16.3.2007 | 09:11
Skíðagarpurinn mikli.
Einn veturinn þegar ég var að bera út póstinn var svo mikil snjór að allar girðingar og heimreiðar voru á kafi. Við þéttbyggðasta kjarnann var vegurinn alltaf mokaður svo ég komst þangað með sæmilegu móti. En það voru um sex hús sem ég hafði ekki komist til að bera póstinn, þar sem þau voru hálf grafinn í snjó og fólkið sem þar bjó komst hvorki lönd né strönd. Meira að segja Trabbinn minn neitaði að fara þetta og þá voru góð ráð dýr.
Ég hafði alltaf langað í gönguskíði og nú hafði ég afsökun fyrir að spandera í skíði og það gerði ég. Það var kannski örlítið vanhugsað akkúrat á þessum tíma þar sem ég var komin fjóra mánuði á leið en ég lét það ekki aftra mér. Og svo skíðaði ég yfir allar girðingar og að þessum húsum og afhenti póstinn. Ég þurfti að ganga niður í húsin því snjórinn var svo mikill, það var meir en metir niður að hurðunum og höfðu húseigendur grafið tröppur í snjóinn svo hægt væri að labba til og frá húsunum. Og auðvitað var ég drifinn inn í eitt af þeim og þar fékk ég kaffi og með því. Ég verð nú að segja að ef viðkomandi hefði ekki gert það hefði ég sennilega ekki komist alla leið til baka því ég var orðin örlítið þreytt eftir alla þessa skíðagöngu. (bara örlítið J ).
Ég var svo sem ekki bara að hugsa um bölvaðan póstinn, í einu af þessum húsum bjó einstæðingur sem var orðin nokkuð aldraður og vildi ég vita hvort hann vanhagaði nokkuð. En hann átti góða granna sem betur fer sem komu á snjósleðum til hans og keyptu inn fyrir hann, svo hann var ekki svo illa settur að því leitinu. Fólkið í dalnum sá vel um sitt fólk og þegar hætti að snjó svona mikið komu einn úr nágrenninu og mokaði heimreyðina svo að ég gat komist á bílnum viku seinna. Ég hefði alveg geta sleppt að kaupa skíðin en þetta var upplögð afsökun til að kaupa þau. Ekki get ég nú sagt að ég hafi verið MJÖG dugleg að nota þau eftir þetta en fór svona einstöku sinnum á þau samt.
Jæja svolítið af nútímanum. Ég er nú allt af að bæta mig í þreki og í þessari viku hef ég gegnið tvisvar að Mosenter, en það er leið sem tók mig fyrir einum og hálfum mánuði síðan tæpa tvö tíma að ganga (þetta eru ekki nema 5 km. svo þrekið var slakt) en í dag er ég um 40 mín að ganga þetta. Svo ég held að þetta sé nú allt að koma og batnandi fólki er nú bara best að lifa og halda áfram að bæta sig. Ég verð sennilega sátt við þrekið þegar ég næ þessu á 20 mín, eða er það óraunhæft takmark????????
Athugasemdir
Gott að heyra að þerkið er að bata. Unnur ég hló og hló upphátt af fyrri hluta greinarinnar. Ekki deyr Unnur raðalaus og þú skrifar svo sekemtilega. Gott hjá þér að kauða skíðin þó þau hafi kanski ekki verið mikið notuð eftir þetta en það sem er best er að þú varst að hugsa um fólkið, gamla fólkið sem var eitt.
Meiri svona greinar endilega.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.3.2007 kl. 11:14
Unnur þetta á að vera skemmtilega. og svo kaupa, og ráðalaus, Nú hlæ ég af sjálfri mér. Ég er allt of fljót að ýta á sendihnappinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.3.2007 kl. 11:16
Nei unsla mín ekki óraunhæft að setja sér markmið þetta kemur það reynir bara aðeins meira á þolinmæiðna sem að ég get mest trúað sé aðeins farin að slakna þessa dagana því þetta er orðinn dálítil langur tími en allt tekur enda um síðir og þú farinn að hlaupa í vinnuna.kær kveðja litla systir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 11:17
Ólafur fannberg, 16.3.2007 kl. 15:41
markmið eru alltaf góð!
xxxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 02:42
svona skrifa meira frá norge
Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 20:07
blah mamma!!!
hihi
knús
k
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.