29.3.2007 | 07:39
Skamm, barnabörnin og skammir.
Ég rakst á bréf sem ég fékk á sjúkrahúsinu þar sem sagt er hvað ég má gera og hvað ekki. Ég var búinn að lesa þetta bréf áður en af einhverjum ástæðum þá fór eitt fram hjá mér. Og það er að ekki fyrr en eftir 4 mánaðar eftirlitið sem er 12 apríl, má ég byrja að sitja í venjulegum stólum og smá venja mig við það. Huuuuuuuuuuuuum nú jæja það er of seint að gera eitthvað í því,ég skilaði meira að segja þessum blessaða stól um síðustu mánaðarmót. En ég finn nú alveg að ég get ekki setið nema stutta stund ennþá í venjulegum stól þá verð ég að standa upp og hreyfa mig eða leggjast niður og hvíla hrygginn svo ég verði ekki frá af verkjum. Skamm skamm skamm .
Tölum nú um eitthvað annað. Ég var hjá Guðrúnu og krökkunum í gær hún átti að vera á svona starfsmanna dugnaði, sem er það að starfsmenn mæta eftir vinnu og gera það sem ekki er hægt að gera þegar húsið er fullt af börnum. Setja upp hillur þrífa leikföngin og taka í gegn útiskúrinn ásamt fleiru. Ég hitti þau í búðinni og gegnum við svo heim til þeirra það var yndislegt veður og ekki lagt að ganga. Þau vildu helst ekkert koma inn og hjóluðu og léku sér fyrir utan þangað til maturinn var tilbúinn þá var engu tauti komið við ömmu allir skildu inn að borða.
Þó Róbert sé að verða 5 ára nú í maí þá á hann það til að sofna hvar og hvenær sem er um daginn og skiptir engu máli hvort hann er að grafa í sandkassanum að borða mat. Það bara slokknar á honum eins og ítt á ljósrofa. Hann hafði ekkert sofið aldrei þessu vant þennan dag svo Guðrún vild að hann færi að sofa strax eftir barna tíma eða um 7. Hann vildi nú ekki heyra á það minnst sérstaklega þar sem Rakel átti ekki að fara að sofa þá. Svo ég samdi við Rakel að hún myndi liggja upp í rúmi þangað til hann væri sofnaður og svo gæti hún farið fram. Þá voru allir sáttir og kauði hélt ekki út einu sinni alla söguna sem ég las og sofnaði á innan við tíu mínútum. Svo við Rakel gátum farið fram og horft á eina mynd en hún átti að fara að sofa upp úr 8. Y
firleitt þegar ég kem til Guðrúnar og co. sef ég hjá þeim en núna var ég bara í hressara lægi svo ég ákvað að fara heim þó svo það væri orðið dimmt. Og vinur minn elgurinn var hvergi sjáanlegur í þetta skipti enda sennilega komin lagt upp til fjalla eða hvert sem þeir fara á vorin.
Systa mín skammar mig fyrir að skrifa ekki nógu oft en hún má nú bara bíta í ...............sítt ég skrifa þegar ég skrifa ....
Jæja þá er fyrirsögninni fullnægt það var ég sem átti skammast, svo var örlítið sagt af barnabörnunum og svo skammið frá krúsidúllunni henni systur minni. Punktur og basta.
Ég er nú viss um að þið hafið haldið að allt annað um þessa fyrir sögn.
Athugasemdir
æi snúllan að geta bara sofnað hér og þar og allstaðar, hvað það sem má og ekki má fer það ekki bara eftir hverjum og einum hvað má og hvað ekki eða hvað ? ég ekki skilja :) annars vildi ég bara kvitta fyror mig
knúss og klemm frá okkur hér í Odense
Inga Dögg Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 07:52
já skamm mútta!!
nei nei, bara grín
hahaha krúttið hann Róbert! hey var ég svona? því ég get sofið hvar sem er núna! þessvegna sitjandi, eða standandi... hehehe
knús!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:47
Skamm, skamm. En ég held þú vitir hvað þú þolir. Þú ert nú dálítið spes.
Sniðugt þegar krakkar geta sofnað hvar sem er.
Já, þú skrifar þegar þú skrifar og er ég bara ánægð með þig.
Ég sé að þú ert komin með aðrablogvinkonu í Noregi. Hana Kollu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.3.2007 kl. 11:46
já skammaðu mig bara kerling ,mér fynnst bara svo gaman að heyra frá ykkurþú segir svo skemmtilega frá en auðvitað skrifar þú þegar þú vilt en éggggggggggggg vil ,gott mál knús og kossar litla systir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.