mjög góð hugmynd hjá þér mútta mín!
hmm.... kanski ég prófi að gera skyr fyrir M honum finst það svo gott!
knús!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:08
Mér líst vel á þetta disney kvöld hjá ykkur. Freyja, Þór og Daría elska líka að horfa á disney með ömmu. Góða skemmtun með barnabörnunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.3.2007 kl. 12:07
Takk fyrir kveðjurnar. Ég er að spá í að setja upp lyftu hérna, híhí.
Disney kvöldið ykkar hljómar alveg rosalega vel, og ég held barasta að ég fari að hafa svona ávaxtakvöld á föstudögum sjálf.
Góða helgi
Klem Kolla
Kolla, 31.3.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.