Ný húsdýrategund

Ég var í makindum að horfa á sjónvarpið þegar ég heyri þetta skaðræðis kvein frá salerninu. Róbert hafði verið þar í mestu makindum að tefla við páfan. Ég kom æðandi inn hélt að hann hefði stórslasað sig. En nei  hann koma auga á silfurskottur sem hlupu eftir gólfinu og var hann komin hálfur ofan í klósettið af skelfingu. Ég sagði honum að þetta væru nú bara húsdýrin mín og hann þyrfti ekkert að vera hræddur við þau. En hann fór ekki af klósettinu fyrr en ég hafði fjarlægt þau. Síðan kallar hann þessi dýr alltaf húsdýrin hennar ömmu. Ekki hef ég ennþá uppgötvað hvaða nytjar þessi húsdýr bera í búið en ef eitthveðr er með svarið þá vinsamlegast sendið mér það.

Guðrún og c.o. hafa skifts á að vera lasin síðustu viku og hafa þau verið hérna meira eða minna. Mér finst það alveg ágætt að þau séu hérna vildi bara að þeim liði betur og væru ekki lasin.

Ég hef svo sem ekkert meira að segja í bili enda nóg að gera í hjúkrunarstörfunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hélt bara að það hefði skotist rotta inn til þín en ekki silfurskotta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.3.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

jæja skottan mín alltaf að fjölga húsdýrunum en þessi hafa víst enga nytjar fyrir þig.Nema þá að hægt sé að vinna silfur úr þeimÞú hefur alltaf verið góð ´hjúkrunarstöfunum góða mín.Það er einn ungur piltur hérna sem þarfnast þín þessa dagana gullmolinn þinn .kveðja litla systir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 23.3.2007 kl. 16:25

3 identicon

hahahaha greyið Róbert!

og aumingjarnir alltaf lasnir! en þú ert nú besta hjúkkan í heiminum svo þeim fer að líða betur! knús

xxx

K

ps: allt gekk vel með MRI, hróðmar skrifaði líka.   fæ úr þessu 18 maí. knús x 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:32

4 identicon

ég setti hitan í gólfinu hjá mér í botn í tvo sólahringa enda ekki hægt að stiga berfættur á gólfið á meðan til að þurka upp rakan sem hafði myndast undir þröskulnum og þær hafa ekki látið sjá sig í 4vikur þessar elskur enda tók ég bara eftir tveimur skottum :) en annars bara gera þær ekki neit nema bregða manni

kveðja frá Odnese 

Inga Dögg (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 06:57

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

grillaðar silfurskottur oj.En systa það þýðir ekki að skrifa bara aðrahverja viku ég vil ´fréttir ,veit ég er frekja segðu það bara.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 26.3.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband