Tínd sængurkona

 

Það er eins og snjór og ævintýri elti mig uppi. Árið 1979 í mars var ég komin níu mánuði á leið með Guðrúnu og tveim vikum framyfir. Ég átti tíma á landspítalanum í skoðun og fórum við Helgi þangað en þeir vildu ekkert gera þar sem það var ósköp vanalegt að konum sem væru með fyrsta barn færu framyfir. Ég man ekki alveg hvort pabbi keyrði okkur þangað eða hvort bíllinn bilaði og pabbi sótti okkur á sendiverðabílnum sínum en hann keyrði þá sendiferðabíl. Við vorum allavega á heimleið með pabba. Það var farið að snjóa töluvert þegar og vegurinn á milli Mosó og Reykjarvíkur var orðinn ansi erfiður. Þegar við komum í námunda við Lágafellsklif við Hulduhóla var allt stopp. Bílar sátu þar í hrönnum fastir og komust hvergi. Pabbi var með talstöð í bílnum og kallaði upp vin sinn og spurði hann hvort hann gæti ekki reddað okkur í gegn þar sem hann væri með dóttur sín hér kominn á steypirinn. Sambandið var mjög lélegt og af einhverjum orsökum mis skyldi vinurinn allt og hélt að ég væri að eiga þarna í sendiferðabílnum og kallað út ljósmóður. Sem var keyrð á milli allra bíla á snjósleða, að leita að mér og í þau hús sem næst voru. En við vissum ekkert af því.

Ég, pabbi og Helgi fórum niður í hlíðartún þar þekkti pabbi fólk sem við fengum að gista hjá. Næsta morgun var komið blíðskaparveður og þá byrjuðu hríðarnar hjá mér svo kalla var á sjúkrabíl til að ná í mig. Og var mjótt á að ég ekki fæddi í bílnum svo mikil voru lætin en ég átti tveim og hálfum tíma síðar myndar stelpu með kolsvart hár. Pabbi sagði mér svo frá þessu með ljósmóðurina á snjósleðanum sem leitaði að sængurkonu sem var í bíl föst í snjó við lágafell.  

Daginn eftir kom ein ljósmóðirin inn á stofuna til okkar en við vorum fjórar þarna á stofunni og sagði að við hefðum nú verið heppnar að komast hingað að fæða það hefði ein fætt í bíl sem var fastur í snjó við lágafell í Mosfellssveit. Ég hló mikið þegar hún sagði þetta og það tók mig nokkra stund að útskýra fyrir henni af hverju ég hló, ekki laust við að hún varð svolítið reið. En jafnaði sig nú eftir að ég sagði henni að þetta hafi verið ég og allt hafi verið tómur misskilningur. En þetta var fyrirsögn í DV. "Neyðarástand í Mosfellssveit í gær. Börn komust ekki úr skóla og um 100 bílar sátu fastir. - leitað að sængurkonu sem fannst í góðu yfirlæti."

Lengi vel var Guðrún kölluð óveðursbarnið af læknum og sveitungum þó svo hún kom í sólskyni og blíðskaparveðri.

Já snjór og ég erum alltaf að lenda í einhverju.

Snjór 1979Þarna sést í sendiferðabílinn en þetta er mynd úr DV sem er orðin 28 ára gömul og svolítið dökk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá en snjórinn á bílunum. Ég vonandi má stela þessari mynd frá þér?  við vorum að rifja þetta upp í Grænó um daginn. ég sagði að einhver hefði hringt í mog og sagt að þú værirtýnd. Jú Steini sagði mamma þín. ég man að ég hélt að þú værir týnd og ég var svo fegnin þegr ég frétti að þú hefðir verið í Hlíðartúni í góðu yfirlæti og að barnið væri komið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.3.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Unnur Guðrún

þér er velkomið að taka myndina Jórunn mín

Unnur Guðrún , 13.3.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe raunir á raunastundu

Ólafur fannberg, 13.3.2007 kl. 12:49

4 identicon

hahahaha

knús múttan mín!

xxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Já Unnur mín þá var ég í Iðnskólanum í Reykjavík og kemst ekki heldur heim því að rútan bilaði við Kolpúsfstaði en komst aldrei að Lágafelli en þsð kom önnut rúta og sótti okkur.fór aftur í bæinn og gisti há ömmu í Kóbavogi, en þegar ég fór í rútuna heim daginn eftir frétti ég að  þú hefðir átt í Lágafellskirkju og fleirri sögur í þeim dúr,á þessum tíma bjó ég hjá ykkur í Merkjateignum,og pabbi hafði gist þar svo ég fékk réttu söguna þar og hló mikið

Laugheiður Gunnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband