Frá torfkofum til tæknialdar.

 

 

Manni finnst það vera svo langt í fjarska að nokkur hafi búið í torfkofum. Jú það eru nokkrir tugir ára en ekki svo langt eins og við ímyndum okkur. Ég vann við heimilisaðstoð þegar ég bjó í Mosfellsbænum og var bæði hjá eldri borgurum og öryrkjum. Og fjórir af þessum einstaklingum sögðu mér að þeir hefðu búið í torfbæjum sem börn. Og töluðu mikið um hvað það hefði verið mikil munur þegar þau fluttu í hús með stórum gluggum og hvað hreinlæti beitist. Þá var ekki gengið inn á moldugum skóm án þess að það sæist um allt hús. Og ef það þurfti að koma skilaboðum á næsta bæ þá var vanalega einhver krakkinn sendur, engir símar.

Árið 1876 talaði Bell í síma í fyrsta skipti. En árið 1906 kom sæsímastrengur fyrir ritsíma, lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur og rauf hann einangrunina innanlands. Það liðu þó mörg ár þar til allir landsmenn komust í símasamband en lagningu síma í sveitir lauk í kringum 1960 og voru þá enn margir símar á sömu línunni.

Það var ekki fyrr en 1980 sem hægt var að hringja beint til annarra landa. Og árið 1994 var nýr sæstrengur, Cantat-3, tekinn í notkun. Hann liggur þvert yfir Atlantshafið, frá Evrópu til Ameríku, en grein frá honum tengist Íslandi. Um hann fer nú meirihluti símtala frá landinu til útlanda og mikill gagnaflutningur, s.s. Internetið

Þessar upplýsingar fékk ég á þessari slóð.

http://siminn.is/forsida/um_simann/siminn/saga_simans/

Í dag búa allir í upphituðum húsum og jafnt börn sem fullorðnir eiga sinn eigin farsíma. En ennþá eru ekki allir íslendingar með gott vatn. Bændur og margt dreifbýlisfólk þarf að grafa sinn eigin brunn og leiða vatnið inn í húsin sín. Og er vatnið oft ansi brúnt sérstaklega í leysingum á vorin. Þetta byggi ég á eigin reynslu.

Ég var einnig landpóstur í Mosfellsdalnum um nokkur ár og þar var maður drifinn inn í kaffi hjá eldrafólkinu í dalnum. Svo kannski segi ég sögur af því í næstu skrifum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

síðasti torfbærinn í Reykjavikinni hvarf að ég held um 1960 svo það er stutt síðan

Ólafur fannberg, 6.3.2007 kl. 08:45

2 identicon

hæ múttan mín

vá þetta vissi ég ekki, gaman að vita xx

og það verður frábært að heyra sögur frá þínum heimsóknum! þú segir svo skemmtilega frá!

knús

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:28

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Man þegar ég fór á símstöðin til að hringja til útlanda og það gerði maður ekki oft.

Afi okkar var í torfbæ í Miðhúsum áður en nýji bærinn kom og honum leið vel þar. Las mikið.

Þú hefur lært mikið af gamla fólkinu sem þú heimsóttir. Knús

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2007 kl. 11:15

4 Smámynd: Unnur Guðrún

já og ekki bara af gamla fólkinu því sumt af þessu fólki far um fimmtugt. Og ef maður opnar augu og eyrun þegar maður hittir fólk þá lærir maður eitthvað af öllum sem maður hittir.

Unnur Guðrún , 6.3.2007 kl. 11:19

5 Smámynd: Unnur Guðrún

það er rétt Ólafur síðasti torfbærinn í Rvík. stóð vestur á Melum og var rifinn í kring um 1960

Unnur Guðrún , 6.3.2007 kl. 16:26

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

hæ dúllan mín sé að sögukonan er komin´í gang hlakka til að lesa meira frá þér,sakna þín óskaplega.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:42

7 identicon

Vá hvað er gaman að kíkja hér inn, þú segir svo skemmtilega frá...

hafðu það gott og haltu áfram að láta þér batna 

Med venlig hilsen Inga 

Inga Dögg Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband