Þrjú hjól undir bílnum.

 

en áfram skröltir hann þó........eða þannig.

Ég lenti í mörgum ævintýrum á ferðum mínum sem landpóstur. Ég keyrði Trabandt legni vel á þessum ferðum en það er ótrúlegur bíll sem bíður upp á mikið fjör. Hann var svo léttur að hann keyrið ofan á snjónum og sökk ekki eins og stóru fínu jepparnir. Oft var horft á eftir mér með súrum svip þegar ég keyrði fram hjá þessum bílum og flaut ofan á snjónum og þeir sátu fastir og komust hvergi. Og hljóðin í honum voru yndisleg eins og hann kynni að segja nafnið sitt. Og nú ef það henti að ég festi mig þá var hann svo léttur að ég gat ýtt honum fram og til baka.

Eitt vorið lenti ég í heldur óskemmtilegu ævintýri. Ég fór á dekkjaverkstæðið okkar í mosó til að skipta yfir í sumardekk sem í sjálfu sér er ekki neitt frásögu færandi. Það var þá mikið að gera og allt á miljón eins og vanalega í vor og haustörnum. Ég hefði geta gert þetta sjálf en fannst ekki sniðugt að fara drulluskítug í vinnuna þar sem maður er oftast drifin inn í kaffi hjá vissum einstaklingum og ekki sniðugt að bera haugskítugan póst til fólks. Jæja loks komst ég að og karlinn minn skipti um dekk fyrir mig og ég brunaði upp í dal.

Allt gekk vel og ég hálfnuð að bera út og nýkominn úr kaffi þegar ósköpin gerðust. Það var langur afleggeri frá húsinu og að aðalveginum, þetta var malarvegur svo maður keyrði ekki mjög hratt sem betur fer. Allt í einu tekur fram úr mér eitt dekk og þetta var eins og kvikmynd í slow motion þegar ég horfði á eftir dekkinu og smá saman fór bíllin að halla þar til ég var stopp. Hum lengi að hugsa, já svolítið, en hvað um það  ég sat góða stund í bílnum og hugsaði en rauk svo út og athugaði ástandið á bílnum. Ég leitaði góða stund að rónum en fann ekki nema eina. Svo ég tjakkaði bílinn upp og setti dekki á en sá að það var beyglað æi þetta drasl sem er þarna bak við felgurnar. Diskar, bollar bremsu drasl eða hvað sem þetta nú heitir allt. Svo ég gerði nú ekki meir en að tylla dekkinu og ganga til baka og fá að hringja í karlinn og hann greyið fékk algert sjokk en sagðist koma svo fljótt sem hann gæti og athuga hvað hann gæti gert.

Hann kom nú fljótlega með boks fullt af róm og verkfæri í haugavís. Gerði einhverja bráðabyrða viðgerð svo ég gat haldið áfram og klárað að bera póstinn. Það suðaði og söng í dekkinu en það er önnur saga ég komast leiðar minnar og heim aftur svo þetta ævintýri endaði vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHA

knús múttan mín 

já það er alltaf gaman að senda þér pakka!   vonandi líkar þér!

knús

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Unnur mín þú segir svo skemtilega frá að ég sat hér og skellihló.Guðmundur og Pálmi héldu að ég væri snar vitlaus. Auðvitað er þetta ekkihlægilegt en samt ég hlæ enn , sé dekkið koma fram úr þér. Sé þig svosem fyrir mér alltaf dugleg að bjarga þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þú ert kannski að geyma söguna þar sem þú varst kasólétt á gönguskíðum að bera ´póstinn út í Mosfellsdalnum og dróst ekki af þér,bíð spennt eftir fleirri ævintýrum. kveðja litla systa

Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: Unnur Guðrún

Takk fyrir innlitið. Enga óþolinmæði sista mín allt hefur sinn tíma og ólettan og gönguskíðin koma líka.

Unnur Guðrún , 9.3.2007 kl. 08:59

5 identicon

OMG hann var algjört æði þessi Trabant. Ég fékk náttúrlega hláturskast þegar ég las þetta og auk þess minntist ég þess þegar ég ók honum og tók beygjuna góðu inn Teigahverfið.  Jeremías minn það ............

Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband