27.3.2007 | 08:01
Barnshugurinn.
Oft tekur maður það sem gefið að börnin skilji orðin sem maður notar í samtali við þau þar sem þau jánka og virðast taka undir það sem sagt er. Prufið að gefa barin á aldrinum 3 til 8 ára meir en þrískipt boð um að gera eitthvað. Þá meina ég að gera þrjá hluti í einni ferð. Sumum tekst þetta mjög vel og hafa náð tökum á orðaforða og skilningi á bak við orðin en önnur þurfa að fara margar ferðir áður en þau hafa gert allt sem beðið var um. Einnig er mjög misjafnt hvenær börn læra hugtökin og meininguna á bak við tölur. Þau læra kannski snemma að telja en fyrir þeim eru þetta legni vel bara tákn og myndir. Einn kennari sagði mér einu sinni mjög skemmtilega sögu á bak við reiknikennslu sína. En hún sagði að börn hefðu alltaf rétt fyrir sér, þau sæju bara hlutina á annan hátt en við fullorðna fólkið. Jæja sagan hennar var á þessa leið.
Hún var að kenna sjö ára strák frádrátt og sagði við hann. Hvað átt eftir ef þú tekur átta af fimm og skrifaði dæmið upp á töflu 8-5 = ? Hann var snöggur að svara og sagði hróðugur, nú auðvita 8. Já há hugsaði kennarinn. Við skulum setja þetta upp öðruvísi. Nú teiknaði hún 8 epli og spurði. Ef þú átt átta epli og gefur fimm hvað áttu þá mörg epli eftir? Hann sagði, ég get ekkert gefið fimm því ég á bara átta. Allt í lagi segir kennarinn og hugsar hvernig get ég fengið hann til að átta sig á þessu. Fyrst verð ég að átta mig á hvernig hann hugsar og bað hann að koma upp á töflu og sína sér hvernig hann reiknaði þetta út. Hann var ekki legni að því og sótti töflupúðann og þurrkaði fimmið ásamt mínusnum út og eftir stóð átta. Mjög rökrétt hugsun ekki satt.
Jæja þetta var nú bara smá til að hugsa um þar sem börn eru mín ær og kýr. En svona í lokin vil ég óska Maggý velkominn í blogg vinahópinn minn og sé é að hún byr hérna í Noregi líka.
Athugasemdir
þú ert bestust
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:52
innlit og knús
Laugheiður Gunnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 14:26
Þetta var góð saga. gott að fá Maggý í bloggvinahópinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.3.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.